Lagt til að ævintýrakonan Ída Jónasdóttir fái ríkisborgararétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2019 11:33 Reikna má með 32 nýjum íslenskum ríkisborgurum innan tíðar. vísir/vilhelm Allsherja- og menntamálanefnd hefur lagt til að 32 einstaklingum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Frumvarp til laga svo hljóðandi hefur verið lagt fyrir Alþingi. Má gera ráð fyrir að frumvarpið verði samþykkt. Meðal þeirra sem lagt er til að fái ríkisborgararétt er Ída Jónasdóttir Herman sem er á 94. aldursári. Ída fékk fyrst íslenskra kvenna leyfi til að giftast bandarískum hermanni. Hún trúlofaðist honum eftir 48 klukkustunda kynni. Ída var til umfjöllunar í heimildarmynd Ölmu Ómarsdóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í ríkissjónvarpinu um páskana. Hún lætur aldurinn ekki stöðva sig í að láta drauma verða að veruleika. Í fyrrasumar fór hún í svifvængjaflug, ísklifur og renndi sér í zip-lining. „Ég er næstum hundrað ára. En frænka mín varð eldri en hundrað ára, þannig að ég á mörg ár framundan,“ sagði Ída. „Þannig að ég verð að skipuleggja alls konar skemmtilega hluti til að sjá og upplifa, vegna þess að kannski á ég tíu ár eftir ólifuð. Ef ekki, þá það, en ef ég á tíu ár eftir þá ætla ég ekki að sóa þeim.“ Þá er að finna fólk á listanum frá Argentínu, Bandaríkjunu, Kanada, Rússlandi og Brasilíu svo fátt eitt sé nefnt. Lagt er til að eftirfarandi fólki verði veittur ríkisborgararéttur: 1. Agnieszka Józefina Hudzik, f. 1984 í Póllandi. 2. Alexander Kolesnyk, f. 1981 í Úkraínu. 3. Anu Junburom, f. 1955 í Taílandi. 4. Birgir Hannes Rypkema, f. 1988 á Íslandi. 5. Claudia Dahan Pétursson, f. 1960 í Bandaríkjunum. 6. Cloé Lacasse, f. 1993 í Kanada. 7. Elena Nesterova, f. 1977 í Rússlandi. 8. Elias Gastao Cumaio, f. 1998 í Mósambík. 9. Ilhan Erkek, f. 1965 í Tyrklandi. 10. Irene Anne Stringer-Maas, f. 1957 í Bandaríkjunum. 11. Ivan Nesterov, f. 1977 í Rússlandi. 12. Ída Jónasdóttir Herman, f. 1925 á Íslandi. 13. Jesse John Van Hove, f. 1987 í Kanada. 14. John J. Frantz, f. 1930 í Bandaríkjunum. 15. Jón Arthur Ferrier, f. 1958 á Íslandi. 16. Julian Mariano Burgos, f. 1970 í Argentínu. 17. Lucimara Aparecida Da Silva, f. 1977 í Brasilíu. 18. Margrét Ann Thors, f. 1987 í Bandaríkjunum. 19. Marin Duangmadan, f. 1984 í Taílandi. 20. Maxim Leonidovich Petrov, f. 1979 í Rússlandi. 21. Michael David Kowalewski, f. 1965 í Bandaríkjunum. 22. Miodrag Stankovic, f. 1967 í Serbíu. 23. Olivia Marie Harper, f. 1988 í Bandaríkjunum. 24. Patricia Da Silva Araujo, f. 1984 í Brasilíu. 25. Patrycja Natalia Urbanska, f. 1995 í Póllandi. 26. Petur Sigfusson Williams, f. 1948 á Íslandi. 27. Rafaela M. Santos Gomes Teixeira, f. 1986 í Brasilíu. 28. Regina Vaiciuniené, f. 1975 í Litháen. 29. Regína Franziska Heincke, f. 1963 í Svíþjóð. 30. Sebastian Marcin Górka, f. 1976 í Póllandi. 31. Soukaina Nigrou, f. 1990 í Marokkó. 32. Tanit Amandine Karolys Rodriguez, f. 1988 í Ekvador. Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Allsherja- og menntamálanefnd hefur lagt til að 32 einstaklingum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Frumvarp til laga svo hljóðandi hefur verið lagt fyrir Alþingi. Má gera ráð fyrir að frumvarpið verði samþykkt. Meðal þeirra sem lagt er til að fái ríkisborgararétt er Ída Jónasdóttir Herman sem er á 94. aldursári. Ída fékk fyrst íslenskra kvenna leyfi til að giftast bandarískum hermanni. Hún trúlofaðist honum eftir 48 klukkustunda kynni. Ída var til umfjöllunar í heimildarmynd Ölmu Ómarsdóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í ríkissjónvarpinu um páskana. Hún lætur aldurinn ekki stöðva sig í að láta drauma verða að veruleika. Í fyrrasumar fór hún í svifvængjaflug, ísklifur og renndi sér í zip-lining. „Ég er næstum hundrað ára. En frænka mín varð eldri en hundrað ára, þannig að ég á mörg ár framundan,“ sagði Ída. „Þannig að ég verð að skipuleggja alls konar skemmtilega hluti til að sjá og upplifa, vegna þess að kannski á ég tíu ár eftir ólifuð. Ef ekki, þá það, en ef ég á tíu ár eftir þá ætla ég ekki að sóa þeim.“ Þá er að finna fólk á listanum frá Argentínu, Bandaríkjunu, Kanada, Rússlandi og Brasilíu svo fátt eitt sé nefnt. Lagt er til að eftirfarandi fólki verði veittur ríkisborgararéttur: 1. Agnieszka Józefina Hudzik, f. 1984 í Póllandi. 2. Alexander Kolesnyk, f. 1981 í Úkraínu. 3. Anu Junburom, f. 1955 í Taílandi. 4. Birgir Hannes Rypkema, f. 1988 á Íslandi. 5. Claudia Dahan Pétursson, f. 1960 í Bandaríkjunum. 6. Cloé Lacasse, f. 1993 í Kanada. 7. Elena Nesterova, f. 1977 í Rússlandi. 8. Elias Gastao Cumaio, f. 1998 í Mósambík. 9. Ilhan Erkek, f. 1965 í Tyrklandi. 10. Irene Anne Stringer-Maas, f. 1957 í Bandaríkjunum. 11. Ivan Nesterov, f. 1977 í Rússlandi. 12. Ída Jónasdóttir Herman, f. 1925 á Íslandi. 13. Jesse John Van Hove, f. 1987 í Kanada. 14. John J. Frantz, f. 1930 í Bandaríkjunum. 15. Jón Arthur Ferrier, f. 1958 á Íslandi. 16. Julian Mariano Burgos, f. 1970 í Argentínu. 17. Lucimara Aparecida Da Silva, f. 1977 í Brasilíu. 18. Margrét Ann Thors, f. 1987 í Bandaríkjunum. 19. Marin Duangmadan, f. 1984 í Taílandi. 20. Maxim Leonidovich Petrov, f. 1979 í Rússlandi. 21. Michael David Kowalewski, f. 1965 í Bandaríkjunum. 22. Miodrag Stankovic, f. 1967 í Serbíu. 23. Olivia Marie Harper, f. 1988 í Bandaríkjunum. 24. Patricia Da Silva Araujo, f. 1984 í Brasilíu. 25. Patrycja Natalia Urbanska, f. 1995 í Póllandi. 26. Petur Sigfusson Williams, f. 1948 á Íslandi. 27. Rafaela M. Santos Gomes Teixeira, f. 1986 í Brasilíu. 28. Regina Vaiciuniené, f. 1975 í Litháen. 29. Regína Franziska Heincke, f. 1963 í Svíþjóð. 30. Sebastian Marcin Górka, f. 1976 í Póllandi. 31. Soukaina Nigrou, f. 1990 í Marokkó. 32. Tanit Amandine Karolys Rodriguez, f. 1988 í Ekvador.
Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira