Af hverju svarar ráðherra ekki? Helga Vala Helgadóttir skrifar 13. júní 2019 12:35 Eitt af grundvallarhlutverkum Alþingis er að veita framkvæmdarvaldinu aðhald, hvort tveggja ríkisstjórninni sem og stjórnsýslunni. Þingmenn hafa til þess ýmis tæki, svo sem að leggja fram beiðni um skýrslu frá ráðherra, beiðni um stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðunar, bera fram óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra sem eru örspurningar í þingsal og setja á laggirnar rannsóknarnefnd. Þá er einnig hægt að bera fram skriflegar fyrirspurnir, sem ráðherrar hafa samkvæmt þingsköpum 15 virka daga til að svara. Takist ráðherra ekki að svara skal hann gera forseta Alþingis skriflega grein fyrir því að dráttur verði á svari sem og greina frá því hver ástæða dráttar er. Skal ráðherra jafnframt tilgreina hvenær vænta megi svars. Eftirlitshlutverk Alþingis er eins og að ofan er ritað eitt af mikilvægustu hlutverkum þingsins. Þingmenn starfa í umboði þjóðar og það er í þjóðarhag að spurningum þingmanna sé svarað án undanbragða svo þingmenn geti rækt þetta starf sitt. Fyrir næstum tólf vikum, 51 virkum degi, bar ég fram skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra kostnað ríkisins vegna ólögmætrar skipunar fv. dómsmálaráðherra í embætti landsréttardómara. Var óskað eftir upplýsingum um allan beinan kostnað íslenska ríkisins, bætur til annarra umsækjenda, kostnað vegna fjölmargra aðkeyptra sérfræðinga fyrir ráðuneyti og ríkislögmann, áætlaðan kostnað vegna vinnu starfsmanna ríkislögmanns við málið sem eðli málsins samkvæmt gátu ekki sinnt öðrum störfum við embættið, dæmdan málskostnað á öllum dómstigum, dæmdar miska og skaðabætur, umsamdar bætur og fleira. Þann 20. maí sl., eða fyrir nærri fjórum vikum, svaraði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, dómsmálaráðherra því til að svarið væri tilbúið og yrði sent frá ráðuneytinu í lok þeirrar viku. Eitthvað virðist sendiboðinn lengi á leiðinni því ekkert svar hefur borist Alþingi þrátt fyrir að ítrekað hafi verið gengið á eftir því. Forseti Alþingis hefur lofað því að liðsinna þingmanni við eftirgrennslan en ekkert gerist. Einhverra hluta vegna grunar mig að ríkisstjórnin vilji ekki að við fáum svarið fyrir þinglok en það breytir því ekki að þessi framkoma framkvæmdavaldsins við Alþingi grefur undan störfum þingsins og tiltrú almennings á því. Þegar svo er skipta orð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla traust almennings á stjórnmálum lítils þegar aðgerðir ráðamanna ganga þvert gegn þeim áformum.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Helga Vala Helgadóttir Landsréttarmálið Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Eitt af grundvallarhlutverkum Alþingis er að veita framkvæmdarvaldinu aðhald, hvort tveggja ríkisstjórninni sem og stjórnsýslunni. Þingmenn hafa til þess ýmis tæki, svo sem að leggja fram beiðni um skýrslu frá ráðherra, beiðni um stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðunar, bera fram óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra sem eru örspurningar í þingsal og setja á laggirnar rannsóknarnefnd. Þá er einnig hægt að bera fram skriflegar fyrirspurnir, sem ráðherrar hafa samkvæmt þingsköpum 15 virka daga til að svara. Takist ráðherra ekki að svara skal hann gera forseta Alþingis skriflega grein fyrir því að dráttur verði á svari sem og greina frá því hver ástæða dráttar er. Skal ráðherra jafnframt tilgreina hvenær vænta megi svars. Eftirlitshlutverk Alþingis er eins og að ofan er ritað eitt af mikilvægustu hlutverkum þingsins. Þingmenn starfa í umboði þjóðar og það er í þjóðarhag að spurningum þingmanna sé svarað án undanbragða svo þingmenn geti rækt þetta starf sitt. Fyrir næstum tólf vikum, 51 virkum degi, bar ég fram skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra kostnað ríkisins vegna ólögmætrar skipunar fv. dómsmálaráðherra í embætti landsréttardómara. Var óskað eftir upplýsingum um allan beinan kostnað íslenska ríkisins, bætur til annarra umsækjenda, kostnað vegna fjölmargra aðkeyptra sérfræðinga fyrir ráðuneyti og ríkislögmann, áætlaðan kostnað vegna vinnu starfsmanna ríkislögmanns við málið sem eðli málsins samkvæmt gátu ekki sinnt öðrum störfum við embættið, dæmdan málskostnað á öllum dómstigum, dæmdar miska og skaðabætur, umsamdar bætur og fleira. Þann 20. maí sl., eða fyrir nærri fjórum vikum, svaraði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, dómsmálaráðherra því til að svarið væri tilbúið og yrði sent frá ráðuneytinu í lok þeirrar viku. Eitthvað virðist sendiboðinn lengi á leiðinni því ekkert svar hefur borist Alþingi þrátt fyrir að ítrekað hafi verið gengið á eftir því. Forseti Alþingis hefur lofað því að liðsinna þingmanni við eftirgrennslan en ekkert gerist. Einhverra hluta vegna grunar mig að ríkisstjórnin vilji ekki að við fáum svarið fyrir þinglok en það breytir því ekki að þessi framkoma framkvæmdavaldsins við Alþingi grefur undan störfum þingsins og tiltrú almennings á því. Þegar svo er skipta orð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla traust almennings á stjórnmálum lítils þegar aðgerðir ráðamanna ganga þvert gegn þeim áformum.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun