Búið að semja um þinglok Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2019 18:31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. vísir/vilhelm Samkomulag um þinglok og afgreiðslu mála á Alþingi náðist nú fyrir skömmu. Formaður Miðflokksins segist sáttur við niðurstöðuna en samið hefur verið um að fresta þriðja orkupakkanum fram á síðsumarþing í byrjun september og einnig verður gildistöku frumvarps um innflutning á hráu kjöti frestað til áramóta. RÚV greindi fyrst frá málinu í kvöld. Fundað hefur verið um þinglok á Alþingi í dag en í síðustu viku virtist sem samkomulag væri í höfn. Það strandaði hins vegar á Miðflokknum og var þingfundi frestað á föstudag án samninga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir í samtali við Vísi að niðurstaðan feli í sér að umræða um 3. Orkupakkann muni bíða fram í lok ágúst eða byrjun september. Í millitíðinni muni Miðflokknum, og öðrum flokkum hafi þeir áhuga, tækifæri til að láta vinna sérfræðiálit um málið. Þá verði gildistöku frumvarps um innflutning á hráu kjöti frestað fram að áramótum og tíminn notaður til að meta áhrif af boðuðum mótvægisaðgerðum stjórnvalda. „Ég er mjög sáttur við þessa niðurstöðu vegna þess að hún býr til þetta tækifæri til að menn geti sest betur yfir málin, skoðað allt sem hefur verið að koma fram varðandi orkupakkann, og svo vonandi tekið afstöðu sem byggist á bestu fáanlegum upplýsingum,“ segir Sigmundur. Hann segir að framhaldið velti á því hvað þingið vinni hratt næstu daga. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar liggur til dæmis ekki fyrir enn. Þinglok gætu þó orðið á morgun eða hinn, að sögn Sigmundar.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 í kvöldfréttum að samkomulagið væri í takt við það sem hún lagði sjálf til fyrir ekki svo löngu síðan. „Ég [vil] minna á að hér náðist samkomulag í síðustu viku við fjóra aðra flokka í stjórnarandstöðunni um tilteknar breytingar á tilteknum málum og að einu máli yrði frestað. Eðli þess samkomulags sem náði hér í dag er algjörlega sambærilegt því sem ég lagði til fyrir nokkrum vikum.“ Samkomulagið feli m.a. í sér að þriðji orkupakkinn verði afgreiddur á stuttu síðsumarþingi í lok ágúst og byrjun september, svokölluðum „stubbi“ á þinginu sem nú er að ljúka. Enginn sérfræðingahópur um málið verði hins vegar skipaður, líkt og Miðflokksmenn fóru fram á í síðustu viku, en á það hafi ekki verið fallist. Þá hafi miðflokkurinn lagt áherslu á eitt þingmannamál eins og aðrir stjórnarandstöðuflokkar. „Það sem að ég tel stóra málið í þessu samkomulagi er að aðilar gangast undir þá grundvallarreglu að vilji meirihlutans í þessu máli verði leiddur fram og þá tel ég það ekki öllu skipta nákvæmlega hvenær það verður gert,“ sagði Katrín.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Hundrað ára heiðursfólk fagnaði lífinu Fjölmenni var samankomið á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag þegar boðið var til veislu til heiðurs þeim sem fagna eitt hundrað ára afmæli á árinu. 18. júní 2019 16:12 Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. 18. júní 2019 11:13 Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Samkomulag um þinglok og afgreiðslu mála á Alþingi náðist nú fyrir skömmu. Formaður Miðflokksins segist sáttur við niðurstöðuna en samið hefur verið um að fresta þriðja orkupakkanum fram á síðsumarþing í byrjun september og einnig verður gildistöku frumvarps um innflutning á hráu kjöti frestað til áramóta. RÚV greindi fyrst frá málinu í kvöld. Fundað hefur verið um þinglok á Alþingi í dag en í síðustu viku virtist sem samkomulag væri í höfn. Það strandaði hins vegar á Miðflokknum og var þingfundi frestað á föstudag án samninga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir í samtali við Vísi að niðurstaðan feli í sér að umræða um 3. Orkupakkann muni bíða fram í lok ágúst eða byrjun september. Í millitíðinni muni Miðflokknum, og öðrum flokkum hafi þeir áhuga, tækifæri til að láta vinna sérfræðiálit um málið. Þá verði gildistöku frumvarps um innflutning á hráu kjöti frestað fram að áramótum og tíminn notaður til að meta áhrif af boðuðum mótvægisaðgerðum stjórnvalda. „Ég er mjög sáttur við þessa niðurstöðu vegna þess að hún býr til þetta tækifæri til að menn geti sest betur yfir málin, skoðað allt sem hefur verið að koma fram varðandi orkupakkann, og svo vonandi tekið afstöðu sem byggist á bestu fáanlegum upplýsingum,“ segir Sigmundur. Hann segir að framhaldið velti á því hvað þingið vinni hratt næstu daga. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar liggur til dæmis ekki fyrir enn. Þinglok gætu þó orðið á morgun eða hinn, að sögn Sigmundar.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 í kvöldfréttum að samkomulagið væri í takt við það sem hún lagði sjálf til fyrir ekki svo löngu síðan. „Ég [vil] minna á að hér náðist samkomulag í síðustu viku við fjóra aðra flokka í stjórnarandstöðunni um tilteknar breytingar á tilteknum málum og að einu máli yrði frestað. Eðli þess samkomulags sem náði hér í dag er algjörlega sambærilegt því sem ég lagði til fyrir nokkrum vikum.“ Samkomulagið feli m.a. í sér að þriðji orkupakkinn verði afgreiddur á stuttu síðsumarþingi í lok ágúst og byrjun september, svokölluðum „stubbi“ á þinginu sem nú er að ljúka. Enginn sérfræðingahópur um málið verði hins vegar skipaður, líkt og Miðflokksmenn fóru fram á í síðustu viku, en á það hafi ekki verið fallist. Þá hafi miðflokkurinn lagt áherslu á eitt þingmannamál eins og aðrir stjórnarandstöðuflokkar. „Það sem að ég tel stóra málið í þessu samkomulagi er að aðilar gangast undir þá grundvallarreglu að vilji meirihlutans í þessu máli verði leiddur fram og þá tel ég það ekki öllu skipta nákvæmlega hvenær það verður gert,“ sagði Katrín.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Hundrað ára heiðursfólk fagnaði lífinu Fjölmenni var samankomið á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag þegar boðið var til veislu til heiðurs þeim sem fagna eitt hundrað ára afmæli á árinu. 18. júní 2019 16:12 Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. 18. júní 2019 11:13 Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Hundrað ára heiðursfólk fagnaði lífinu Fjölmenni var samankomið á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag þegar boðið var til veislu til heiðurs þeim sem fagna eitt hundrað ára afmæli á árinu. 18. júní 2019 16:12
Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. 18. júní 2019 11:13
Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50