Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júní 2019 10:53 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í Alþingishúsinu í morgun. vísir/vilhelm Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. Þingflokkurinn gerði athugasemdir við orðalag í samkomulaginu, eða því sem einnig hefur verið kallað drög að samkomulagi samkvæmt heimildum Vísis, og vildi gera breytingar þannig að samkomulagið yrði skýrara og fastar neglt niður. Þar sem ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi við Miðflokkinn er því allt óljóst með þinglok. Í gær sömdu ríkisstjórnarflokkarnir og hinir stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sín á milli um hvernig ljúka skal þingi og átti að semja við Miðflokkinn sérstaklega. Síðdegis í gær var greint frá því að það samkomulag myndi fela í sér síðsumarþing þar sem orkupakkinn yrði ræddur sérstaklega. Þá átti einnig að semja um frumvarp sem snýr að innflutningi á hráu, ófrosnu kjöti en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, krafðist þess síðan að frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá. Samkomulagið sem náðist í gærkvöldi sneri þó ekki í neinu leyti að því heldur að þriðja orkupakkanum og hráa kjötinu samkvæmt heimildum Vísis. Engu að síður hafa nýjar kröfur Miðflokksins í samningaviðræðum um þinglok gert það að verkum að vantraust ríkir í garð flokksins í röðum Sjálfstæðismanna og að þeir muni standa við samkomulag ef og þegar það liggur fyrir. Fundur hófst á Alþingi núna klukkan 10:30 og var þá frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um þjóðarsjóð tekið af dagskrá í samræmi við samkomulag ríkisstjórnarinnar við Pírata, Viðreisn, Samfylkinguna og Flokk fólksins. Þá funduðu þingflokksformenn klukkan 10:15 þar sem farið var yfir dagskrá þingfundar. Fastlega má búast við því að reynt verði aftur að semja um þinglok í dag en með samningum við stjórnarandstöðuna í gær, í sitthvoru lagi, var stefnt að því að ljúka þingi á morgun. Það verður að teljast ólíklegt eftir atburði gærkvöldsins.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stefna á að semja um þinglok í dag Núna klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. 13. júní 2019 15:38 Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. 13. júní 2019 14:01 Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. Þingflokkurinn gerði athugasemdir við orðalag í samkomulaginu, eða því sem einnig hefur verið kallað drög að samkomulagi samkvæmt heimildum Vísis, og vildi gera breytingar þannig að samkomulagið yrði skýrara og fastar neglt niður. Þar sem ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi við Miðflokkinn er því allt óljóst með þinglok. Í gær sömdu ríkisstjórnarflokkarnir og hinir stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sín á milli um hvernig ljúka skal þingi og átti að semja við Miðflokkinn sérstaklega. Síðdegis í gær var greint frá því að það samkomulag myndi fela í sér síðsumarþing þar sem orkupakkinn yrði ræddur sérstaklega. Þá átti einnig að semja um frumvarp sem snýr að innflutningi á hráu, ófrosnu kjöti en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, krafðist þess síðan að frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá. Samkomulagið sem náðist í gærkvöldi sneri þó ekki í neinu leyti að því heldur að þriðja orkupakkanum og hráa kjötinu samkvæmt heimildum Vísis. Engu að síður hafa nýjar kröfur Miðflokksins í samningaviðræðum um þinglok gert það að verkum að vantraust ríkir í garð flokksins í röðum Sjálfstæðismanna og að þeir muni standa við samkomulag ef og þegar það liggur fyrir. Fundur hófst á Alþingi núna klukkan 10:30 og var þá frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um þjóðarsjóð tekið af dagskrá í samræmi við samkomulag ríkisstjórnarinnar við Pírata, Viðreisn, Samfylkinguna og Flokk fólksins. Þá funduðu þingflokksformenn klukkan 10:15 þar sem farið var yfir dagskrá þingfundar. Fastlega má búast við því að reynt verði aftur að semja um þinglok í dag en með samningum við stjórnarandstöðuna í gær, í sitthvoru lagi, var stefnt að því að ljúka þingi á morgun. Það verður að teljast ólíklegt eftir atburði gærkvöldsins.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stefna á að semja um þinglok í dag Núna klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. 13. júní 2019 15:38 Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. 13. júní 2019 14:01 Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Stefna á að semja um þinglok í dag Núna klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. 13. júní 2019 15:38
Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. 13. júní 2019 14:01
Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14