Innlent

Kol­brún segir ó­eðli­legt að upp­lýsinga­full­trúi Strætó gerist pólitískur í um­mælum sínum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kolbrúnu Baldursdóttur þykir óeðlilegt að upplýsingafulltrúi Strætó geri athugasemdir við mat hennar á fjölda ábendinga sem borist hafa fyrirtækinu.
Kolbrúnu Baldursdóttur þykir óeðlilegt að upplýsingafulltrúi Strætó geri athugasemdir við mat hennar á fjölda ábendinga sem borist hafa fyrirtækinu.
„Upplýsingafulltrúinn heggur í mína túlkun á fjölda kvartana til Strætó sem ég segi enn og aftur eru óeðliega margar hjá þjónustufyrirtæki eins og Strætó og fram kemur að þær snúast að mestu um framkomu, aksturslag og tímasetningar,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, um ummæli upplýsingafulltrúa Strætó bs. um bókun hennar varðandi ábendingar sem borist hafa Strætó síðustu þrjú ár.

Kolbrún telur upplýsingafulltrúann ekki vera að gagnrýna rangfærslur í bókun hennar heldur mat hennar á upplýsingum. Hún segist áður hafa bókað sína skoðun á svokölluðum byggðasamfélögum og finnist stundum eins og þau séu sem ríki í ríkinu og borgin fái ekkert um þau að segja þó hún eigi stærsta hlutann í þeim.

„Þau virðast sem dæmi geta ráðið sér pólitískan upplýsingafulltrúa eða annan ef því er að skipta og það gleymist að þetta eru opinber fyrirtæki að mestu í eigu borgarinnar. Maður hélt að starfsmenn væru ópólitískir?“ segir Kolbrún.

Sjá einnig: „Okkur finnst þetta dálítið óábyrg bókun“„Mig langar að spyrja forstjórann hvort það sé hluti af starfi upplýsingafulltrúa að gagnrýna kjörna fulltrúa í eigendasveitarfélgögum ef þeir leyfi sér að fjalla um fyrirtækið með gagnrýnum hætti,“ bætti Kolbrún við.

„Hvað yrði sagt ef upplýsingafulltrúi t.d. Vegagerðarinnar eða annars sambærilegs fyrirtækis færi að blanda sér í umræður alþingismanna um samgöngumál og leggja pólitískt mat á bókanir þeirra í samgöngunefnd þingsins?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×