Aron Einar: Ætluðum að ná í þrjú stig sama hvernig við spiluðum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. júní 2019 15:50 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með stigin þrjú sem Ísland sótti gegn Albaníu í undankeppni EM 2020. „Við vorum að leita eftir þremur punktum, sama hvernig það færi og sama hvernig við spiluðum,“ sagði Aron Einar við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. Ísland vann 1-0 sigur með marki frá Jóhanni Berg Guðmundssyni í fyrri hálfleik. „Mér fannst við vera virkilega þéttir í dag, þeir fengu engin færi sem ég man eftir. Nokkrir krossar sem við díluðum við.“ „Við vissum að við höfum þessi gæði í liðinu til þess að klára leiki og Jói gerði það svo sannarlega í dag.“ Þrátt fyrir mikilvægan sigur var frammistaða íslenska liðsins ekki sú besta sem þeir hafa sýnt, þurfa þeir ekki að gera betur á móti Tyrkjum á þriðjudag? „Jú, mér fannst við, sérstaklega undir lokin, hefðum átt að binda sendingarnar betur. Úrslitasendingar sem voru ekki að finna rétta menn. Vantaði smá gæði í þann part af leiknum.“ „Við hefðum getað keyrt skyndisóknir á þá margoft og erum vanalega góðir í því, en við vorum kannski aðeins of passívir. En það kemur með pressunni.“ „Það eru allir búnir að setja pressu á okkur og segja okkur að rífa okkur í gang. Þrír punktar eru virkilega mikilvægir fyrir sjálfstraustið. Nú er vonandi að fólkið flykki sér á völlinn á þriðjudaginn og taki þátt í þessari velgengni og vegferð með okkur því við ætlum okkur á EM.“ Ísland fékk nokkuð mikið af innköstum upp við vítateig andstæðingsins í leiknum, þar sem Aron Einar tók sín löngu innköst. Hvernig fór öxlin út úr þeim öllum? „Öxlin er öll að koma til. En við nýttum þetta ekki nógu vel og þurfum að fara aðeins betur yfir það.“ Tyrkland er næst á dagskrá á þriðjudagskvöld. Íslenska liðið þarf líklega að spila aðeins betri leik til að fara með sigur þar, enda Tyrkir á blaðinu sterkari andstæðingur. „Við vinnum það. Við þurfum að nýta það að við eigum tvo heimaleiki en þeir þurfa að fara í langt ferðalag,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með stigin þrjú sem Ísland sótti gegn Albaníu í undankeppni EM 2020. „Við vorum að leita eftir þremur punktum, sama hvernig það færi og sama hvernig við spiluðum,“ sagði Aron Einar við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. Ísland vann 1-0 sigur með marki frá Jóhanni Berg Guðmundssyni í fyrri hálfleik. „Mér fannst við vera virkilega þéttir í dag, þeir fengu engin færi sem ég man eftir. Nokkrir krossar sem við díluðum við.“ „Við vissum að við höfum þessi gæði í liðinu til þess að klára leiki og Jói gerði það svo sannarlega í dag.“ Þrátt fyrir mikilvægan sigur var frammistaða íslenska liðsins ekki sú besta sem þeir hafa sýnt, þurfa þeir ekki að gera betur á móti Tyrkjum á þriðjudag? „Jú, mér fannst við, sérstaklega undir lokin, hefðum átt að binda sendingarnar betur. Úrslitasendingar sem voru ekki að finna rétta menn. Vantaði smá gæði í þann part af leiknum.“ „Við hefðum getað keyrt skyndisóknir á þá margoft og erum vanalega góðir í því, en við vorum kannski aðeins of passívir. En það kemur með pressunni.“ „Það eru allir búnir að setja pressu á okkur og segja okkur að rífa okkur í gang. Þrír punktar eru virkilega mikilvægir fyrir sjálfstraustið. Nú er vonandi að fólkið flykki sér á völlinn á þriðjudaginn og taki þátt í þessari velgengni og vegferð með okkur því við ætlum okkur á EM.“ Ísland fékk nokkuð mikið af innköstum upp við vítateig andstæðingsins í leiknum, þar sem Aron Einar tók sín löngu innköst. Hvernig fór öxlin út úr þeim öllum? „Öxlin er öll að koma til. En við nýttum þetta ekki nógu vel og þurfum að fara aðeins betur yfir það.“ Tyrkland er næst á dagskrá á þriðjudagskvöld. Íslenska liðið þarf líklega að spila aðeins betri leik til að fara með sigur þar, enda Tyrkir á blaðinu sterkari andstæðingur. „Við vinnum það. Við þurfum að nýta það að við eigum tvo heimaleiki en þeir þurfa að fara í langt ferðalag,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira