Heiðveig María býður fram til stjórnar Sjómannafélagsins Sylvía Hall skrifar 30. maí 2019 09:57 Heiðveig María stefndi Sjómannafélaginu fyrir félagsdómi og í febrúar var félagið dæmt til þess að greiða eina og hálfa milljón í sektargreiðslur. visir/vilhelm Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur ákveðið að bjóða fram til stjórnar Sjómannafélags Íslands en kosningar fara fram dagana 5. til 19. júní. Heiðveigu var vikið úr Sjómannafélaginu í lok október á síðasta ári og var framboð hennar til síðustu stjórnarkosninga metið ólögmætt. Heiðveig fékk stuðning frá formönnum stéttarfélaganna eftir brottreksturinn sem kölluðu eftir því að hún fengi aftur inngöngu í félagið. Heiðveig stefndi félaginu fyrir félagsdómi og var það dæmt til að greiða Heiðveigu eina og hálfa milljón í sektargreiðslur vegna þess hvernig þeir stóðu að meðferð framboðs hennar og sagði Heiðveig sigurinn vera „fullan sigur“ á sínum tíma. Þá gaf dómur Félagsdóms til kynna að óheimilt væri að setja þau skilyrði að þeir einir mættu bjóða sig fram sem greitt hafi til félagsins í þrjú ár en rúmlega viku eftir að dómur féll í félagsdómi var Heiðveigu boðið að koma aftur í félagið. Áður hafði Jónas Garðarsson, fyrrverandi formaður, hætt sem formaður en hann sagði ástæðuna vera til þess að rýma fyrir nýrri stjórn til að ná aftur samstöðu innan félagsins. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í desember sagði hann þá vinnu þola enga bið. Í apríl var svo tilkynnt um nýjar kosningar í Sjómannafélaginu en Bergur Þorkelsson, gjaldkeri SÍ, var sjálfkjörinn formaður eftir að Jónas hætti sem formaður. Í samtali við Vísi í apríl sagðist Heiðveig vera að melta yfirlýsingu félagsins og hafði ekki tekið ákvörðun um framboð. Hér að neðan má sjá framboðstilkynningu Heiðveigar sem og lista hennar til stjórnar félagsins. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kosið á ný í Sjómannafélaginu Heiðveig María skoðar stöðu sína og gerir ráð fyrir því að hún muni gefa kost á sér aftur. 5. apríl 2019 16:18 Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53 Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00 Heiðveig María gefur lítið fyrir sáttatilboð SÍ Ætlar ekki að þiggja sæti í kjaranefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 16:43 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur ákveðið að bjóða fram til stjórnar Sjómannafélags Íslands en kosningar fara fram dagana 5. til 19. júní. Heiðveigu var vikið úr Sjómannafélaginu í lok október á síðasta ári og var framboð hennar til síðustu stjórnarkosninga metið ólögmætt. Heiðveig fékk stuðning frá formönnum stéttarfélaganna eftir brottreksturinn sem kölluðu eftir því að hún fengi aftur inngöngu í félagið. Heiðveig stefndi félaginu fyrir félagsdómi og var það dæmt til að greiða Heiðveigu eina og hálfa milljón í sektargreiðslur vegna þess hvernig þeir stóðu að meðferð framboðs hennar og sagði Heiðveig sigurinn vera „fullan sigur“ á sínum tíma. Þá gaf dómur Félagsdóms til kynna að óheimilt væri að setja þau skilyrði að þeir einir mættu bjóða sig fram sem greitt hafi til félagsins í þrjú ár en rúmlega viku eftir að dómur féll í félagsdómi var Heiðveigu boðið að koma aftur í félagið. Áður hafði Jónas Garðarsson, fyrrverandi formaður, hætt sem formaður en hann sagði ástæðuna vera til þess að rýma fyrir nýrri stjórn til að ná aftur samstöðu innan félagsins. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í desember sagði hann þá vinnu þola enga bið. Í apríl var svo tilkynnt um nýjar kosningar í Sjómannafélaginu en Bergur Þorkelsson, gjaldkeri SÍ, var sjálfkjörinn formaður eftir að Jónas hætti sem formaður. Í samtali við Vísi í apríl sagðist Heiðveig vera að melta yfirlýsingu félagsins og hafði ekki tekið ákvörðun um framboð. Hér að neðan má sjá framboðstilkynningu Heiðveigar sem og lista hennar til stjórnar félagsins.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kosið á ný í Sjómannafélaginu Heiðveig María skoðar stöðu sína og gerir ráð fyrir því að hún muni gefa kost á sér aftur. 5. apríl 2019 16:18 Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53 Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00 Heiðveig María gefur lítið fyrir sáttatilboð SÍ Ætlar ekki að þiggja sæti í kjaranefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 16:43 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Kosið á ný í Sjómannafélaginu Heiðveig María skoðar stöðu sína og gerir ráð fyrir því að hún muni gefa kost á sér aftur. 5. apríl 2019 16:18
Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53
Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00
Heiðveig María gefur lítið fyrir sáttatilboð SÍ Ætlar ekki að þiggja sæti í kjaranefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 16:43