Erlent

Fyrrverandi forseti Egyptalands deyr í réttarsal

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mohammed Morsi.
Mohammed Morsi. getty/Ahmed Almalky
Fyrrverandi forseti Egyptalands, Mohammed Morsi, sem steypt var af valdastóli af hernum árið 2013, dó í réttarsal, segir egypska ríkisútvarpið. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Hann er sagður hafa liðið út af við réttarhöldin þar sem verið var að taka fyrir ákærur um njósnir á hendur honum og hann hafi dáið stuttu eftir það. Hann var 67 ára gamall.

Morsi var komið frá völdum í kjölfar fjöldamótmæla aðeins ári eftir að hann tók við embættinu sem fyrsti lýðræðislega kjörni leiðtogi þjóðarinnar.

Sem forseti nýtti Morsi sér vald sitt til að setja tímabundið stjórnarskrárákvæði sem veitti honum algjör völd og völd til að breyta löggjöfinni án samþykktar eða eftirlits dómsvaldsins og nýtti hann sér það til að koma í veg fyrir að Stjórnlagaráð yrði leyst upp af dómurum Mubarak-stjórnartíðarinnar.

Stjórnarskráin sem var samþykkt í skyndi af stjórnlagaráðinu, sem var setið að mestu af Íslamistum, var sögð á sínum tíma vera „valdarán Íslamista.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×