Eflum fullveldi Íslands Kjartan Þór Ingason skrifar 4. júní 2019 16:08 Í umræðunni um þriðja orkupakkann, sem hefur vægast sagt fengið talsverða athygli í samfélaginu seinustu misseri, er oft minnst á Samninginn um Evrópska Efnhagsvæðið (EES). Samningurinn hefur haft gífurlega jákvæð áhrif á íslenskt samfélag seinastliðin 25 ár. Aðild Íslands að samningnum hefur bætt lífskjör landsmanna, tryggt íslenskum fyrirtækjum aðgang að evrópskum mörkuðum, bætt neytendavernd, og veitt Íslendingum frelsi til að starfa, stunda nám og setjast að hvar sem er innan EES-svæðisins svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir alla fjölmörgu kosti EES-samningsins hefur samningurinn ýmsa vankanta, til að mynda er varða samningsstöðu Íslands. EES-samningurinn byggir á hugmyndafræði um hið svo kallaða tveggja stoða kerfis, sem þýðir að Ísland ásamt Noregi og Lichtenstein skuldbinda sig til að innleiða drjúgan hluta reglugerða og tilskipana aðildaríkja ESB þrátt fyrir að vera ekki meðlimir að Sambandinu, gegn því að fá aðild að innri markaði ESB. Í stuttu máli ber íslenska ríkinu skylda til að innleiða viðeigandi tilskipanir og reglugerðir án þess að koma að málsmeðferð þeirra með beinum hætti frá upphafi innan framkvæmdarstjórnar ESB, án aðkomu innan ráðherraráðs ESB og án þáttökuréttar til atkvæðagreiðslu innan Evrópuþingsins.En hvernig er hægt að bæta þennan vanda? Þó EES-ríkin geti vissulega komið athugasemdum sínum um efnisatriði mála á framfæri til framkvæmdarstjórnar ESB í gegnum sameiginlegu EES-nefndina, þá hefst það ferli ekki fyrr en á síðari hluta málefnavinnunnar. Sú staða er ekki ósvipuð því að taka þátt í kökubakstri en fá einungis að koma með hugmynd að uppskrift eftir að deigið er komið í formið. Þetta atriði skiptir veigamiklu máli fyrir hagsmuni Íslands, enda er mun auðveldara að hafa áhrif á þróun tilskipana og reglugerða ESB í upphafi málefnavinnunnar frekar en á lokametrum málaundirbúnings. Með inngöngu Íslands í ESB myndi staðan gjörbreytast og styrkja samningsstöðu landsins. Ísland fengi einn fulltrúa í framkvæmdarstjórn ESB líkt og öll önnur aðildaríki, ráðherrar landsins fengju sæti í ráðherraráði ESB og Ísland fengi þjóðkjörna þingmenn inn á Evrópuþingið. Þar að leiðandi myndi Ísland öðlast sæti við borðið sem fullvalda ríki í samstarfi við önnur fullvalda ríki og tæki virkan þátt í mótun sameiginlegra reglugerða frá hugmyndarstigi til endapunkts. Sumir telja að inganga Íslands í ESB sé ógn við fullveldi landsins, en ég tel að þvert á móti muni aðild Íslands að Sambandinu ekki einungis bjóða upp á aukin lífsgæði fyrir landsmenn heldur einnig styrkja fullveldi Ísland í samanburði við núverandi fyrirkomulag. Í stað þess að þurfa hokra frammi á gangi í þeirri von um að vinaþjóðir okkar komi áherslum okkar á framfæri getum tekið málin í okkar eigin. Máltækið segir að margur er klár þótt hann sé smár og Ísland hefur sýnt það og sannað að þó við séum ekki fjölmennt samfélag höfum við alla burði til að vera virkur þáttakandi í alþjóðasamfélaginu. Tökum umræðuna, krefjumst þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn Íslands í ESB og styrkjum áhrif Íslands í mótun ESB/EES reglugerða sem fullvalda ríki meðal fullvaldra ríkja. Það er tími til kominn að Alþingi sýni það og sanni að það treysti landsmönnum til að ákvarða eigin framtíð.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og situr í stjórn Ungra Evrópusinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni um þriðja orkupakkann, sem hefur vægast sagt fengið talsverða athygli í samfélaginu seinustu misseri, er oft minnst á Samninginn um Evrópska Efnhagsvæðið (EES). Samningurinn hefur haft gífurlega jákvæð áhrif á íslenskt samfélag seinastliðin 25 ár. Aðild Íslands að samningnum hefur bætt lífskjör landsmanna, tryggt íslenskum fyrirtækjum aðgang að evrópskum mörkuðum, bætt neytendavernd, og veitt Íslendingum frelsi til að starfa, stunda nám og setjast að hvar sem er innan EES-svæðisins svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir alla fjölmörgu kosti EES-samningsins hefur samningurinn ýmsa vankanta, til að mynda er varða samningsstöðu Íslands. EES-samningurinn byggir á hugmyndafræði um hið svo kallaða tveggja stoða kerfis, sem þýðir að Ísland ásamt Noregi og Lichtenstein skuldbinda sig til að innleiða drjúgan hluta reglugerða og tilskipana aðildaríkja ESB þrátt fyrir að vera ekki meðlimir að Sambandinu, gegn því að fá aðild að innri markaði ESB. Í stuttu máli ber íslenska ríkinu skylda til að innleiða viðeigandi tilskipanir og reglugerðir án þess að koma að málsmeðferð þeirra með beinum hætti frá upphafi innan framkvæmdarstjórnar ESB, án aðkomu innan ráðherraráðs ESB og án þáttökuréttar til atkvæðagreiðslu innan Evrópuþingsins.En hvernig er hægt að bæta þennan vanda? Þó EES-ríkin geti vissulega komið athugasemdum sínum um efnisatriði mála á framfæri til framkvæmdarstjórnar ESB í gegnum sameiginlegu EES-nefndina, þá hefst það ferli ekki fyrr en á síðari hluta málefnavinnunnar. Sú staða er ekki ósvipuð því að taka þátt í kökubakstri en fá einungis að koma með hugmynd að uppskrift eftir að deigið er komið í formið. Þetta atriði skiptir veigamiklu máli fyrir hagsmuni Íslands, enda er mun auðveldara að hafa áhrif á þróun tilskipana og reglugerða ESB í upphafi málefnavinnunnar frekar en á lokametrum málaundirbúnings. Með inngöngu Íslands í ESB myndi staðan gjörbreytast og styrkja samningsstöðu landsins. Ísland fengi einn fulltrúa í framkvæmdarstjórn ESB líkt og öll önnur aðildaríki, ráðherrar landsins fengju sæti í ráðherraráði ESB og Ísland fengi þjóðkjörna þingmenn inn á Evrópuþingið. Þar að leiðandi myndi Ísland öðlast sæti við borðið sem fullvalda ríki í samstarfi við önnur fullvalda ríki og tæki virkan þátt í mótun sameiginlegra reglugerða frá hugmyndarstigi til endapunkts. Sumir telja að inganga Íslands í ESB sé ógn við fullveldi landsins, en ég tel að þvert á móti muni aðild Íslands að Sambandinu ekki einungis bjóða upp á aukin lífsgæði fyrir landsmenn heldur einnig styrkja fullveldi Ísland í samanburði við núverandi fyrirkomulag. Í stað þess að þurfa hokra frammi á gangi í þeirri von um að vinaþjóðir okkar komi áherslum okkar á framfæri getum tekið málin í okkar eigin. Máltækið segir að margur er klár þótt hann sé smár og Ísland hefur sýnt það og sannað að þó við séum ekki fjölmennt samfélag höfum við alla burði til að vera virkur þáttakandi í alþjóðasamfélaginu. Tökum umræðuna, krefjumst þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn Íslands í ESB og styrkjum áhrif Íslands í mótun ESB/EES reglugerða sem fullvalda ríki meðal fullvaldra ríkja. Það er tími til kominn að Alþingi sýni það og sanni að það treysti landsmönnum til að ákvarða eigin framtíð.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og situr í stjórn Ungra Evrópusinna.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun