„Það eitt að draga fána mannréttinda að húni heimilar ekki þeim sem það gera að brjóta gegn mannréttindum annarra“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júní 2019 20:00 Frá mótmælum við lögreglustöðina á Hverfisgötu í nóvember árið 2015. Vísir Oddný Aradóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, sem í dag voru dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn vegna Hlíðamálsins-svokallaða, njóta að mati Héraðsdóms Reykjavíkur, engrar sérstöðu sem veitt geti þeim aukið rými til tjáningar, þrátt fyrir að þær hafi talið sig vera að tala sem fulltrúar mannréttinda. Þetta kemur fram í dómum héraðsdóms í málum mannanna gegn Oddnýju og Hildi sem birtir hafa verið á vef Dómstólasýslunnar. Líkt og Vísir greindi frá í dag þurfa Oddný og Hildur að greiða bætur vegna málsins, Oddný þarf að greiða mönnunum tveimur 220 þúsund krónur hvorum um sig en Hildur hvorum manni 150 þúsund krónur. Málið má rekja til forsíðufréttar Fréttablaðsins í nóvember árið 2015 með fyrirsögninni „Íbúðin var útbúin til nauðgana“. Fréttin birtist 9. nóvember en boðað var til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu vegna þess að mennirnir tveir höfðu ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins leiddi ekki til ákæru og var látin niður falla í júní árið 2016. Í júní í fyrra voru fjórir fréttamenn fréttastofu 365 dæmdir til að greiða mönnunum miskabætur vegna málsins. Oddný var ein af þeim sem stóð fyrir mótmælunum en alls voru fimm ummæli sem hún lét falla í tengslum við málið dæmd dauð og ómerk en ein ummæli Hildar.Frá mótmælunum við lögreglustöðina en þau spruttu upp í kjölfar mikillar reiði sem braust út á samfélagsmiðlum í kjölfar fréttaflutnings af hinum meintu brotum.Vísir/VilhelmTöldu sig vera í góðri trú um sannleiksgildi fréttaflutnings Í dómum héraðsdóms má lesa að varnir Oddnýjar og Hildar byggðust meðal annars á því að þær hafi verið í góðri trú um sannleiksgildi fréttaflutningsins og að þær hafi mátt treysta því að um vandaða umfjöllun væri að ræða í samræmi við ritstjórnarstefnu þeirra miðla sem birtu fréttir af málinu umræddan dag.Þá beri að túlka ummælin meðal annars í samhengi við ótta „fjölda kvenna við að ásakanir þeirra um kynferðisbrot yrðu ekki teknar trúanlegar, með alvarlegum afleiðingum.“ Þá töldu þær sig einnig hafa slegið nægjanlega varnagla við ummæli þeirra þar sem vísað væri í að upplýsingarnar sem ummælin voru byggð á hefðu komið fram í fréttum.Þá töldu þær að þáttur þeirra í málinu „hafi einkum falist í almennri, heimilli og verndaðri þátttöku í umræðum um kynferðisbrot sem þjóðfélagslega mikilvægu málefni.“ Þá töldu þær sig einnig hafa gætt hófs í umfjöllun þeirra um málið.Hildur Lilliendahl Viggósdóttir.FBL/STEFánEkki þær einu sem hafi göfugan málstað að verja en slíkt réttlæti ekki ummælin sem látin voru falla Óhætt er að segja að héraðsdómur hafi ekki tekið undir málsvörn Oddnýjar og Hildar í málunum tveimur en í löngum niðurstöðuköflum dómanna tveggja segir meðal annars að „það írafár sem einkenndi almenna umfjöllun um málið hafi verið á kostnað ábyrgðar, greiningar og yfirvegunar.“Þannig er fréttaflutningur af málinu rakinn og vísað til þess að enginn saknæm háttsemi hafi fundist hjá mönnunum tveimur sem ummælin beindust að.„Með því að hvorki fréttaflutningurinn né fullyrðingar stefndu voru byggðar á raunsönnum staðreyndum getur dómurinn ekkifallist á það að þáttur stefndu hafi einkum falist í almennri, heimilli og verndaðri þátttöku í umræðum um kynferðisbrot,“ að því er segir í dómum héraðsdóms.Þá segir í dómum héraðsdóms að bæði Oddný og Hildur hafi frá upphafi skírskotað beint og óbeint til þess að þær tali sem fulltrúi mannréttinda. Kemur fram í dómum héraðsdóms að slíkt gildi einu.„Með hliðsjón af öllu því sem fram hefur komið undir rekstri málsins verður ekki talið að stefnda njóti á einhvern hátt sérstöðu sem veitt geti henni aukið rými til tjáningar. Það eitt að draga fána mannréttinda að húni heimilar ekki þeim sem það gera að brjóta gegn mannréttindum annarra,“ segir í báðum dómum héraðsdóms.Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður mannanna tveggja ræddu niðurstöðu málanna í Reykjavík síðdegis í dag.Auk þess hafi þeim ekki tekist að benda á neitt í almennum fréttaflutningi af málinu sem gefið hafið þeim réttmætt tilefni til þess að setja ummælin fram með „þeim fyrirvaralausa hætti“ sem þeir kusu að gera, líkt og segir í dómum héraðsdóms. Þá hafi hvorki Oddný né Hildur, þrátt fyrir áskoranir dómara við munnlegan málflutning, ekki beint á nein viðhlítandi gögn sem gefið hafi þeim tilefni til þess að láta jafn afdráttarlaus ummæli falla. „Stefnda er ekki ein um það að telja sig hafa fundið göfugan málstað til að verja. Það eitt fær þó ekki réttlætt þau ummæli sem hún lét falla um stefnendur þessa máls,“ segir í báðum dómum héraðsdóms.Var það því mat dómsins að ummælin sem krafist var ómerkingar á hefðu falið í sér staðhæfingar en ekki gildisdóma og þar með ærumeiðandi aðdróttanir um að stefnendur hefðu gerst sekir um alvarlega refsiverða háttsemi, án þess að tekið væri tillit til þess að málið væri enn í rannsókn hjá lögreglu og það ekki til lykta leitt.Voru ummæli Oddnýjar og Hildar því dæmd dauð og ómerk, auk þess sem þær þurfa að greiða mönnum miskabætur, sem fyrr segir. Dómsmál Hlíðamálið Lögreglumál Tengdar fréttir Krefja tvær konur um milljónir vegna nauðgunarummæla 10. desember 2018 10:40 Oddný og Hildur dæmdar til greiðslu bóta vegna Hlíðamálsins Ummæli þeirra dæmd dauð og ómerk. 18. júní 2019 12:51 Hæstiréttur staðfestir dóm yfir fréttamönnum vegna Hlíðamálsins Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja manna gegn 365 Miðlum ehf. og fjórum fréttamönnum vegna umfjöllunar um Hlíðamálið svonefnda. 26. júní 2018 16:18 Héraðssaksóknari ákveður að ákæra ekki í öðru Hlíðamálinu Önnur nauðgunarkæra enn á borði saksóknara. 5. febrúar 2016 13:44 Sex ummæli tengd Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk Dæmdur til að greiða mönnunum 350 þúsund krónur hvorum um sig. 15. febrúar 2019 15:09 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Oddný Aradóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, sem í dag voru dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn vegna Hlíðamálsins-svokallaða, njóta að mati Héraðsdóms Reykjavíkur, engrar sérstöðu sem veitt geti þeim aukið rými til tjáningar, þrátt fyrir að þær hafi talið sig vera að tala sem fulltrúar mannréttinda. Þetta kemur fram í dómum héraðsdóms í málum mannanna gegn Oddnýju og Hildi sem birtir hafa verið á vef Dómstólasýslunnar. Líkt og Vísir greindi frá í dag þurfa Oddný og Hildur að greiða bætur vegna málsins, Oddný þarf að greiða mönnunum tveimur 220 þúsund krónur hvorum um sig en Hildur hvorum manni 150 þúsund krónur. Málið má rekja til forsíðufréttar Fréttablaðsins í nóvember árið 2015 með fyrirsögninni „Íbúðin var útbúin til nauðgana“. Fréttin birtist 9. nóvember en boðað var til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu vegna þess að mennirnir tveir höfðu ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins leiddi ekki til ákæru og var látin niður falla í júní árið 2016. Í júní í fyrra voru fjórir fréttamenn fréttastofu 365 dæmdir til að greiða mönnunum miskabætur vegna málsins. Oddný var ein af þeim sem stóð fyrir mótmælunum en alls voru fimm ummæli sem hún lét falla í tengslum við málið dæmd dauð og ómerk en ein ummæli Hildar.Frá mótmælunum við lögreglustöðina en þau spruttu upp í kjölfar mikillar reiði sem braust út á samfélagsmiðlum í kjölfar fréttaflutnings af hinum meintu brotum.Vísir/VilhelmTöldu sig vera í góðri trú um sannleiksgildi fréttaflutnings Í dómum héraðsdóms má lesa að varnir Oddnýjar og Hildar byggðust meðal annars á því að þær hafi verið í góðri trú um sannleiksgildi fréttaflutningsins og að þær hafi mátt treysta því að um vandaða umfjöllun væri að ræða í samræmi við ritstjórnarstefnu þeirra miðla sem birtu fréttir af málinu umræddan dag.Þá beri að túlka ummælin meðal annars í samhengi við ótta „fjölda kvenna við að ásakanir þeirra um kynferðisbrot yrðu ekki teknar trúanlegar, með alvarlegum afleiðingum.“ Þá töldu þær sig einnig hafa slegið nægjanlega varnagla við ummæli þeirra þar sem vísað væri í að upplýsingarnar sem ummælin voru byggð á hefðu komið fram í fréttum.Þá töldu þær að þáttur þeirra í málinu „hafi einkum falist í almennri, heimilli og verndaðri þátttöku í umræðum um kynferðisbrot sem þjóðfélagslega mikilvægu málefni.“ Þá töldu þær sig einnig hafa gætt hófs í umfjöllun þeirra um málið.Hildur Lilliendahl Viggósdóttir.FBL/STEFánEkki þær einu sem hafi göfugan málstað að verja en slíkt réttlæti ekki ummælin sem látin voru falla Óhætt er að segja að héraðsdómur hafi ekki tekið undir málsvörn Oddnýjar og Hildar í málunum tveimur en í löngum niðurstöðuköflum dómanna tveggja segir meðal annars að „það írafár sem einkenndi almenna umfjöllun um málið hafi verið á kostnað ábyrgðar, greiningar og yfirvegunar.“Þannig er fréttaflutningur af málinu rakinn og vísað til þess að enginn saknæm háttsemi hafi fundist hjá mönnunum tveimur sem ummælin beindust að.„Með því að hvorki fréttaflutningurinn né fullyrðingar stefndu voru byggðar á raunsönnum staðreyndum getur dómurinn ekkifallist á það að þáttur stefndu hafi einkum falist í almennri, heimilli og verndaðri þátttöku í umræðum um kynferðisbrot,“ að því er segir í dómum héraðsdóms.Þá segir í dómum héraðsdóms að bæði Oddný og Hildur hafi frá upphafi skírskotað beint og óbeint til þess að þær tali sem fulltrúi mannréttinda. Kemur fram í dómum héraðsdóms að slíkt gildi einu.„Með hliðsjón af öllu því sem fram hefur komið undir rekstri málsins verður ekki talið að stefnda njóti á einhvern hátt sérstöðu sem veitt geti henni aukið rými til tjáningar. Það eitt að draga fána mannréttinda að húni heimilar ekki þeim sem það gera að brjóta gegn mannréttindum annarra,“ segir í báðum dómum héraðsdóms.Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður mannanna tveggja ræddu niðurstöðu málanna í Reykjavík síðdegis í dag.Auk þess hafi þeim ekki tekist að benda á neitt í almennum fréttaflutningi af málinu sem gefið hafið þeim réttmætt tilefni til þess að setja ummælin fram með „þeim fyrirvaralausa hætti“ sem þeir kusu að gera, líkt og segir í dómum héraðsdóms. Þá hafi hvorki Oddný né Hildur, þrátt fyrir áskoranir dómara við munnlegan málflutning, ekki beint á nein viðhlítandi gögn sem gefið hafi þeim tilefni til þess að láta jafn afdráttarlaus ummæli falla. „Stefnda er ekki ein um það að telja sig hafa fundið göfugan málstað til að verja. Það eitt fær þó ekki réttlætt þau ummæli sem hún lét falla um stefnendur þessa máls,“ segir í báðum dómum héraðsdóms.Var það því mat dómsins að ummælin sem krafist var ómerkingar á hefðu falið í sér staðhæfingar en ekki gildisdóma og þar með ærumeiðandi aðdróttanir um að stefnendur hefðu gerst sekir um alvarlega refsiverða háttsemi, án þess að tekið væri tillit til þess að málið væri enn í rannsókn hjá lögreglu og það ekki til lykta leitt.Voru ummæli Oddnýjar og Hildar því dæmd dauð og ómerk, auk þess sem þær þurfa að greiða mönnum miskabætur, sem fyrr segir.
Dómsmál Hlíðamálið Lögreglumál Tengdar fréttir Krefja tvær konur um milljónir vegna nauðgunarummæla 10. desember 2018 10:40 Oddný og Hildur dæmdar til greiðslu bóta vegna Hlíðamálsins Ummæli þeirra dæmd dauð og ómerk. 18. júní 2019 12:51 Hæstiréttur staðfestir dóm yfir fréttamönnum vegna Hlíðamálsins Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja manna gegn 365 Miðlum ehf. og fjórum fréttamönnum vegna umfjöllunar um Hlíðamálið svonefnda. 26. júní 2018 16:18 Héraðssaksóknari ákveður að ákæra ekki í öðru Hlíðamálinu Önnur nauðgunarkæra enn á borði saksóknara. 5. febrúar 2016 13:44 Sex ummæli tengd Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk Dæmdur til að greiða mönnunum 350 þúsund krónur hvorum um sig. 15. febrúar 2019 15:09 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Oddný og Hildur dæmdar til greiðslu bóta vegna Hlíðamálsins Ummæli þeirra dæmd dauð og ómerk. 18. júní 2019 12:51
Hæstiréttur staðfestir dóm yfir fréttamönnum vegna Hlíðamálsins Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja manna gegn 365 Miðlum ehf. og fjórum fréttamönnum vegna umfjöllunar um Hlíðamálið svonefnda. 26. júní 2018 16:18
Héraðssaksóknari ákveður að ákæra ekki í öðru Hlíðamálinu Önnur nauðgunarkæra enn á borði saksóknara. 5. febrúar 2016 13:44
Sex ummæli tengd Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk Dæmdur til að greiða mönnunum 350 þúsund krónur hvorum um sig. 15. febrúar 2019 15:09