Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2019 15:48 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Hann hefur ásamt flokksbræðrum sínum skeggrætt þriðja orkupakkann til hins ítrasta. Vísir/vilhelm Ekki náðist niðurstaða um framhald þingstarfa á fundi formanna Alþingisflokkanna sem lauk um klukkan hálf þrjú í dag. Störf þingsins hafa raskast mikið vegna málþófs þingmanna Miðflokksins í umræðum um þriðja orkupakkann. Um klukkan eitt hittust formenn flokkanna til þess að fara yfir stöðu mála og reyna að sammælast um hvernig störfum þingsins skyldi hagað fram að þinglokum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Vísi að segja mætti að mál hafi skýrst á fundinum en engin tillaga af hálfu stjórnarandstöðunnar hafi verið lögð fram um hvernig ljúka skuli umræðum um þriðja orkupakkann. Nefndi hann Miðflokkinn sérstaklega í því samhengi. „Þessi hópur, innan við einn sjötti hluti þingsins vill halda áfram að ræða þetta. Það er sú staða sem er uppi.“Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.Vísir/EgillSigurður Ingi segir fundinn einnig hafa snúist um önnur mál sem að stjórnarandstaðan í heild sinni eða að hluta til vilji fresta eða taka fyrir. Þá hafi verið rætt um hvort einhver mál þurfi tiltekinn ræðutíma, eins og eðlilegt er. „Þegar það eru farin að hrúgast upp fjörutíu til fimmtíu mál, þá er eðlilegt að þau mál sem þarf að ræða verði römmuð inn.“ Þá segir Sigurður að ekki sjái fyrir endann á málþófi Miðflokksmanna er snýr að þriðja orkupakkanum. „Til þess að geta rætt þinglok, þá verða menn að hafa einhverja hugmynd um hvort og hvenær þeir ætla að hætta að ræða orkupakkann,“ sagði Sigurður og ítrekaði að þrátt fyrir að staða mála á þingi hafi skýrst á fundinum hafi engin tillaga sem væri til þess fallin að ná fram þinglokum komið þar fram. Þingið kemur saman klukkan 9:30 á morgun. Meðal þess sem er á dagskrá þingsins er títt nefndur þriðji orkupakki en hann er 17. liður þingfundar morgundagsins. Á mælendaskrá um hann eru aðeins þingmenn úr einum flokki, Miðflokknum. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Ekki náðist niðurstaða um framhald þingstarfa á fundi formanna Alþingisflokkanna sem lauk um klukkan hálf þrjú í dag. Störf þingsins hafa raskast mikið vegna málþófs þingmanna Miðflokksins í umræðum um þriðja orkupakkann. Um klukkan eitt hittust formenn flokkanna til þess að fara yfir stöðu mála og reyna að sammælast um hvernig störfum þingsins skyldi hagað fram að þinglokum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Vísi að segja mætti að mál hafi skýrst á fundinum en engin tillaga af hálfu stjórnarandstöðunnar hafi verið lögð fram um hvernig ljúka skuli umræðum um þriðja orkupakkann. Nefndi hann Miðflokkinn sérstaklega í því samhengi. „Þessi hópur, innan við einn sjötti hluti þingsins vill halda áfram að ræða þetta. Það er sú staða sem er uppi.“Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.Vísir/EgillSigurður Ingi segir fundinn einnig hafa snúist um önnur mál sem að stjórnarandstaðan í heild sinni eða að hluta til vilji fresta eða taka fyrir. Þá hafi verið rætt um hvort einhver mál þurfi tiltekinn ræðutíma, eins og eðlilegt er. „Þegar það eru farin að hrúgast upp fjörutíu til fimmtíu mál, þá er eðlilegt að þau mál sem þarf að ræða verði römmuð inn.“ Þá segir Sigurður að ekki sjái fyrir endann á málþófi Miðflokksmanna er snýr að þriðja orkupakkanum. „Til þess að geta rætt þinglok, þá verða menn að hafa einhverja hugmynd um hvort og hvenær þeir ætla að hætta að ræða orkupakkann,“ sagði Sigurður og ítrekaði að þrátt fyrir að staða mála á þingi hafi skýrst á fundinum hafi engin tillaga sem væri til þess fallin að ná fram þinglokum komið þar fram. Þingið kemur saman klukkan 9:30 á morgun. Meðal þess sem er á dagskrá þingsins er títt nefndur þriðji orkupakki en hann er 17. liður þingfundar morgundagsins. Á mælendaskrá um hann eru aðeins þingmenn úr einum flokki, Miðflokknum.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira