Glíman við hindranirnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. júní 2019 07:30 Framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar hefur í ýmis horn að líta. Fréttablaðið/Stefán „Það má segja að við höldum upp á sextugsafmælið allt árið en fögnuðum því á sjálfan afmælisdaginn, 5. júní, með starfsfólki og íbúum hér í húsinu að Hátúni 12,“ segir Þorsteinn Frímann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar. Hann segir 43 einstaklinga, mismikið hreyfihamlaða, búa í húsinu og nýta sér þjónustu Sjálfsbjargarheimilisins. „Síðan erum við með þjónustumiðstöð, sem er dagdeild, þangað koma um 60 manns á dag í alls konar þjálfun og endurhæfingu. Einnig leigjum við út nokkrar íbúðir, rekum hjálpartækjaleigu og höfum rekið þekkingarmiðstöð sem heldur úti vefsíðu og safnar saman alls konar upplýsingum um réttindamál. Þetta er dálítið batterí.“ Fyrstu fimm Sjálfsbjargarfélögin voru stofnuð árið 1958, það voru þau sem stofnuðu landssamtökin árið 1959. Upphafið má rekja til Siglufjarðar, þar var fyrsta félagið stofnað, að sögn Þorsteins. „Undirtitill samtakanna var landssamtök fatlaðra lengi vel, þá var málskilningurinn í landinu á þann veg að það væru einungis hreyfihamlaðir sem væru fatlaðir, aðrir sem nú falla undir fatlaða voru skilgreindir með öðrum hætti. En Sjálfsbjörg hefur alltaf unnið að málefnum hreyfihamlaðra og því breyttum við undirtitlinum í samræmi við það, landssamband hreyfihamlaðra. Okkar regnhlífarsamtök eru svo Öryrkjabandalagið og þar erum við meðal stofnfélaga.“ Þorsteinn segir helsta málefnastarf Sjálfsbjargar vera að útrýma aðgangshindrunum og þar hafi margt breyst til bóta á 60 árum. Þó sé alltaf verið að hnjóta um eitthvað. „Við fengum þær fréttir nýlega að í Háskóla Íslands væru svo há borð í náttúrufræðitilraunastofu að fólk í hjólastól næmi með enni við borðbrúnina. Svo var verið að byggja sjóböð á Húsavík en þar komast hreyfihamlaðir ekki að. Það er verið að tala um að breyta Laugaveginum í göngugötu en fólk sem á erfitt með gang leggur ekki í bílastæðahúsi við Hverfisgötuna og labbar svo Laugaveginn. Við mótmæltum þeim breytingum harðlega. Þegar hindranirnar verða allar farnar getum við lagt samtökin niður, en það er ekki alveg hinum megin við hornið.“ Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
„Það má segja að við höldum upp á sextugsafmælið allt árið en fögnuðum því á sjálfan afmælisdaginn, 5. júní, með starfsfólki og íbúum hér í húsinu að Hátúni 12,“ segir Þorsteinn Frímann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar. Hann segir 43 einstaklinga, mismikið hreyfihamlaða, búa í húsinu og nýta sér þjónustu Sjálfsbjargarheimilisins. „Síðan erum við með þjónustumiðstöð, sem er dagdeild, þangað koma um 60 manns á dag í alls konar þjálfun og endurhæfingu. Einnig leigjum við út nokkrar íbúðir, rekum hjálpartækjaleigu og höfum rekið þekkingarmiðstöð sem heldur úti vefsíðu og safnar saman alls konar upplýsingum um réttindamál. Þetta er dálítið batterí.“ Fyrstu fimm Sjálfsbjargarfélögin voru stofnuð árið 1958, það voru þau sem stofnuðu landssamtökin árið 1959. Upphafið má rekja til Siglufjarðar, þar var fyrsta félagið stofnað, að sögn Þorsteins. „Undirtitill samtakanna var landssamtök fatlaðra lengi vel, þá var málskilningurinn í landinu á þann veg að það væru einungis hreyfihamlaðir sem væru fatlaðir, aðrir sem nú falla undir fatlaða voru skilgreindir með öðrum hætti. En Sjálfsbjörg hefur alltaf unnið að málefnum hreyfihamlaðra og því breyttum við undirtitlinum í samræmi við það, landssamband hreyfihamlaðra. Okkar regnhlífarsamtök eru svo Öryrkjabandalagið og þar erum við meðal stofnfélaga.“ Þorsteinn segir helsta málefnastarf Sjálfsbjargar vera að útrýma aðgangshindrunum og þar hafi margt breyst til bóta á 60 árum. Þó sé alltaf verið að hnjóta um eitthvað. „Við fengum þær fréttir nýlega að í Háskóla Íslands væru svo há borð í náttúrufræðitilraunastofu að fólk í hjólastól næmi með enni við borðbrúnina. Svo var verið að byggja sjóböð á Húsavík en þar komast hreyfihamlaðir ekki að. Það er verið að tala um að breyta Laugaveginum í göngugötu en fólk sem á erfitt með gang leggur ekki í bílastæðahúsi við Hverfisgötuna og labbar svo Laugaveginn. Við mótmæltum þeim breytingum harðlega. Þegar hindranirnar verða allar farnar getum við lagt samtökin niður, en það er ekki alveg hinum megin við hornið.“
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira