Björgunin á Ísafirði: „Hann hékk þarna á klettasyllu og gat sig hvergi hreyft“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. júní 2019 10:35 Mennirnir voru í snarbröttum klettum í Naustahviflt. Landsbjörg Björgunarsveitarmenn á Ísafirði þurftu næstum því að fara á fjórum fótum til bjargar tveimur mönnum sem komu sér í sjálfheldu í Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði í nótt. Mennina tvo sakaði ekki en voru orðnir kaldir og hraktir. Björgunarsveitir við Ísafjarðardjúp fengu tilkynningu á tólfta tímanum um að tveir menn væru í sjálfheldu í miklu brattlendi í austan megin í Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði, nánar tiltekið í Nautahvilft. Þrír hópar björgunarsveitarmanna gengu á fjallið en aðstæður í fjallinu voru erfiðar, snjór og krapi. Jón Arnar Gestsson er í svæðisstjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum og tók hann þátt í aðgerðum í nótt.Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins.Landsbjörg„Veður var mjög gott. Það var ekki það sem var að hrjá. Þetta er í snarbröttum klettum þar sem að þeir komust í sjálfhelduna. Annar þeirra hafði nú ekki komist eins hátt og fljótlega komumst við að honum en hinn var hærra í fjallinu. Það var erfiðara að eiga við hann,” segir Jón Arnar Gestsson, í svæðisstjórn björgunarsveita á Vestfjörðum. Mennirnir höfðu orðið viðskila. Erfitt reyndist að staðsetja þá nákvæmlega en þeir voru í um sjö hundruð metra hæð. Tveimur tímum eftir að útkallið barst komust björgunarsveitarmenn að fyrri manninum og tókst að koma honum úr sjálfheldunni og niður fyrir kletta. „Hann hékk þarna á klettasyllu og gat sig hvergi hreyft. Þeir þurftu að klæða hann í fjallabúnað, mannbrodda og ísaxir og sigbúnað til þess að koma honum þaðan,” segir Jón Arnar.Hér má sjá hvar mennirnir voru í Nausthvilft.LandsbjörgEkki sást til hins mannsins en hann var í kallfæri og heyrði í björgunarsveitarmönnum. Eftir að tekist hafði að staðsetja hann í fjallinu kom í ljós að engin augljós leið væri til hans og var því þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. „Það var ekkert annað í boði. Það var eins og ég segi. Seinni maðurinn sást ekkert fyrr en um seint og um síður og það var ekki hægt að komast að honum, hvorki ofan frá né neðan,” segir Jón Arnar. Á sjötta tímanum í morgun tókst áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar að koma manninum niður úr fjallinu eftir að hafa híft hann um borð. Hann var orðinn nokkuð kaldur og hrakinn, en óslasaður. Jón Arnar segir aðstæðurnar í fjallinu mjög hættulegar. Þetta er alveg snarbratt þarna. Menn fóru upp á fjórum fótum eins og maður segir. Ef að menn hefðu misst fæturna þá hefðu þeir rúllað langt niður,” segir Jón Arnar.Hér má sjá þegar annar mannanna er hífður upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar.LHGLandsbjörg Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Þyrlan kölluð út vegna manna í sjálfheldu í Naustahvilft Voru 700 metra yfir sjávarmáli og í miklum bratta. 9. júní 2019 07:52 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Ísafirði þurftu næstum því að fara á fjórum fótum til bjargar tveimur mönnum sem komu sér í sjálfheldu í Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði í nótt. Mennina tvo sakaði ekki en voru orðnir kaldir og hraktir. Björgunarsveitir við Ísafjarðardjúp fengu tilkynningu á tólfta tímanum um að tveir menn væru í sjálfheldu í miklu brattlendi í austan megin í Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði, nánar tiltekið í Nautahvilft. Þrír hópar björgunarsveitarmanna gengu á fjallið en aðstæður í fjallinu voru erfiðar, snjór og krapi. Jón Arnar Gestsson er í svæðisstjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum og tók hann þátt í aðgerðum í nótt.Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins.Landsbjörg„Veður var mjög gott. Það var ekki það sem var að hrjá. Þetta er í snarbröttum klettum þar sem að þeir komust í sjálfhelduna. Annar þeirra hafði nú ekki komist eins hátt og fljótlega komumst við að honum en hinn var hærra í fjallinu. Það var erfiðara að eiga við hann,” segir Jón Arnar Gestsson, í svæðisstjórn björgunarsveita á Vestfjörðum. Mennirnir höfðu orðið viðskila. Erfitt reyndist að staðsetja þá nákvæmlega en þeir voru í um sjö hundruð metra hæð. Tveimur tímum eftir að útkallið barst komust björgunarsveitarmenn að fyrri manninum og tókst að koma honum úr sjálfheldunni og niður fyrir kletta. „Hann hékk þarna á klettasyllu og gat sig hvergi hreyft. Þeir þurftu að klæða hann í fjallabúnað, mannbrodda og ísaxir og sigbúnað til þess að koma honum þaðan,” segir Jón Arnar.Hér má sjá hvar mennirnir voru í Nausthvilft.LandsbjörgEkki sást til hins mannsins en hann var í kallfæri og heyrði í björgunarsveitarmönnum. Eftir að tekist hafði að staðsetja hann í fjallinu kom í ljós að engin augljós leið væri til hans og var því þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. „Það var ekkert annað í boði. Það var eins og ég segi. Seinni maðurinn sást ekkert fyrr en um seint og um síður og það var ekki hægt að komast að honum, hvorki ofan frá né neðan,” segir Jón Arnar. Á sjötta tímanum í morgun tókst áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar að koma manninum niður úr fjallinu eftir að hafa híft hann um borð. Hann var orðinn nokkuð kaldur og hrakinn, en óslasaður. Jón Arnar segir aðstæðurnar í fjallinu mjög hættulegar. Þetta er alveg snarbratt þarna. Menn fóru upp á fjórum fótum eins og maður segir. Ef að menn hefðu misst fæturna þá hefðu þeir rúllað langt niður,” segir Jón Arnar.Hér má sjá þegar annar mannanna er hífður upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar.LHGLandsbjörg
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Þyrlan kölluð út vegna manna í sjálfheldu í Naustahvilft Voru 700 metra yfir sjávarmáli og í miklum bratta. 9. júní 2019 07:52 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Þyrlan kölluð út vegna manna í sjálfheldu í Naustahvilft Voru 700 metra yfir sjávarmáli og í miklum bratta. 9. júní 2019 07:52