Delta flýgur ekki til Íslands í vetur: „Næstu mánuðir og ár verða ferðaþjónustufyrirtækjum erfið“ Sylvía Hall skrifar 1. júní 2019 17:41 Ísland er ekki á vetraráætlun flugfélagsins. Vísir/Getty Flugfélagið Delta Air Lines býður ekki upp á flug til Íslands frá og með 20. október næstkomandi og mun ekki fljúga hingað til lands aftur fyrr en 3. mars á næsta ári. Svo virðist sem Ísland sé ekki lengur hluti af vetraráætlun félagsins en Túristi.is greindi frá þessu. Delta hóf áætlunarflug sitt til Íslands í sumarbyrjun árið 2011 og hefur félagið flogið hingað yfir vetrartímann síðustu þrjá vetur. Í frétt Túrista segir að flugfélagið hafi flogið nærri sjötíu áætlunarferðir til landsins síðasta vetur og hafi flutt með sér ellefta hvern Bandaríkjamann sem heimsótti landið frá nóvemberbyrjun fram í febrúar. Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík og stjórnarmaður í félagi fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir tíðindin vera afar slæm fyrir íslenska ferðaþjónustu. Það þurfi að bregðast við breyttum aðstæðum á flugmarkaði áður en það verði of seint. „Ég hef verið í þessum rekstri í langan tíma og séð bæði þegar vel gengur og þegar illa gengur,“ segir Steinþór. Hann segir stjórnvöld þurfa að grípa í taumana og gera viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja stöðugleika í ferðaþjónustunni áður en staðan er orðin verri en hún er.Steinþór Jónsson hefur mikla reynslu af flug- og ferðaþjónustu. Hann segir útlitið vera svart.VísirIcelandair á hrós skilið Steinþór segir útlitið vera svart í ljósi þess að nú hefur enn eitt flugfélagið hætt að bjóða upp á flug til Bandaríkjanna yfir vetrartímann. Staðan hafi ekki verið góð eftir fall WOW Air en nú sjái ferðaþjónustan fram á þungan róður yfir vetrartímann. „Næstu mánuðir og ár hótelum og ferðaþjónustufyrirtækjum erfið. Við Íslendingar erum stundum of stórtæk og gleymum gjarnan að það sem fer upp kemur alltaf niður,“ segir Steinþór. Hann segir þó Icelandair eiga hrós skilið fyrir framlag sitt til ferðaþjónustunnar enda hafi flugfélagið tryggt flug til og frá landinu um árabil. Nú beinist spjótin enn frekar að þeim og munu hótel- og gistiþjónustufyrirtæki þurfa að stóla enn frekar á að stjórnendur Icelandair „haldi sjó“ á næstu misserum. „Ég vona innilega að stjórnvöld og almenningur staldri nú við og taki höndum saman við öfluga ferðþjónustuaðila um allt land og geri með öflugu átaki Ísland að verulega eftirsóttum stað að nýju, okkur öllum til hagsbóta.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Flugfélagið Delta Air Lines býður ekki upp á flug til Íslands frá og með 20. október næstkomandi og mun ekki fljúga hingað til lands aftur fyrr en 3. mars á næsta ári. Svo virðist sem Ísland sé ekki lengur hluti af vetraráætlun félagsins en Túristi.is greindi frá þessu. Delta hóf áætlunarflug sitt til Íslands í sumarbyrjun árið 2011 og hefur félagið flogið hingað yfir vetrartímann síðustu þrjá vetur. Í frétt Túrista segir að flugfélagið hafi flogið nærri sjötíu áætlunarferðir til landsins síðasta vetur og hafi flutt með sér ellefta hvern Bandaríkjamann sem heimsótti landið frá nóvemberbyrjun fram í febrúar. Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík og stjórnarmaður í félagi fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir tíðindin vera afar slæm fyrir íslenska ferðaþjónustu. Það þurfi að bregðast við breyttum aðstæðum á flugmarkaði áður en það verði of seint. „Ég hef verið í þessum rekstri í langan tíma og séð bæði þegar vel gengur og þegar illa gengur,“ segir Steinþór. Hann segir stjórnvöld þurfa að grípa í taumana og gera viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja stöðugleika í ferðaþjónustunni áður en staðan er orðin verri en hún er.Steinþór Jónsson hefur mikla reynslu af flug- og ferðaþjónustu. Hann segir útlitið vera svart.VísirIcelandair á hrós skilið Steinþór segir útlitið vera svart í ljósi þess að nú hefur enn eitt flugfélagið hætt að bjóða upp á flug til Bandaríkjanna yfir vetrartímann. Staðan hafi ekki verið góð eftir fall WOW Air en nú sjái ferðaþjónustan fram á þungan róður yfir vetrartímann. „Næstu mánuðir og ár hótelum og ferðaþjónustufyrirtækjum erfið. Við Íslendingar erum stundum of stórtæk og gleymum gjarnan að það sem fer upp kemur alltaf niður,“ segir Steinþór. Hann segir þó Icelandair eiga hrós skilið fyrir framlag sitt til ferðaþjónustunnar enda hafi flugfélagið tryggt flug til og frá landinu um árabil. Nú beinist spjótin enn frekar að þeim og munu hótel- og gistiþjónustufyrirtæki þurfa að stóla enn frekar á að stjórnendur Icelandair „haldi sjó“ á næstu misserum. „Ég vona innilega að stjórnvöld og almenningur staldri nú við og taki höndum saman við öfluga ferðþjónustuaðila um allt land og geri með öflugu átaki Ísland að verulega eftirsóttum stað að nýju, okkur öllum til hagsbóta.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira