Fyrstu viðbrögð við blekkingu Johnny Wayne var að slá verkefnið út af borðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2019 22:30 Magni Böðvar Þorvaldsson, sem dæmdur var í 20 ára fangelsi fyrir morð í Flórída árið 2016, er ekki Íslendingur. Magni blekkti jafnt fjölmiðla sem sína nánustu en erfitt er að fullyrða hvers vegna hann þóttist vera frá Íslandi. Áhorfendum Stöðvar 2 brá í brún í þriðja og síðasta þætti Flórídafangans sem sýndur var í gærkvöldi þegar í ljós kom að umfjöllunarefnið, Magni Böðvar Þorvaldsson, var ekki vitund íslenskur. Íslenskir fjölmiðlar sýndu því mikinn áhuga á sínum tíma þegar Johnny Wayne Johnson lá undir grun og var síðar dæmdur fyrir morð á bandarískri konu. Kjartan Atli Kjartansson fór fyrir íslensku tökuliði og grennslaðist fyrir um afdrif hins íslenska Johnny Wayne Johnson sem afplánar tuttugu ár í fangelsi í Flórída. Þeir voru grunlausir um blekkingarleik Johnny Wayne. „Fyrstu viðbrögð voru bara þannig að maður trúði þessu ekki. Svo við sannreyndum þetta í hörgul. Vildum vita þetta alveg fyrir víst. Ganga alveg úr skugga um að hann væri ekki Íslendingur. Svo kom á daginn að hann hefði líklega ekki farið út fyrir Bandaríkin og ætti ekki vegabréf,“ segir Kjartan Atli. Í fyrstu hafi þeir velt fyrir sér að slá þáttinn út af borðinu. „Fyrst hugsar maður að þetta hefði getað verið góð sería. Nú er verkefnið búið. Svo fórum við að hugsa þetta dýpra. Kannski væri þetta eitt af þessum tvistum í seríunni að hann væri ekki Íslendingur eins og við héldum öll.“ Erfitt er að svara þeirri spurningu hvers vegna Magni þóttist vera Íslendingur. Kjartan Atli hefur sínar kenningar. „Að vera Íslendingur þá ertu aðeins frábrugðinn þeim sem þú umgengst. Þú færð mikla athygli. Við fundum það úti þegar við sögðum fólk að við værum Íslendingar að sumt fólk hreinlega faðmaði okkur. Fyrir einhverja er þetta eins og að hitta einhvern sem er fæddur í Disneylandi.“Kjartani Atla var heldur brugðið þegar kom á daginn að Magni væri alls ekki íslenskur.Stöð 2 Bíó og sjónvarp Flórídafanginn Tengdar fréttir Ekki ein íslensk fruma í Flórídafanganum fræga Óvænt afhjúpun í lok þáttaraðarinnar um Flórídafangann. 3. júní 2019 11:19 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Magni Böðvar Þorvaldsson, sem dæmdur var í 20 ára fangelsi fyrir morð í Flórída árið 2016, er ekki Íslendingur. Magni blekkti jafnt fjölmiðla sem sína nánustu en erfitt er að fullyrða hvers vegna hann þóttist vera frá Íslandi. Áhorfendum Stöðvar 2 brá í brún í þriðja og síðasta þætti Flórídafangans sem sýndur var í gærkvöldi þegar í ljós kom að umfjöllunarefnið, Magni Böðvar Þorvaldsson, var ekki vitund íslenskur. Íslenskir fjölmiðlar sýndu því mikinn áhuga á sínum tíma þegar Johnny Wayne Johnson lá undir grun og var síðar dæmdur fyrir morð á bandarískri konu. Kjartan Atli Kjartansson fór fyrir íslensku tökuliði og grennslaðist fyrir um afdrif hins íslenska Johnny Wayne Johnson sem afplánar tuttugu ár í fangelsi í Flórída. Þeir voru grunlausir um blekkingarleik Johnny Wayne. „Fyrstu viðbrögð voru bara þannig að maður trúði þessu ekki. Svo við sannreyndum þetta í hörgul. Vildum vita þetta alveg fyrir víst. Ganga alveg úr skugga um að hann væri ekki Íslendingur. Svo kom á daginn að hann hefði líklega ekki farið út fyrir Bandaríkin og ætti ekki vegabréf,“ segir Kjartan Atli. Í fyrstu hafi þeir velt fyrir sér að slá þáttinn út af borðinu. „Fyrst hugsar maður að þetta hefði getað verið góð sería. Nú er verkefnið búið. Svo fórum við að hugsa þetta dýpra. Kannski væri þetta eitt af þessum tvistum í seríunni að hann væri ekki Íslendingur eins og við héldum öll.“ Erfitt er að svara þeirri spurningu hvers vegna Magni þóttist vera Íslendingur. Kjartan Atli hefur sínar kenningar. „Að vera Íslendingur þá ertu aðeins frábrugðinn þeim sem þú umgengst. Þú færð mikla athygli. Við fundum það úti þegar við sögðum fólk að við værum Íslendingar að sumt fólk hreinlega faðmaði okkur. Fyrir einhverja er þetta eins og að hitta einhvern sem er fæddur í Disneylandi.“Kjartani Atla var heldur brugðið þegar kom á daginn að Magni væri alls ekki íslenskur.Stöð 2
Bíó og sjónvarp Flórídafanginn Tengdar fréttir Ekki ein íslensk fruma í Flórídafanganum fræga Óvænt afhjúpun í lok þáttaraðarinnar um Flórídafangann. 3. júní 2019 11:19 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Ekki ein íslensk fruma í Flórídafanganum fræga Óvænt afhjúpun í lok þáttaraðarinnar um Flórídafangann. 3. júní 2019 11:19