Hættu við risasamruna Fiat Chrysler og Renault Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2019 07:49 Samruni Renault og Fiat Chrysler átti að draga úr kostnaði beggja fyrirtækja auk þess sem síðarnefnda fyrirtækið vildi komast yfir rafbílatækni þess fyrrnefnda. Vísir/EPA Stjórnendur bílaframleiðandans Fiat Chrysler segjast hafa fallið frá 35 milljarða dollara samrunatilboði til Renault og vísa til afskipta franskra stjórnvalda af samrunanum. Hefði hann gengið í gegn hefði sameinað fyrirtæki orðið þriðji stærsti bílaframleiðandi heims. Franska ríkisstjórnin á 15% hlut í Renault. Reuters-fréttastofan segir að hún hafi viljað fresta ákvörðun um samrunann til að tryggja stuðning Nissan, samstarfsfyrirtækis Renault, við hann. Stjórnendur Nissan vildu ekki taka afstöðu til samrunans. Þá eru frönsk stjórnvöld hafa reynt að fá tryggingar frá Fiat Chrysler um að störf í Frakklandi myndu ekki glatast og að franskir hluthafar fengju arðgreiðslu, þar á meðal franski ríkissjóðurinn. „Það er orðið ljóst að pólitískar aðstæður í Frakklandi eru ekki til staðar þessa stundina til að slíkur samruni geti orðið að veruleika,“ sagði í yfirlýsingu Fiat Chrysler í morgun. Stjórn Renault segist ekki hafa getað tekið ákvörðun vegna kröfu franska ríkisins um að fresta atkvæðagreiðslu um samrunann. Bílar Frakkland Tengdar fréttir Funda um sameiningu Renault og Fiat Chrysler Ítalsk-ameríski bílarisinn Fiat Chrysler hefur stungið upp á sameiningu við franska bílaframleiðandann Renault. Frá þessu var greint í morgun en ef áformin ganga eftir verður um að ræða þriðja stærsta bílaframleiðanda heims. 27. maí 2019 07:40 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Stjórnendur bílaframleiðandans Fiat Chrysler segjast hafa fallið frá 35 milljarða dollara samrunatilboði til Renault og vísa til afskipta franskra stjórnvalda af samrunanum. Hefði hann gengið í gegn hefði sameinað fyrirtæki orðið þriðji stærsti bílaframleiðandi heims. Franska ríkisstjórnin á 15% hlut í Renault. Reuters-fréttastofan segir að hún hafi viljað fresta ákvörðun um samrunann til að tryggja stuðning Nissan, samstarfsfyrirtækis Renault, við hann. Stjórnendur Nissan vildu ekki taka afstöðu til samrunans. Þá eru frönsk stjórnvöld hafa reynt að fá tryggingar frá Fiat Chrysler um að störf í Frakklandi myndu ekki glatast og að franskir hluthafar fengju arðgreiðslu, þar á meðal franski ríkissjóðurinn. „Það er orðið ljóst að pólitískar aðstæður í Frakklandi eru ekki til staðar þessa stundina til að slíkur samruni geti orðið að veruleika,“ sagði í yfirlýsingu Fiat Chrysler í morgun. Stjórn Renault segist ekki hafa getað tekið ákvörðun vegna kröfu franska ríkisins um að fresta atkvæðagreiðslu um samrunann.
Bílar Frakkland Tengdar fréttir Funda um sameiningu Renault og Fiat Chrysler Ítalsk-ameríski bílarisinn Fiat Chrysler hefur stungið upp á sameiningu við franska bílaframleiðandann Renault. Frá þessu var greint í morgun en ef áformin ganga eftir verður um að ræða þriðja stærsta bílaframleiðanda heims. 27. maí 2019 07:40 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Funda um sameiningu Renault og Fiat Chrysler Ítalsk-ameríski bílarisinn Fiat Chrysler hefur stungið upp á sameiningu við franska bílaframleiðandann Renault. Frá þessu var greint í morgun en ef áformin ganga eftir verður um að ræða þriðja stærsta bílaframleiðanda heims. 27. maí 2019 07:40