Þegar 6 loforð af 100 eru uppfyllt Sara Dögg skrifar 8. júní 2019 14:13 Ár er liðið frá því að núverandi bæjarstjórn Garðabæjar tók til starfa. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins flaggaði 100 loforðum sínum í sérprentaðri útgáfu og bæjarbúar hafa sjálfsagt hugsað sér gott til glóðarinnar að fá svo dugmikla bæjarstjórn til starfa. Á þessu eina ári hefur meirihlutinn hins vegar aðeins lagt 6 tillögur fram til umfjöllunar og samþykktar í bæjarstjórn og hann er ekkert sérstaklega spenntur fyrir lýðræðislegum umræðum um þau mál sem brenna á bæjarbúum. Garðabæjarlistinn hefur á þessu fyrsta starfsári sínum lagt fram 31 tillögu. Þær taka á fjölbreyttum verkefnum sveitarfélagsins, allt frá gagnsærri stjórnsýslu og agaðri vinnubrögðum bæjaryfirvalda til enn stærri mála, s.s. að halda leikskólagjöldum óbreyttum, innleiða Barnasáttmálann í störfum sveitarfélagsins, styðja betur við eldri borgara og auðvelda ungu fólki að búa sér heimili í Garðabæ. Merkilegt nokk hafa sumar þeirra fengið framgang með samþykki bæjarstjórnar. Garðabæjarlistinn er t.d. stoltur af að hafa fengið tillögu sína um hinsegin fræðslu samþykkta. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins er auðvitað löngu búinn að átta sig á misræminu, sem er í framlagi hans og Garðabæjarlistans. Það misræmi hvetur meirihlutann reyndar ekkert sérstaklega til verka, en á því hefur hann fundið auðvelda lausn: Hann tekur einfaldlega hugmyndir og tillögur Garðabæjarlistans, snýr kannski örlítið upp á þær, leggur fram breytingartillögu, vísar málum til nefnda, þvælir málum um kerfið og stekkur svo fram með „eigin“ mál, sem byggja á vinnu Garðabæjarlistans. Eitt skýrasta dæmið um þetta birtist nú í vikunni. Þá hafði Garðabæjarlistinn lagt fram ítarlega tillögu, en henni var hafnað með vísan til þess að einmitt þetta mál væri á leið fyrir næsta bæjarráðsfund, á vegum meirihlutans auðvitað. Í allan vetur hafði Garðabæjarlistinn lagt fram tillögur og ályktanir um málið, en loks þegar kom að því að hrinda því í framkvæmd gætti meirihlutinn þess að hans tillaga um nákvæmlega sama efni fengi framgang. Meirihlutanum er vorkunn að stunda þessi vinnubrögð. Enn eru aðeins 6 af 100 loforðum uppfyllt og ljóst að þegar verkkvíði þjakar fólk verður það að treysta á vinnu annarra. Garðabæjarlistinn vinnur í þágu bæjarbúa allra og tekur því fagnandi þegar góð mál komast til framkvæmda. Meirihlutinn verður að eiga við sjálfan sig hvernig hann kýs að fara með það vald sem hann hefur.Sara Dögg, oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ár er liðið frá því að núverandi bæjarstjórn Garðabæjar tók til starfa. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins flaggaði 100 loforðum sínum í sérprentaðri útgáfu og bæjarbúar hafa sjálfsagt hugsað sér gott til glóðarinnar að fá svo dugmikla bæjarstjórn til starfa. Á þessu eina ári hefur meirihlutinn hins vegar aðeins lagt 6 tillögur fram til umfjöllunar og samþykktar í bæjarstjórn og hann er ekkert sérstaklega spenntur fyrir lýðræðislegum umræðum um þau mál sem brenna á bæjarbúum. Garðabæjarlistinn hefur á þessu fyrsta starfsári sínum lagt fram 31 tillögu. Þær taka á fjölbreyttum verkefnum sveitarfélagsins, allt frá gagnsærri stjórnsýslu og agaðri vinnubrögðum bæjaryfirvalda til enn stærri mála, s.s. að halda leikskólagjöldum óbreyttum, innleiða Barnasáttmálann í störfum sveitarfélagsins, styðja betur við eldri borgara og auðvelda ungu fólki að búa sér heimili í Garðabæ. Merkilegt nokk hafa sumar þeirra fengið framgang með samþykki bæjarstjórnar. Garðabæjarlistinn er t.d. stoltur af að hafa fengið tillögu sína um hinsegin fræðslu samþykkta. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins er auðvitað löngu búinn að átta sig á misræminu, sem er í framlagi hans og Garðabæjarlistans. Það misræmi hvetur meirihlutann reyndar ekkert sérstaklega til verka, en á því hefur hann fundið auðvelda lausn: Hann tekur einfaldlega hugmyndir og tillögur Garðabæjarlistans, snýr kannski örlítið upp á þær, leggur fram breytingartillögu, vísar málum til nefnda, þvælir málum um kerfið og stekkur svo fram með „eigin“ mál, sem byggja á vinnu Garðabæjarlistans. Eitt skýrasta dæmið um þetta birtist nú í vikunni. Þá hafði Garðabæjarlistinn lagt fram ítarlega tillögu, en henni var hafnað með vísan til þess að einmitt þetta mál væri á leið fyrir næsta bæjarráðsfund, á vegum meirihlutans auðvitað. Í allan vetur hafði Garðabæjarlistinn lagt fram tillögur og ályktanir um málið, en loks þegar kom að því að hrinda því í framkvæmd gætti meirihlutinn þess að hans tillaga um nákvæmlega sama efni fengi framgang. Meirihlutanum er vorkunn að stunda þessi vinnubrögð. Enn eru aðeins 6 af 100 loforðum uppfyllt og ljóst að þegar verkkvíði þjakar fólk verður það að treysta á vinnu annarra. Garðabæjarlistinn vinnur í þágu bæjarbúa allra og tekur því fagnandi þegar góð mál komast til framkvæmda. Meirihlutinn verður að eiga við sjálfan sig hvernig hann kýs að fara með það vald sem hann hefur.Sara Dögg, oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar