Innlent

Vegfarendur komu til hjálpar þegar bíll valt á Snæfellsnesvegi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi á Snæfellsnesvegi í kvöld. Sjónarvottur segir marga vegfarendur hafa stoppað og komið fólkinu í bílnum til hjálpar.
Frá vettvangi á Snæfellsnesvegi í kvöld. Sjónarvottur segir marga vegfarendur hafa stoppað og komið fólkinu í bílnum til hjálpar. Mynd/Aðsend
Bíll valt á Snæfellsnesvegi nærri bænum Gröf í Eyja- og Miklaholtshreppi á sjöunda tímanum í kvöld. Sjúkraflutningamenn komu á slysstað um sjöleytið en allir fimm sem voru í bílnum voru fluttir á sjúkrahús á Akranesi til skoðunar. Enginn virtist þó alvarlega slasaður, að sögn Gísla Björnssonar, yfirmanns sjúkraflutninga á Vesturlandi.

Bíllinn er mikið skemmdur og valt nokkrar veltur út af veginum. Sjúkrabílar voru sendir á vettvang frá Stykkishólmi og Borgarnesi en slysstaður er miðja vegu á milli bæjanna og voru viðbragðsaðilar því allt að 20 mínútur á leiðinni.

Í millitíðinni komu vegfarendur fólkinu í bílnum til hjálpar, þar á meðal einn eða tveir læknar sem kunnu til verka, að sögn sjónarvotts. Allir í bílnum eru Íslendingar.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×