Glíman við hindranirnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. júní 2019 07:30 Framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar hefur í ýmis horn að líta. Fréttablaðið/Stefán „Það má segja að við höldum upp á sextugsafmælið allt árið en fögnuðum því á sjálfan afmælisdaginn, 5. júní, með starfsfólki og íbúum hér í húsinu að Hátúni 12,“ segir Þorsteinn Frímann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar. Hann segir 43 einstaklinga, mismikið hreyfihamlaða, búa í húsinu og nýta sér þjónustu Sjálfsbjargarheimilisins. „Síðan erum við með þjónustumiðstöð, sem er dagdeild, þangað koma um 60 manns á dag í alls konar þjálfun og endurhæfingu. Einnig leigjum við út nokkrar íbúðir, rekum hjálpartækjaleigu og höfum rekið þekkingarmiðstöð sem heldur úti vefsíðu og safnar saman alls konar upplýsingum um réttindamál. Þetta er dálítið batterí.“ Fyrstu fimm Sjálfsbjargarfélögin voru stofnuð árið 1958, það voru þau sem stofnuðu landssamtökin árið 1959. Upphafið má rekja til Siglufjarðar, þar var fyrsta félagið stofnað, að sögn Þorsteins. „Undirtitill samtakanna var landssamtök fatlaðra lengi vel, þá var málskilningurinn í landinu á þann veg að það væru einungis hreyfihamlaðir sem væru fatlaðir, aðrir sem nú falla undir fatlaða voru skilgreindir með öðrum hætti. En Sjálfsbjörg hefur alltaf unnið að málefnum hreyfihamlaðra og því breyttum við undirtitlinum í samræmi við það, landssamband hreyfihamlaðra. Okkar regnhlífarsamtök eru svo Öryrkjabandalagið og þar erum við meðal stofnfélaga.“ Þorsteinn segir helsta málefnastarf Sjálfsbjargar vera að útrýma aðgangshindrunum og þar hafi margt breyst til bóta á 60 árum. Þó sé alltaf verið að hnjóta um eitthvað. „Við fengum þær fréttir nýlega að í Háskóla Íslands væru svo há borð í náttúrufræðitilraunastofu að fólk í hjólastól næmi með enni við borðbrúnina. Svo var verið að byggja sjóböð á Húsavík en þar komast hreyfihamlaðir ekki að. Það er verið að tala um að breyta Laugaveginum í göngugötu en fólk sem á erfitt með gang leggur ekki í bílastæðahúsi við Hverfisgötuna og labbar svo Laugaveginn. Við mótmæltum þeim breytingum harðlega. Þegar hindranirnar verða allar farnar getum við lagt samtökin niður, en það er ekki alveg hinum megin við hornið.“ Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sjá meira
„Það má segja að við höldum upp á sextugsafmælið allt árið en fögnuðum því á sjálfan afmælisdaginn, 5. júní, með starfsfólki og íbúum hér í húsinu að Hátúni 12,“ segir Þorsteinn Frímann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar. Hann segir 43 einstaklinga, mismikið hreyfihamlaða, búa í húsinu og nýta sér þjónustu Sjálfsbjargarheimilisins. „Síðan erum við með þjónustumiðstöð, sem er dagdeild, þangað koma um 60 manns á dag í alls konar þjálfun og endurhæfingu. Einnig leigjum við út nokkrar íbúðir, rekum hjálpartækjaleigu og höfum rekið þekkingarmiðstöð sem heldur úti vefsíðu og safnar saman alls konar upplýsingum um réttindamál. Þetta er dálítið batterí.“ Fyrstu fimm Sjálfsbjargarfélögin voru stofnuð árið 1958, það voru þau sem stofnuðu landssamtökin árið 1959. Upphafið má rekja til Siglufjarðar, þar var fyrsta félagið stofnað, að sögn Þorsteins. „Undirtitill samtakanna var landssamtök fatlaðra lengi vel, þá var málskilningurinn í landinu á þann veg að það væru einungis hreyfihamlaðir sem væru fatlaðir, aðrir sem nú falla undir fatlaða voru skilgreindir með öðrum hætti. En Sjálfsbjörg hefur alltaf unnið að málefnum hreyfihamlaðra og því breyttum við undirtitlinum í samræmi við það, landssamband hreyfihamlaðra. Okkar regnhlífarsamtök eru svo Öryrkjabandalagið og þar erum við meðal stofnfélaga.“ Þorsteinn segir helsta málefnastarf Sjálfsbjargar vera að útrýma aðgangshindrunum og þar hafi margt breyst til bóta á 60 árum. Þó sé alltaf verið að hnjóta um eitthvað. „Við fengum þær fréttir nýlega að í Háskóla Íslands væru svo há borð í náttúrufræðitilraunastofu að fólk í hjólastól næmi með enni við borðbrúnina. Svo var verið að byggja sjóböð á Húsavík en þar komast hreyfihamlaðir ekki að. Það er verið að tala um að breyta Laugaveginum í göngugötu en fólk sem á erfitt með gang leggur ekki í bílastæðahúsi við Hverfisgötuna og labbar svo Laugaveginn. Við mótmæltum þeim breytingum harðlega. Þegar hindranirnar verða allar farnar getum við lagt samtökin niður, en það er ekki alveg hinum megin við hornið.“
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sjá meira