Kynntu innviðauppbyggingu fyrir orkuskipti í samgöngum Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2019 15:18 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, þegar þau kynntu innviðauppbygginguna í dag. Kristinn Magnússon Þrjú ráðuneyti ríkisstjórnarinnar kynntu í dag aðgerðir til byggja upp innviði fyrir orkuskipti í samgöngum. Fjölga á hraðhleðslustöðvum fyrir rafknúna bíla við þjóðveginn verulega og hefja átak með ferðaþjónustunni til að rafvæða bílaleigubílflotann. Tæpum hálfum milljarði króna verður verið í orkuskiptin næstu tvö árin. Þriðjungur þeirrar losunar gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda gagnvart alþjóðlegum sáttmálum kemur frá vegasamgöngum. Stærsta einstaka aðgerðin sem mögulegt er að ráðast í til að mæta skuldbindingum Íslands er því að draga úr þessari losun með breyttum ferðavenjum og orkuskiptum í vegasamgöngum, að því er segir í tilkynningu. Rafvæðing fólksbílaflotans á að skila mestu í orkuskiptunum en gert er ráð fyrir að hún geti skilað allt að 250.000 tonna árlegum samdrætti í losun. Tilkynnt var í dag um ráðstöfun 450 milljóna króna vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019-2020 en samkvæmt fjármálaáætlun er áætlað að verja 1,5 milljarði króna til orkuskipta á fimm ára tímabili. Verkefnin sem voru kynnt í dag byggja á tillögum starfshóps sem umhverfis- og auðlindaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipuðu í byrjun árs og var falið að móta tillögur um aðgerðir til að hraða orkuskiptum hér á landi, í samræmi við aðgerðaáætlanir um loftslagsmál og orkuskipti. Ríkisstjórnin vill ryðja hindrunum í vegi ferða rafbíla á milli landshluta úr vegi. Kallað verður eftir umsóknum um fjárfestingarstyrki til uppbyggingar hraðhleðslustöðva á lykilstöðum við þjóðvegi landsins, með áherslu á næstu kynslóð hleðslustöðva sem bjóða upp á mun styttri hleðslutíma en núverandi stöðvar gera. Til úthlutunar til þessa verkefnis eru samtals 200 milljónir króna og hefur Orkusjóði verið falið að sjá um úthlutun styrkja til átaksverkefnisins. Vegna mótframlags umsækjenda má áætla að heildarupphæð uppbyggingarinnar verði að lágmarki 400 milljónir króna. Ráðist verður í átaksverkefni um að fjölga hleðslumöguleikum við gististaði vítt og breitt um landið. Með því er liðkað fyrir orkuskiptum hjá bílaleigum en áhrif innkaupa bílaleiga á samsetningu bílaflotans hér á landi eru veruleg þar sem bílaleigubílar eru tæpur helmingur allra nýskráðra bifreiða á Íslandi. Áhrifin á losun gróðurhúsalofttegunda eru tvíþætt: Annars vegar vegna aksturs ferðamanna sem er að minnsta kosti fjórðungur af öllum einkaakstri á landinu og hins vegar þegar fyrrverandi bílaleigubílar verða að heimilisbílum landsmanna á eftirmarkaði. Gististöðum og hótelum um land allt býðst að sækja um fjárfestingarstyrki í gegnum Orkusjóð til að setja upp hleðslustöðvar svo gestir geti hlaðið þar rafbíla yfir nótt. Til úthlutunar eru samtals 50 milljónir króna. Vegna mótframlags umsækjenda má áætla að heildarfjárhæðin verði að lágmarki 100 milljónir króna og hleðslustöðvum við gististaði fjölgi um allt að 500 vegna þessa.Fjölga á hleðslustöðvum um landið og gera auðveldara að setja þær upp við fjöleignarhús.Vísir/VilhelmGeri auðveldara að rafbílavæða fjöleignarhús Þá er undirbúningur sagður hafinn í félagsmálaráðuneytinu að því að breyta lögum um fjöleignarhús með það að leiðarljósi að liðka fyrir rafbílavæðingu. Auk ofangreindra verkefna hefur starfshópurinn sett fram áherslur varðandi orkuskipti í almenningssamgöngum og afgreiðslu á metani, vetni og innlendu íblöndunareldsneyti, auk rafvæðingar hafna. Leitað hefur verið til Grænu orkunnar um að móta frekari tillögur þar að lútandi sem gert verður í samráði við hlutaðeigandi haghafa og fagaðila. Þá verður 200 milljónum króna varið til margvíslegra verkefna í orkuskiptum á árinu 2020, byggt á frekari greiningum. Formaður starfshópsins var Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs en auk hans sátu í hópnum fulltrúar úr atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu. Hópnum var einungis ætlað að taka fyrir orkuskipti í samgöngum en ekki breyttar ferðavenjur fólks og eflingu almenningssamgangna en unnið er að því annars staðar í stjórnkerfinu. Í skýrslu starfshópsins er lögð áhersla á að verkefnin verði helst að leiða til raunverulegra orkuskipta sem skili sér inn í loftslagstölfræði Íslands á allra næstu árum. Í versta falli eigi þau að tryggja að innviðaleysi verði ekki hindrun í orkuskiptum sem þegar séu farin af stað. Bílaleigur Loftslagsmál Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Þrjú ráðuneyti ríkisstjórnarinnar kynntu í dag aðgerðir til byggja upp innviði fyrir orkuskipti í samgöngum. Fjölga á hraðhleðslustöðvum fyrir rafknúna bíla við þjóðveginn verulega og hefja átak með ferðaþjónustunni til að rafvæða bílaleigubílflotann. Tæpum hálfum milljarði króna verður verið í orkuskiptin næstu tvö árin. Þriðjungur þeirrar losunar gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda gagnvart alþjóðlegum sáttmálum kemur frá vegasamgöngum. Stærsta einstaka aðgerðin sem mögulegt er að ráðast í til að mæta skuldbindingum Íslands er því að draga úr þessari losun með breyttum ferðavenjum og orkuskiptum í vegasamgöngum, að því er segir í tilkynningu. Rafvæðing fólksbílaflotans á að skila mestu í orkuskiptunum en gert er ráð fyrir að hún geti skilað allt að 250.000 tonna árlegum samdrætti í losun. Tilkynnt var í dag um ráðstöfun 450 milljóna króna vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019-2020 en samkvæmt fjármálaáætlun er áætlað að verja 1,5 milljarði króna til orkuskipta á fimm ára tímabili. Verkefnin sem voru kynnt í dag byggja á tillögum starfshóps sem umhverfis- og auðlindaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipuðu í byrjun árs og var falið að móta tillögur um aðgerðir til að hraða orkuskiptum hér á landi, í samræmi við aðgerðaáætlanir um loftslagsmál og orkuskipti. Ríkisstjórnin vill ryðja hindrunum í vegi ferða rafbíla á milli landshluta úr vegi. Kallað verður eftir umsóknum um fjárfestingarstyrki til uppbyggingar hraðhleðslustöðva á lykilstöðum við þjóðvegi landsins, með áherslu á næstu kynslóð hleðslustöðva sem bjóða upp á mun styttri hleðslutíma en núverandi stöðvar gera. Til úthlutunar til þessa verkefnis eru samtals 200 milljónir króna og hefur Orkusjóði verið falið að sjá um úthlutun styrkja til átaksverkefnisins. Vegna mótframlags umsækjenda má áætla að heildarupphæð uppbyggingarinnar verði að lágmarki 400 milljónir króna. Ráðist verður í átaksverkefni um að fjölga hleðslumöguleikum við gististaði vítt og breitt um landið. Með því er liðkað fyrir orkuskiptum hjá bílaleigum en áhrif innkaupa bílaleiga á samsetningu bílaflotans hér á landi eru veruleg þar sem bílaleigubílar eru tæpur helmingur allra nýskráðra bifreiða á Íslandi. Áhrifin á losun gróðurhúsalofttegunda eru tvíþætt: Annars vegar vegna aksturs ferðamanna sem er að minnsta kosti fjórðungur af öllum einkaakstri á landinu og hins vegar þegar fyrrverandi bílaleigubílar verða að heimilisbílum landsmanna á eftirmarkaði. Gististöðum og hótelum um land allt býðst að sækja um fjárfestingarstyrki í gegnum Orkusjóð til að setja upp hleðslustöðvar svo gestir geti hlaðið þar rafbíla yfir nótt. Til úthlutunar eru samtals 50 milljónir króna. Vegna mótframlags umsækjenda má áætla að heildarfjárhæðin verði að lágmarki 100 milljónir króna og hleðslustöðvum við gististaði fjölgi um allt að 500 vegna þessa.Fjölga á hleðslustöðvum um landið og gera auðveldara að setja þær upp við fjöleignarhús.Vísir/VilhelmGeri auðveldara að rafbílavæða fjöleignarhús Þá er undirbúningur sagður hafinn í félagsmálaráðuneytinu að því að breyta lögum um fjöleignarhús með það að leiðarljósi að liðka fyrir rafbílavæðingu. Auk ofangreindra verkefna hefur starfshópurinn sett fram áherslur varðandi orkuskipti í almenningssamgöngum og afgreiðslu á metani, vetni og innlendu íblöndunareldsneyti, auk rafvæðingar hafna. Leitað hefur verið til Grænu orkunnar um að móta frekari tillögur þar að lútandi sem gert verður í samráði við hlutaðeigandi haghafa og fagaðila. Þá verður 200 milljónum króna varið til margvíslegra verkefna í orkuskiptum á árinu 2020, byggt á frekari greiningum. Formaður starfshópsins var Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs en auk hans sátu í hópnum fulltrúar úr atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu. Hópnum var einungis ætlað að taka fyrir orkuskipti í samgöngum en ekki breyttar ferðavenjur fólks og eflingu almenningssamgangna en unnið er að því annars staðar í stjórnkerfinu. Í skýrslu starfshópsins er lögð áhersla á að verkefnin verði helst að leiða til raunverulegra orkuskipta sem skili sér inn í loftslagstölfræði Íslands á allra næstu árum. Í versta falli eigi þau að tryggja að innviðaleysi verði ekki hindrun í orkuskiptum sem þegar séu farin af stað.
Bílaleigur Loftslagsmál Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira