Raggi Bjarna mælti sér mót við Elly í síðasta sinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2019 20:54 Katrín Halldóra Sigurðardóttir, sem fór með titilhlutverk sýningarinnar, og Raggi Bjarna eftir lokasýninguna í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Mynd/Borgarleikhúsið Lokasýning á hinum vinsæla söngleik Elly í Borgarleikhúsinnu var sýnd í gærkvöldi en sýningin sló áhorfendamet hér á landi. Söngvarinn Ragnar Bjarnason, betur þekktur sem Raggi Bjarna, lét sig ekki vanta á sýninguna í gær frekar en fyrri daginn, þrátt fyrir að hafa verið að jafna sig eftir aðgerð. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands þakkar Ragnari sérstaklega fyrir þátt þess síðarnefnda í sýningunni í færslu sem forsetinn birti á Facebook-síðu sinni í kvöld. Ragnar hafi sýnt minningu Ellýjar ræktarsemi með því að mæta á flestar hinna 220 sýninga sem verið hafa á fjölum leikhússins frá frumsýningu söngleiksins árið 2017. „Í gær lét hann sig ekki vanta þótt hann sé að jafna sig eftir erfiða læknisaðgerð. Takk Raggi!“ skrifar Guðni og birtir með mynd af sér og Ragnari að taka saman lagið fyrir nokkrum árum. Katrín Halldóra Sigurðardóttir fór með hlutverk Ellyjar í sýningunni og vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína sem söngkonan sáluga. Borgarleikhúsið birti í kvöld mynd sem tekin var af Katrínu og Ragnari eftir sýninguna í gær, þar sem þau kveðja ævintýrið sem nú er að baki. Katrín sagði í samtali við Vísi í gær að afar erfitt hafi verið að skilja við hinn samheldna hóp sem tók þátt í sýningunni. Innan hans hafi verið svo mikill kærleikur og gleði að hún sé meyr við tilhugsunina um að nú sé komið að leiðarlokum. View this post on InstagramÞessi mynd var tekin rétt eftir lokasýningu á Elly í gær. Við þökkum kærlega öllum þeim sem mættu og nutu sýningarinnar með okkur! A post shared by Borgarleikhúsið Listabraut 3 (@borgarleikhusid) on Jun 16, 2019 at 11:36am PDT Leikhús Menning Reykjavík Tengdar fréttir „Er Ellý ekki örugglega amma þín?“ Í kvöld verður 200. sýningin á leikritinu Elly sem fjallar um ævi og ástir einnar vinsælustu söngkonu Íslands fyrr og síðar, Ellyjar Vilhjálms, sem Katrín Halldóra túlkar. 9. febrúar 2019 07:15 Áhorfendametið fallið og lokasýning í kvöld: „Ég held að Elly verði alltaf nálægt manni“ Sýningin var frumsýnd þann 18. mars árið 2017. 15. júní 2019 12:30 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Lokasýning á hinum vinsæla söngleik Elly í Borgarleikhúsinnu var sýnd í gærkvöldi en sýningin sló áhorfendamet hér á landi. Söngvarinn Ragnar Bjarnason, betur þekktur sem Raggi Bjarna, lét sig ekki vanta á sýninguna í gær frekar en fyrri daginn, þrátt fyrir að hafa verið að jafna sig eftir aðgerð. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands þakkar Ragnari sérstaklega fyrir þátt þess síðarnefnda í sýningunni í færslu sem forsetinn birti á Facebook-síðu sinni í kvöld. Ragnar hafi sýnt minningu Ellýjar ræktarsemi með því að mæta á flestar hinna 220 sýninga sem verið hafa á fjölum leikhússins frá frumsýningu söngleiksins árið 2017. „Í gær lét hann sig ekki vanta þótt hann sé að jafna sig eftir erfiða læknisaðgerð. Takk Raggi!“ skrifar Guðni og birtir með mynd af sér og Ragnari að taka saman lagið fyrir nokkrum árum. Katrín Halldóra Sigurðardóttir fór með hlutverk Ellyjar í sýningunni og vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína sem söngkonan sáluga. Borgarleikhúsið birti í kvöld mynd sem tekin var af Katrínu og Ragnari eftir sýninguna í gær, þar sem þau kveðja ævintýrið sem nú er að baki. Katrín sagði í samtali við Vísi í gær að afar erfitt hafi verið að skilja við hinn samheldna hóp sem tók þátt í sýningunni. Innan hans hafi verið svo mikill kærleikur og gleði að hún sé meyr við tilhugsunina um að nú sé komið að leiðarlokum. View this post on InstagramÞessi mynd var tekin rétt eftir lokasýningu á Elly í gær. Við þökkum kærlega öllum þeim sem mættu og nutu sýningarinnar með okkur! A post shared by Borgarleikhúsið Listabraut 3 (@borgarleikhusid) on Jun 16, 2019 at 11:36am PDT
Leikhús Menning Reykjavík Tengdar fréttir „Er Ellý ekki örugglega amma þín?“ Í kvöld verður 200. sýningin á leikritinu Elly sem fjallar um ævi og ástir einnar vinsælustu söngkonu Íslands fyrr og síðar, Ellyjar Vilhjálms, sem Katrín Halldóra túlkar. 9. febrúar 2019 07:15 Áhorfendametið fallið og lokasýning í kvöld: „Ég held að Elly verði alltaf nálægt manni“ Sýningin var frumsýnd þann 18. mars árið 2017. 15. júní 2019 12:30 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
„Er Ellý ekki örugglega amma þín?“ Í kvöld verður 200. sýningin á leikritinu Elly sem fjallar um ævi og ástir einnar vinsælustu söngkonu Íslands fyrr og síðar, Ellyjar Vilhjálms, sem Katrín Halldóra túlkar. 9. febrúar 2019 07:15
Áhorfendametið fallið og lokasýning í kvöld: „Ég held að Elly verði alltaf nálægt manni“ Sýningin var frumsýnd þann 18. mars árið 2017. 15. júní 2019 12:30