Koma þarf böndum á Samkeppniseftirlitið Helgi Vífill Júlíusson skrifar 19. júní 2019 08:30 Það er næstum því hætt að koma á óvart þegar Samkeppniseftirlitið ógildir samruna fyrirtækja. Upp á síðkastið hefur það gerst harla oft. Stofnunin verður seint sökuð um linkind gagnvart atvinnulífinu. Upplýst var í gær að Samkeppniseftirlitið bannaði Advania að kaupa Wise. Eftirlitið sagði að markaðshlutdeild fyrirtækjanna á Íslandi í bókhaldskerfum yrði um og yfir helmingur og leist ekki á blikuna. Stjórnendur Advania töldu, en fyrirtækin eru með viðskiptavini í nokkrum löndum, að með sameiningunni mætti styrkja stöðu þeirra í harðnandi alþjóðlegri samkeppni enda hafi landamæri á upplýsingatæknimarkaði þurrkast út. Fámennur hópur embættismanna Samkeppniseftirlitsins hefur sett mark sitt á atvinnulíf landsins en lögin sem starfað er eftir þykja matskennd. Embættismennirnir hafa komið í veg fyrir að fyrirtæki, jafnvel úr ólíkum geirum eins og Hagar og Lyfja, fái að sameina krafta sína í því skyni að þjónusta viðskiptavini með betri hætti og hagræða í rekstri. Neytendur tapa á þessum afskiptum og atvinnulífið verður veikara. Það er algengur misskilningur að æskilegt sé að starfrækja samkeppniseftirlit. Þess gerist ekki þörf. Þegar umsvifamikil fyrirtæki verða dýr í rekstri eða gráðug munu keppinautar þeirra leggja allt kapp á að hirða af þeim viðskiptin. Ef íslensku fyrirtækin standa sig ekki er oft auðvelt að versla við erlend á netinu. Það er strembið að reka fyrirtæki og ekki eru allar ferðir til fjár. Mögulega hafa embættismennirnir óafvitandi sparað hluthöfum fúlgur fjár því rannsóknir sýna að 70-90 prósent samruna mistakast. Það er því óþarfi að öfunda öll þau fyrirtæki sem sameinast. Þrátt fyrir að mögulega hafi hið opinbera bjargað fjárhag nokkurra hluthafa fyrir horn er skaðlegt að miðstýra atvinnulífinu með þessum hætti. Vandi íslenskra fyrirtækja er meðal annars að skattar eru með því hæsta sem þekkist í OECD-ríkjunum og þau skortir oft stærðarhagkvæmni. Þess vegna ætti ríkið að róa öllum árum að því að skapa eins heilbrigt viðskiptaumhverfi og kostur er, meðal annars fella niður tolla og lækka skatta, í stað þess að reka stofnun sem horfir stíft á tímabundna markaðshlutdeild. Þegar fyrirtæki eru með mikla markaðshlutdeild og rekin með arðbærum hætti búa þau yfirleitt yfir samkeppnisforskoti. Af þeim sökum eiga keppinautar erfitt með að bjóða betur. Við þær aðstæður er neytendum sinnt eins vel og kostur er. Það er engum greiði gerðum með því að vængstífa slík fyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Markaðir Samkeppnismál Tengdar fréttir Samruni Advania og Wise úr sögunni Advania hefur hætt við áður tilkynnt kaup á hugbúnaðarfyrirtækinu Wise lausnum vegna afstöðu Samkeppniseftirlitsins til kaupanna. Ekkert verður af samruna fyrirtækjanna tveggja. 18. júní 2019 13:56 Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Það er næstum því hætt að koma á óvart þegar Samkeppniseftirlitið ógildir samruna fyrirtækja. Upp á síðkastið hefur það gerst harla oft. Stofnunin verður seint sökuð um linkind gagnvart atvinnulífinu. Upplýst var í gær að Samkeppniseftirlitið bannaði Advania að kaupa Wise. Eftirlitið sagði að markaðshlutdeild fyrirtækjanna á Íslandi í bókhaldskerfum yrði um og yfir helmingur og leist ekki á blikuna. Stjórnendur Advania töldu, en fyrirtækin eru með viðskiptavini í nokkrum löndum, að með sameiningunni mætti styrkja stöðu þeirra í harðnandi alþjóðlegri samkeppni enda hafi landamæri á upplýsingatæknimarkaði þurrkast út. Fámennur hópur embættismanna Samkeppniseftirlitsins hefur sett mark sitt á atvinnulíf landsins en lögin sem starfað er eftir þykja matskennd. Embættismennirnir hafa komið í veg fyrir að fyrirtæki, jafnvel úr ólíkum geirum eins og Hagar og Lyfja, fái að sameina krafta sína í því skyni að þjónusta viðskiptavini með betri hætti og hagræða í rekstri. Neytendur tapa á þessum afskiptum og atvinnulífið verður veikara. Það er algengur misskilningur að æskilegt sé að starfrækja samkeppniseftirlit. Þess gerist ekki þörf. Þegar umsvifamikil fyrirtæki verða dýr í rekstri eða gráðug munu keppinautar þeirra leggja allt kapp á að hirða af þeim viðskiptin. Ef íslensku fyrirtækin standa sig ekki er oft auðvelt að versla við erlend á netinu. Það er strembið að reka fyrirtæki og ekki eru allar ferðir til fjár. Mögulega hafa embættismennirnir óafvitandi sparað hluthöfum fúlgur fjár því rannsóknir sýna að 70-90 prósent samruna mistakast. Það er því óþarfi að öfunda öll þau fyrirtæki sem sameinast. Þrátt fyrir að mögulega hafi hið opinbera bjargað fjárhag nokkurra hluthafa fyrir horn er skaðlegt að miðstýra atvinnulífinu með þessum hætti. Vandi íslenskra fyrirtækja er meðal annars að skattar eru með því hæsta sem þekkist í OECD-ríkjunum og þau skortir oft stærðarhagkvæmni. Þess vegna ætti ríkið að róa öllum árum að því að skapa eins heilbrigt viðskiptaumhverfi og kostur er, meðal annars fella niður tolla og lækka skatta, í stað þess að reka stofnun sem horfir stíft á tímabundna markaðshlutdeild. Þegar fyrirtæki eru með mikla markaðshlutdeild og rekin með arðbærum hætti búa þau yfirleitt yfir samkeppnisforskoti. Af þeim sökum eiga keppinautar erfitt með að bjóða betur. Við þær aðstæður er neytendum sinnt eins vel og kostur er. Það er engum greiði gerðum með því að vængstífa slík fyrirtæki.
Samruni Advania og Wise úr sögunni Advania hefur hætt við áður tilkynnt kaup á hugbúnaðarfyrirtækinu Wise lausnum vegna afstöðu Samkeppniseftirlitsins til kaupanna. Ekkert verður af samruna fyrirtækjanna tveggja. 18. júní 2019 13:56
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun