Draumur forsætisráðherra og rétttrúnaðurinn Arnar Sverrisson skrifar 13. júní 2019 10:32 Skipulögð kvenfrelsun hefur staðið yfir á Vesturlöndum í hálfa aðra öld. Karlar og konur búa nú góðu heilli við sömu lög og hafa sömu tækifæri. Laun þeirra eru svipuð. Kynin sýna hvoru öðru ofbeldi til jafns eins óyndislega og það hljómar. Þrátt fyrir þetta sækja kvenfrelsarar enn í sig veðrið. Öll afbrigði kvenfrelsunar grundvallast á þeirri sannfæringu, að karlar séu rót alls ills og beri nær alla ábyrgð á því, sem miður fer í mannlífinu. Illskan rekur þá til viðhalda margumræddu feðraveldi, sem þeir stofnuðu í örófi alda til sameiginlegrar kúgunar kvenna. Konur eru fórnarlömb. Einn meginhugsuða kvenfrelsara, fræðimaðurinn Andrea Dworkin, lýsir þessu svo: „[Karlinn] lifir og hrærist í anda yfirburða sinna, sem hann rekur til tilvistar reðursins. [Konan] hrærist í heimi niðurlægingar og lítillækkunar, þar eð hún er talin óverðug. Kynferðið er bölvun hennar.“ Því er auðskilið, að bölvun hverrar móður sé að eignast son. Í hverju nýju sveinbarni er kúgari fæddur: „Sonur sérhverrar konu í feðraveldinu situr hugsanlega á svikráðum við móður sína. Hann er óhjákvæmilega nauðgari eða kúgari annarra kvenna.“ (Andrea Dworkin) Það er von, að snuggist í kvenfrelsurum, þegar svona er í pottinn búið. Enda gerast þær karlýgar mjög: „Mig dreymir um að sjá karl svo lúbarinn, að hann liggi í blóðbaði með háan skóhæl á kafi í munni sér eins og væri epli í gini svíns,“ segir Andrea, sem einnig hvetur konur til að útrýma körlum, sem standa í vegi fyrir þeim. Aðalhugmyndafræðingar kvenfrelsara hafa einnig úthugsað róttækari leiðir, þar sem afeitrun jarðar og fækkun karlmanna fer saman. Mary Daly lætur sig dreyma: „Afeitrun jarðarinnar verður að eiga sér stað, eigi líf að þrífast til framtíðar. Ég hygg, að hún verði samhliða þróun, sem hafi í för með sér verulega fækkun karlmanna.“ Það er skemmst frá því að segja, að ofbeldi, karlfæð, kynþáttahatur og öfgar hafa fylgt baráttu kvenfrelsara frá upphafi vega. Framtíðarsýn kvenfrelsara er byggð á órum um sæluríkt fortíðarsamfélag undir stjórn algóðrar og alviturrar gyðju. Nokkrir karlmenn verða sérvaldir til undaneldis, en sveinfóstrum eytt í samræmi við undaneldisstefnuna. Mikilvæg skref í þessum undirbúningi eru heimildir kvenna til að eyða fóstrum sínum, jafnvel þótt konu og fóstri sé engin hætta búin og fóstrið orðið til með samþykki beggja foreldra. Nýlega unnu kvenfrelsarar enn einn bardagann í „réttindabaráttunni“ á Alþingi Íslendinga. Konum er að eigin geðþótta, þ.e. án samráðs við föður fóstursins, heimilt að láta eyða því fram að tuttugustu og þriðju viku meðgöngu. Það heitir að náð sé merkum áfanga í „valdtöku“ kvenna yfir líkama sínum. (Mér er ekki kunnugt um, hvenær það vald glutraðist niður.) Forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttir, sem segir sig verða „meiri og meiri „femínista [þ.e. kvenfrelsara],““ dreymir um, að lög muni heimila konum að eyða fóstri sínu án tillits til lengdar meðgöngu. Ennþá er yfirskin kvenfrelsaranna baráttan fyrir jafnrétti og jafnvægi kynjanna. Þegar á síðasta áratugi liðinnar aldar benti rithöfundurinn, David Thomas, á varhugaverð teikn í eflingu og viðgangi kvenfrelsunar. Hann komst svo að orði: „Vestrænar þjóðir sýna svo áráttukenndan áhuga á konum að jaðrar við fjöldahugsýki...“ Áróður kvenfrelsaranna er mergjaður. Leikið er miskunnarlaust á forna strengi karlmennskunnar; vernd kvenna og barna - og umhyggju fyrir þeim. Samtímis er höfðað til samvisku karlanna. Karlillskan er grunnstef í áróðrinum í samræmi við grundvallarsannfæringuna. Karlmenn eru óaflátlega ausnir svívirðingum og ávirðingum. Í dægurmenningunni og á vörum kvenfrelsara eru þeir blygðunarlaust niðurlægðir. Dæmi: „Eltingaleikur er körlum í blóð borinn. Leyfðu því karli að eltast við þig. Liggðu aldrei karl, fyrr en hann tjáir ást sína. Allt, sem mér hefur opinberast um karla, lærði ég af hundi mínum, Margréti. Láttu þá hlaupa á eftir þér út um hvippinn og hvappinn, viljir þú fara í eltingaleik. Standi hugur þinn [hins vegar] til að losna við þá, skaltu snúa leiknum við. Strákarnir eru [nefnilega] býsna einfaldir að allri gerð,“ segir Carole Ann Radziwill. Svo segir Brett Butler: „Mamma sagði ævinlega, að um karla gilti það sama og gólfflísar. Væru þær í upphafi rétt lagðar mætti traðka á þeim í þrjátíu ár.“ Áróðurmeistarar kvenfrelsara ganga í smiðju Göbbels og Hitlers. Blóraböggullinn er hálft mannkyn. Nasistar létu sér duga Gyðinga. Áróðursmeistarar kvenfrelsara endurtaka firrur, lygi og hálfsannleik – oft og tíðum studdum kvenfræðum sínum – og klifa stöðugt á fagnaðarerindinu um frumillsku karla. Fagnaðarerindi þetta er að grópast inn í vitund almennings og stjórnmálamanna sem stórisannleikur, hin rétta trú. Stofnanir samfélagsins taka þátt í ósvinnunni. Hið opinbera, ríkisvald og sveitarstjórnir (Reykjavík er þar stórtækust), fjármagna rekstur trúboða þeirra. Kvennaathvarf, Stígamót og útbú „UN Women“ á Íslandi hljóta veglega styrki af skattfé almennings. Fagnaðarerindið boða t.d. Stígamót unglingum í fyrirlestri, sem heitir því lýsandi nafni: „Sjúk karlmennska.“ Yfirskinið er „forvarnir.“ Þátttaka RÚV er einnig áberandi í efnisvali og efnistökum í umfjöllun um samskipti kynjanna. Stofnunin bjó til „byltingu“ úr síðasta „kynáreitniæði,“ sem rann á fjölda kvenna. Örfár þeirra höfðu döngun til að taka ábyrgð á ásökunum sínum. RÚV stóð fyrir „aftökum“ karla í beinni útsendingu og stofnaði til umsvifamikilla fjársafnana fyrir tvö af þeim öfgasamtökum, sem áður eru nefnd. Jafnframt stunda HR og HÍ ofsóknir á hendur körlum í nafni rétttrúnaðarins. Kynferðislegt ofbeldi karla gegn konum (og börnum) er þrástef í áróðri kvenfrelsara gegn körlum. Forsætisráðherra vor tekur virkan þátt í þessum áróðri. Hana dreymir um samfélag, þar sem „stúlkur geti [...] vaxið úr grasi án ógnarinnar sem stafar af kynbundnu ofbeldi [þ.e. kynferðislegu ofbeldi karla].“ Til að bæta áróðursstöðu sína hefur hún hrifsað til sín jafnréttismálin. Áherslurnar í því starfi eru kvenmiðaðar eins og alkunna er. Stýrihópur hennar í málaflokknum hefur t.d. hugleitt fjölgun kvennaathvarfa og mælir með eflingu Bjarkahlíðar, hálfopinberrar ofbeldismiðstöðvar, sem rekin er í anda kvenfrelsunar undir stjórn yfirlýsts kvenfrelsara. Katrín berst einnig gegn löggjöf, sem heimilar dómstólum eiginlegrar refsingar (fangelsisvist) gegn foreldrum (mæður í miklum meirihluta) fyrir brot á réttindum barna og feðra. Þar fer hún fremst í flokki kvenfrelsunarforkólfa meðal stjórnmálamanna. Íslensk þjóð kaus yfir sig kvenfrelsunarríkisstjórn. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir kvenfrelsun leiðarljós í allri ákvarðanatöku (enda þótt kvenfrelsunarrök „trompi ekki“ öll önnur rök). En í ríkisstjórn og á Alþingi sitja vitaskuld fleiri „hvítir riddarar,“ en svo eru nefndir þeir karlmenn, sem beita sér fyrir vagn kvenfrelsara. (Í tungutaki kvenfrelsara eru þeir kallaðir „heiðurskonur.“) Katrín telur, að áföll kvenna séu oftast af karlavöldum og að ofbeldi gegn konum sé svo algengt að kalla mætti hversdagslegt. Því er „eitt brýnasta verkefni, sem við stöndum frammi fyrir núna einmitt til að efla hér kynjajafnrétti, er að uppræta kynbundið ofbeldi [ofbeldi karla gegn konum] og ríkisstjórnin hefur lagt ríka áherslu á að taka þessi mál föstum tökum.“ Svo virðist sem ríkistjórn Íslands leggist á sveif með dægurmenningunni, þegar karlar eru annars vegar. Kanadísku fræðimennirnir, Katherine K. Young og Paul Nathanson hafa um áratuga skeið rannsakað viðhorfin gegn körlum. Þau segja: „Boðskapurinn er skýr: Í sjálfu sér er ekkert gott og jafnvel ekkert viðunandi í fari karla. Þar af leiðir, að karlar séu einungis alandi og ferjandi að því marki, að þeir annað tveggja umbreytist í konur (við líkamlega geldingu) eða tillíkist konum (við andlega eða greindarfarslega geldingu). Í hnotskurn; góður karl er annað hvort nár eða kona. ... [Það] má með sanni segja, að kvenfrelsunarhugmyndafræðin eins og [reyndar] öll önnur hugmyndafræði, þjóni sama tilgangi og trúarbrögð.“ Í sama streng tekur Camille Paglia. Hún færir sömuleiðis rök að því, að kvenfrelsunarhugmyndafræðin sé okkar tíma trúarbrögð. Boðuðum hernaði gegn körlum miðar vel. „Nú erum við í óða önn að leitast við að innleiða hvatir, viðbrögð og hátterni kvenna sem hið nýja viðmið fyrir alla samfélagsþegna.“ (Barbara Amiel) Ákjósanlegasti vettvangur slíkrar innrætingar er uppeldið – augljóslega. Æ fleiri börn alast upp án náinna tengsla við föður með vondum afleiðingum. Íslenskt skólakerfi er mettað konum, enda þótt ekki sé þar með sagt, að allir kvenkennarar séu kvenfrelsarar. En konur bera takmarkað skynbragð á „reynsluheim“ karla og hafa því fátt eitt að leggja af mörkum til uppeldis drengja í þessu efni. En ég el enn þá von í brjósti, að hernaðinum gegn körlum og drengjum sloti. Sjálfstæðisflokkurinn hefur samþykkt að rétta hlut þeirra (þeirra síðastnefndu að minnsta kosti). Konur eiga vissulega allt gott skilið. En það eiga karlar einnig. (Þýðingar eru höfundar.)Höfundur er ellilífeyrisþegi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Skipulögð kvenfrelsun hefur staðið yfir á Vesturlöndum í hálfa aðra öld. Karlar og konur búa nú góðu heilli við sömu lög og hafa sömu tækifæri. Laun þeirra eru svipuð. Kynin sýna hvoru öðru ofbeldi til jafns eins óyndislega og það hljómar. Þrátt fyrir þetta sækja kvenfrelsarar enn í sig veðrið. Öll afbrigði kvenfrelsunar grundvallast á þeirri sannfæringu, að karlar séu rót alls ills og beri nær alla ábyrgð á því, sem miður fer í mannlífinu. Illskan rekur þá til viðhalda margumræddu feðraveldi, sem þeir stofnuðu í örófi alda til sameiginlegrar kúgunar kvenna. Konur eru fórnarlömb. Einn meginhugsuða kvenfrelsara, fræðimaðurinn Andrea Dworkin, lýsir þessu svo: „[Karlinn] lifir og hrærist í anda yfirburða sinna, sem hann rekur til tilvistar reðursins. [Konan] hrærist í heimi niðurlægingar og lítillækkunar, þar eð hún er talin óverðug. Kynferðið er bölvun hennar.“ Því er auðskilið, að bölvun hverrar móður sé að eignast son. Í hverju nýju sveinbarni er kúgari fæddur: „Sonur sérhverrar konu í feðraveldinu situr hugsanlega á svikráðum við móður sína. Hann er óhjákvæmilega nauðgari eða kúgari annarra kvenna.“ (Andrea Dworkin) Það er von, að snuggist í kvenfrelsurum, þegar svona er í pottinn búið. Enda gerast þær karlýgar mjög: „Mig dreymir um að sjá karl svo lúbarinn, að hann liggi í blóðbaði með háan skóhæl á kafi í munni sér eins og væri epli í gini svíns,“ segir Andrea, sem einnig hvetur konur til að útrýma körlum, sem standa í vegi fyrir þeim. Aðalhugmyndafræðingar kvenfrelsara hafa einnig úthugsað róttækari leiðir, þar sem afeitrun jarðar og fækkun karlmanna fer saman. Mary Daly lætur sig dreyma: „Afeitrun jarðarinnar verður að eiga sér stað, eigi líf að þrífast til framtíðar. Ég hygg, að hún verði samhliða þróun, sem hafi í för með sér verulega fækkun karlmanna.“ Það er skemmst frá því að segja, að ofbeldi, karlfæð, kynþáttahatur og öfgar hafa fylgt baráttu kvenfrelsara frá upphafi vega. Framtíðarsýn kvenfrelsara er byggð á órum um sæluríkt fortíðarsamfélag undir stjórn algóðrar og alviturrar gyðju. Nokkrir karlmenn verða sérvaldir til undaneldis, en sveinfóstrum eytt í samræmi við undaneldisstefnuna. Mikilvæg skref í þessum undirbúningi eru heimildir kvenna til að eyða fóstrum sínum, jafnvel þótt konu og fóstri sé engin hætta búin og fóstrið orðið til með samþykki beggja foreldra. Nýlega unnu kvenfrelsarar enn einn bardagann í „réttindabaráttunni“ á Alþingi Íslendinga. Konum er að eigin geðþótta, þ.e. án samráðs við föður fóstursins, heimilt að láta eyða því fram að tuttugustu og þriðju viku meðgöngu. Það heitir að náð sé merkum áfanga í „valdtöku“ kvenna yfir líkama sínum. (Mér er ekki kunnugt um, hvenær það vald glutraðist niður.) Forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttir, sem segir sig verða „meiri og meiri „femínista [þ.e. kvenfrelsara],““ dreymir um, að lög muni heimila konum að eyða fóstri sínu án tillits til lengdar meðgöngu. Ennþá er yfirskin kvenfrelsaranna baráttan fyrir jafnrétti og jafnvægi kynjanna. Þegar á síðasta áratugi liðinnar aldar benti rithöfundurinn, David Thomas, á varhugaverð teikn í eflingu og viðgangi kvenfrelsunar. Hann komst svo að orði: „Vestrænar þjóðir sýna svo áráttukenndan áhuga á konum að jaðrar við fjöldahugsýki...“ Áróður kvenfrelsaranna er mergjaður. Leikið er miskunnarlaust á forna strengi karlmennskunnar; vernd kvenna og barna - og umhyggju fyrir þeim. Samtímis er höfðað til samvisku karlanna. Karlillskan er grunnstef í áróðrinum í samræmi við grundvallarsannfæringuna. Karlmenn eru óaflátlega ausnir svívirðingum og ávirðingum. Í dægurmenningunni og á vörum kvenfrelsara eru þeir blygðunarlaust niðurlægðir. Dæmi: „Eltingaleikur er körlum í blóð borinn. Leyfðu því karli að eltast við þig. Liggðu aldrei karl, fyrr en hann tjáir ást sína. Allt, sem mér hefur opinberast um karla, lærði ég af hundi mínum, Margréti. Láttu þá hlaupa á eftir þér út um hvippinn og hvappinn, viljir þú fara í eltingaleik. Standi hugur þinn [hins vegar] til að losna við þá, skaltu snúa leiknum við. Strákarnir eru [nefnilega] býsna einfaldir að allri gerð,“ segir Carole Ann Radziwill. Svo segir Brett Butler: „Mamma sagði ævinlega, að um karla gilti það sama og gólfflísar. Væru þær í upphafi rétt lagðar mætti traðka á þeim í þrjátíu ár.“ Áróðurmeistarar kvenfrelsara ganga í smiðju Göbbels og Hitlers. Blóraböggullinn er hálft mannkyn. Nasistar létu sér duga Gyðinga. Áróðursmeistarar kvenfrelsara endurtaka firrur, lygi og hálfsannleik – oft og tíðum studdum kvenfræðum sínum – og klifa stöðugt á fagnaðarerindinu um frumillsku karla. Fagnaðarerindi þetta er að grópast inn í vitund almennings og stjórnmálamanna sem stórisannleikur, hin rétta trú. Stofnanir samfélagsins taka þátt í ósvinnunni. Hið opinbera, ríkisvald og sveitarstjórnir (Reykjavík er þar stórtækust), fjármagna rekstur trúboða þeirra. Kvennaathvarf, Stígamót og útbú „UN Women“ á Íslandi hljóta veglega styrki af skattfé almennings. Fagnaðarerindið boða t.d. Stígamót unglingum í fyrirlestri, sem heitir því lýsandi nafni: „Sjúk karlmennska.“ Yfirskinið er „forvarnir.“ Þátttaka RÚV er einnig áberandi í efnisvali og efnistökum í umfjöllun um samskipti kynjanna. Stofnunin bjó til „byltingu“ úr síðasta „kynáreitniæði,“ sem rann á fjölda kvenna. Örfár þeirra höfðu döngun til að taka ábyrgð á ásökunum sínum. RÚV stóð fyrir „aftökum“ karla í beinni útsendingu og stofnaði til umsvifamikilla fjársafnana fyrir tvö af þeim öfgasamtökum, sem áður eru nefnd. Jafnframt stunda HR og HÍ ofsóknir á hendur körlum í nafni rétttrúnaðarins. Kynferðislegt ofbeldi karla gegn konum (og börnum) er þrástef í áróðri kvenfrelsara gegn körlum. Forsætisráðherra vor tekur virkan þátt í þessum áróðri. Hana dreymir um samfélag, þar sem „stúlkur geti [...] vaxið úr grasi án ógnarinnar sem stafar af kynbundnu ofbeldi [þ.e. kynferðislegu ofbeldi karla].“ Til að bæta áróðursstöðu sína hefur hún hrifsað til sín jafnréttismálin. Áherslurnar í því starfi eru kvenmiðaðar eins og alkunna er. Stýrihópur hennar í málaflokknum hefur t.d. hugleitt fjölgun kvennaathvarfa og mælir með eflingu Bjarkahlíðar, hálfopinberrar ofbeldismiðstöðvar, sem rekin er í anda kvenfrelsunar undir stjórn yfirlýsts kvenfrelsara. Katrín berst einnig gegn löggjöf, sem heimilar dómstólum eiginlegrar refsingar (fangelsisvist) gegn foreldrum (mæður í miklum meirihluta) fyrir brot á réttindum barna og feðra. Þar fer hún fremst í flokki kvenfrelsunarforkólfa meðal stjórnmálamanna. Íslensk þjóð kaus yfir sig kvenfrelsunarríkisstjórn. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir kvenfrelsun leiðarljós í allri ákvarðanatöku (enda þótt kvenfrelsunarrök „trompi ekki“ öll önnur rök). En í ríkisstjórn og á Alþingi sitja vitaskuld fleiri „hvítir riddarar,“ en svo eru nefndir þeir karlmenn, sem beita sér fyrir vagn kvenfrelsara. (Í tungutaki kvenfrelsara eru þeir kallaðir „heiðurskonur.“) Katrín telur, að áföll kvenna séu oftast af karlavöldum og að ofbeldi gegn konum sé svo algengt að kalla mætti hversdagslegt. Því er „eitt brýnasta verkefni, sem við stöndum frammi fyrir núna einmitt til að efla hér kynjajafnrétti, er að uppræta kynbundið ofbeldi [ofbeldi karla gegn konum] og ríkisstjórnin hefur lagt ríka áherslu á að taka þessi mál föstum tökum.“ Svo virðist sem ríkistjórn Íslands leggist á sveif með dægurmenningunni, þegar karlar eru annars vegar. Kanadísku fræðimennirnir, Katherine K. Young og Paul Nathanson hafa um áratuga skeið rannsakað viðhorfin gegn körlum. Þau segja: „Boðskapurinn er skýr: Í sjálfu sér er ekkert gott og jafnvel ekkert viðunandi í fari karla. Þar af leiðir, að karlar séu einungis alandi og ferjandi að því marki, að þeir annað tveggja umbreytist í konur (við líkamlega geldingu) eða tillíkist konum (við andlega eða greindarfarslega geldingu). Í hnotskurn; góður karl er annað hvort nár eða kona. ... [Það] má með sanni segja, að kvenfrelsunarhugmyndafræðin eins og [reyndar] öll önnur hugmyndafræði, þjóni sama tilgangi og trúarbrögð.“ Í sama streng tekur Camille Paglia. Hún færir sömuleiðis rök að því, að kvenfrelsunarhugmyndafræðin sé okkar tíma trúarbrögð. Boðuðum hernaði gegn körlum miðar vel. „Nú erum við í óða önn að leitast við að innleiða hvatir, viðbrögð og hátterni kvenna sem hið nýja viðmið fyrir alla samfélagsþegna.“ (Barbara Amiel) Ákjósanlegasti vettvangur slíkrar innrætingar er uppeldið – augljóslega. Æ fleiri börn alast upp án náinna tengsla við föður með vondum afleiðingum. Íslenskt skólakerfi er mettað konum, enda þótt ekki sé þar með sagt, að allir kvenkennarar séu kvenfrelsarar. En konur bera takmarkað skynbragð á „reynsluheim“ karla og hafa því fátt eitt að leggja af mörkum til uppeldis drengja í þessu efni. En ég el enn þá von í brjósti, að hernaðinum gegn körlum og drengjum sloti. Sjálfstæðisflokkurinn hefur samþykkt að rétta hlut þeirra (þeirra síðastnefndu að minnsta kosti). Konur eiga vissulega allt gott skilið. En það eiga karlar einnig. (Þýðingar eru höfundar.)Höfundur er ellilífeyrisþegi
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun