Segir höfnunina ekki eiga sér stoð í lögum félagsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júní 2019 14:09 Heiðveig María hefur hrist upp í Sjómannafélagi Íslands. Fréttablaðið/Ernir Heiðveig María Einarsdóttir, sem fékk höfnun á framboði sínu til stjórnar Sjómannafélags Íslands, segir höfnunina ekki eiga sér stoð í lögum félagsins. Hún segir hana byggða á huglægu mati kjörstjórnar sem mun funda um málið á þriðjudaginn. Í bréfi sem kjörstjórn sendi Heiðveigu er tekið fram að ástæða höfnunarinnar sé meðal annars sú að listi hennar sé of einsleitur þar sem á listanum séu engir félagsmenn sem starfa á öðrum kjarasamningum félagsins. „Okkar skoðun er sú að þessi höfnun á listanum eigi sér ekki stoð í lögum félagsins. Hún er ekki rökstudd með lagagreinum heldur huglægu mati þeirra að við skulum gæta þess að hafa allar starfsgreinar í félaginu á listanum til að gæta hagsmuna allra,“ sagði Heiðveig María Einarsdóttir. Í 16.gr laga Sjómannafélags Íslands kemur fram að gæta skuli þess að allar starfsgreinar félagsins hafi þar fulltrúa. „Til að byrja með getum við ekki vitað hvaða starfsgreinar eru í gangi í félaginu því við höfum ekki félagalista. Það er hvergi tekið fram. Hvorki á heimasíðunni né í lögum, auglýsingu eða með framboðinu,“ sagði Heiðveig. Því segir hún óeðlilegt að listanum sé hafnað og þau sett í þá stöðu enn eina ferðina enn að setja saman framboð og safna saman meðmælendum, en listinn fékk frest til að bjóða fram á ný til 10. júní. Aðspurð hvort listinn muni bjóða fram aftur segir hún það ekki tækt. „Nei ég held að það liggi ljóst fyrir að við séum ekki að fara að standa í því. Við höfnum því að fara í þá aðgerð aftur. Við teljum okkur vera með lista samkvæmt öllum þeim kröfum sem settar eru fram og við hvetjum kjörstjórn til að endurskoða hana,“ sagði Heiðveig. Kjörstjórn mun funda um málið á þriðjudaginn. „Það eina sem við viljum er bara að fá að bjóða fram. Ef félagsmönnum finnst listinn of einsleitur, ef þeim finnst of margir krullhærðir, rauðhærðir, of margir á svona skipum eða hinsegin skipum þá bara kjósa þeir hinn listann. Það er ekkert flóknara en það. Það á ekki að vera í höndum kjörstjórnar að ákveða huglægt mat um svona hluti. Þetta er í höndum félagsmanna þegar kemur að kosningu. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir, sem fékk höfnun á framboði sínu til stjórnar Sjómannafélags Íslands, segir höfnunina ekki eiga sér stoð í lögum félagsins. Hún segir hana byggða á huglægu mati kjörstjórnar sem mun funda um málið á þriðjudaginn. Í bréfi sem kjörstjórn sendi Heiðveigu er tekið fram að ástæða höfnunarinnar sé meðal annars sú að listi hennar sé of einsleitur þar sem á listanum séu engir félagsmenn sem starfa á öðrum kjarasamningum félagsins. „Okkar skoðun er sú að þessi höfnun á listanum eigi sér ekki stoð í lögum félagsins. Hún er ekki rökstudd með lagagreinum heldur huglægu mati þeirra að við skulum gæta þess að hafa allar starfsgreinar í félaginu á listanum til að gæta hagsmuna allra,“ sagði Heiðveig María Einarsdóttir. Í 16.gr laga Sjómannafélags Íslands kemur fram að gæta skuli þess að allar starfsgreinar félagsins hafi þar fulltrúa. „Til að byrja með getum við ekki vitað hvaða starfsgreinar eru í gangi í félaginu því við höfum ekki félagalista. Það er hvergi tekið fram. Hvorki á heimasíðunni né í lögum, auglýsingu eða með framboðinu,“ sagði Heiðveig. Því segir hún óeðlilegt að listanum sé hafnað og þau sett í þá stöðu enn eina ferðina enn að setja saman framboð og safna saman meðmælendum, en listinn fékk frest til að bjóða fram á ný til 10. júní. Aðspurð hvort listinn muni bjóða fram aftur segir hún það ekki tækt. „Nei ég held að það liggi ljóst fyrir að við séum ekki að fara að standa í því. Við höfnum því að fara í þá aðgerð aftur. Við teljum okkur vera með lista samkvæmt öllum þeim kröfum sem settar eru fram og við hvetjum kjörstjórn til að endurskoða hana,“ sagði Heiðveig. Kjörstjórn mun funda um málið á þriðjudaginn. „Það eina sem við viljum er bara að fá að bjóða fram. Ef félagsmönnum finnst listinn of einsleitur, ef þeim finnst of margir krullhærðir, rauðhærðir, of margir á svona skipum eða hinsegin skipum þá bara kjósa þeir hinn listann. Það er ekkert flóknara en það. Það á ekki að vera í höndum kjörstjórnar að ákveða huglægt mat um svona hluti. Þetta er í höndum félagsmanna þegar kemur að kosningu.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira