Segir höfnunina ekki eiga sér stoð í lögum félagsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júní 2019 14:09 Heiðveig María hefur hrist upp í Sjómannafélagi Íslands. Fréttablaðið/Ernir Heiðveig María Einarsdóttir, sem fékk höfnun á framboði sínu til stjórnar Sjómannafélags Íslands, segir höfnunina ekki eiga sér stoð í lögum félagsins. Hún segir hana byggða á huglægu mati kjörstjórnar sem mun funda um málið á þriðjudaginn. Í bréfi sem kjörstjórn sendi Heiðveigu er tekið fram að ástæða höfnunarinnar sé meðal annars sú að listi hennar sé of einsleitur þar sem á listanum séu engir félagsmenn sem starfa á öðrum kjarasamningum félagsins. „Okkar skoðun er sú að þessi höfnun á listanum eigi sér ekki stoð í lögum félagsins. Hún er ekki rökstudd með lagagreinum heldur huglægu mati þeirra að við skulum gæta þess að hafa allar starfsgreinar í félaginu á listanum til að gæta hagsmuna allra,“ sagði Heiðveig María Einarsdóttir. Í 16.gr laga Sjómannafélags Íslands kemur fram að gæta skuli þess að allar starfsgreinar félagsins hafi þar fulltrúa. „Til að byrja með getum við ekki vitað hvaða starfsgreinar eru í gangi í félaginu því við höfum ekki félagalista. Það er hvergi tekið fram. Hvorki á heimasíðunni né í lögum, auglýsingu eða með framboðinu,“ sagði Heiðveig. Því segir hún óeðlilegt að listanum sé hafnað og þau sett í þá stöðu enn eina ferðina enn að setja saman framboð og safna saman meðmælendum, en listinn fékk frest til að bjóða fram á ný til 10. júní. Aðspurð hvort listinn muni bjóða fram aftur segir hún það ekki tækt. „Nei ég held að það liggi ljóst fyrir að við séum ekki að fara að standa í því. Við höfnum því að fara í þá aðgerð aftur. Við teljum okkur vera með lista samkvæmt öllum þeim kröfum sem settar eru fram og við hvetjum kjörstjórn til að endurskoða hana,“ sagði Heiðveig. Kjörstjórn mun funda um málið á þriðjudaginn. „Það eina sem við viljum er bara að fá að bjóða fram. Ef félagsmönnum finnst listinn of einsleitur, ef þeim finnst of margir krullhærðir, rauðhærðir, of margir á svona skipum eða hinsegin skipum þá bara kjósa þeir hinn listann. Það er ekkert flóknara en það. Það á ekki að vera í höndum kjörstjórnar að ákveða huglægt mat um svona hluti. Þetta er í höndum félagsmanna þegar kemur að kosningu. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir, sem fékk höfnun á framboði sínu til stjórnar Sjómannafélags Íslands, segir höfnunina ekki eiga sér stoð í lögum félagsins. Hún segir hana byggða á huglægu mati kjörstjórnar sem mun funda um málið á þriðjudaginn. Í bréfi sem kjörstjórn sendi Heiðveigu er tekið fram að ástæða höfnunarinnar sé meðal annars sú að listi hennar sé of einsleitur þar sem á listanum séu engir félagsmenn sem starfa á öðrum kjarasamningum félagsins. „Okkar skoðun er sú að þessi höfnun á listanum eigi sér ekki stoð í lögum félagsins. Hún er ekki rökstudd með lagagreinum heldur huglægu mati þeirra að við skulum gæta þess að hafa allar starfsgreinar í félaginu á listanum til að gæta hagsmuna allra,“ sagði Heiðveig María Einarsdóttir. Í 16.gr laga Sjómannafélags Íslands kemur fram að gæta skuli þess að allar starfsgreinar félagsins hafi þar fulltrúa. „Til að byrja með getum við ekki vitað hvaða starfsgreinar eru í gangi í félaginu því við höfum ekki félagalista. Það er hvergi tekið fram. Hvorki á heimasíðunni né í lögum, auglýsingu eða með framboðinu,“ sagði Heiðveig. Því segir hún óeðlilegt að listanum sé hafnað og þau sett í þá stöðu enn eina ferðina enn að setja saman framboð og safna saman meðmælendum, en listinn fékk frest til að bjóða fram á ný til 10. júní. Aðspurð hvort listinn muni bjóða fram aftur segir hún það ekki tækt. „Nei ég held að það liggi ljóst fyrir að við séum ekki að fara að standa í því. Við höfnum því að fara í þá aðgerð aftur. Við teljum okkur vera með lista samkvæmt öllum þeim kröfum sem settar eru fram og við hvetjum kjörstjórn til að endurskoða hana,“ sagði Heiðveig. Kjörstjórn mun funda um málið á þriðjudaginn. „Það eina sem við viljum er bara að fá að bjóða fram. Ef félagsmönnum finnst listinn of einsleitur, ef þeim finnst of margir krullhærðir, rauðhærðir, of margir á svona skipum eða hinsegin skipum þá bara kjósa þeir hinn listann. Það er ekkert flóknara en það. Það á ekki að vera í höndum kjörstjórnar að ákveða huglægt mat um svona hluti. Þetta er í höndum félagsmanna þegar kemur að kosningu.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira