Umferð um Vaðlaheiðargöng örlítið undir væntingum í upphafi Sveinn Arnarsson skrifar 5. júní 2019 08:30 Hilmar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga ehf. Samkvæmt umferðarteljara Vegagerðarinnar við Vaðlaheiðargöng eru líkur á að umferð um göngin verði um 1.750 bílar á dag á ársgrundvelli. Um 350 bílar fara á dag um Víkurskarðið á sama tíma ef spá Vegagerðarinnar mun ganga eftir. Formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga segir þetta örlítið minni umferð en vonast var eftir í upphafi. Ef spá Vegagerðarinnar gengur eftir munu því um 2.100 bílar aka milli Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslna á degi hverjum að jafnaði í ár. Það er meiri umferð en miðspá Vegagerðarinnar gerði ráð fyrir þegar hún var sett saman árið 2016. Hilmar Gunnlaugsson er formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga ehf. „Þessar tölur eru örlítið lægri en við gerðum ráð fyrir. Þetta þarf hins vegar ekki að setja mikið strik í reikninginn hjá okkur hvað varðar endurgreiðslur af láninu. Það fer auðvitað eftir því hversu hátt meðalverðið verður í gegnum göngin,“ segir Hilmar. Til að byrja með var meðalverðið í göngunum lágt þar sem að miklu leyti var um heimamenn að ræða sem höfðu keypt margar ferðir á miklum afslætti. Meðalverðið hefur hins vegar hækkað mikið á skömmum tíma. „Nú er svo komið að verðið er á milli 1.300 og 1.400 krónur og við vonumst eftir að verðið nái upp í um 1.500 krónur á hverja ferð í gegnum göngin. Það er of snemmt að segja til um í dag hvernig þetta verður en þróunin er upp á við hvað þetta varðar,“ segir Hilmar. Þá segir formaður stjórnarinnar að jafnframt hafi verið gerðar breytingar á gjaldskrá Vaðlaheiðarganga. „Sem gerir það viðráðanlegra fyrir bíla rétt yfir 3,5 tonn að fara göngin. Okkar von er því að þetta muni lagast enn frekar,“ segir Hilmar Gunnlaugsson. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Samkvæmt umferðarteljara Vegagerðarinnar við Vaðlaheiðargöng eru líkur á að umferð um göngin verði um 1.750 bílar á dag á ársgrundvelli. Um 350 bílar fara á dag um Víkurskarðið á sama tíma ef spá Vegagerðarinnar mun ganga eftir. Formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga segir þetta örlítið minni umferð en vonast var eftir í upphafi. Ef spá Vegagerðarinnar gengur eftir munu því um 2.100 bílar aka milli Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslna á degi hverjum að jafnaði í ár. Það er meiri umferð en miðspá Vegagerðarinnar gerði ráð fyrir þegar hún var sett saman árið 2016. Hilmar Gunnlaugsson er formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga ehf. „Þessar tölur eru örlítið lægri en við gerðum ráð fyrir. Þetta þarf hins vegar ekki að setja mikið strik í reikninginn hjá okkur hvað varðar endurgreiðslur af láninu. Það fer auðvitað eftir því hversu hátt meðalverðið verður í gegnum göngin,“ segir Hilmar. Til að byrja með var meðalverðið í göngunum lágt þar sem að miklu leyti var um heimamenn að ræða sem höfðu keypt margar ferðir á miklum afslætti. Meðalverðið hefur hins vegar hækkað mikið á skömmum tíma. „Nú er svo komið að verðið er á milli 1.300 og 1.400 krónur og við vonumst eftir að verðið nái upp í um 1.500 krónur á hverja ferð í gegnum göngin. Það er of snemmt að segja til um í dag hvernig þetta verður en þróunin er upp á við hvað þetta varðar,“ segir Hilmar. Þá segir formaður stjórnarinnar að jafnframt hafi verið gerðar breytingar á gjaldskrá Vaðlaheiðarganga. „Sem gerir það viðráðanlegra fyrir bíla rétt yfir 3,5 tonn að fara göngin. Okkar von er því að þetta muni lagast enn frekar,“ segir Hilmar Gunnlaugsson.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira