Alvarlegur feill ríkisstjórnarinnar að láta WOW falla Ole Anton Bieltvedt skrifar 13. júní 2019 09:15 Helgi Magnússon mun vera einn reyndasti athafnamaður landsins. Fyrst vann hann með ýmsum landsþekktum fyrirtækjum sem endurskoðandi, síðan rak hann allmörg fyrirtæki – svo sem Hörpu – upp á eigin spýtur, og loks varð hann formaður Samtaka iðnaðarins, formaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og sat í bankaráðum og stjórnum ýmissa stórfyrirtækja. Í nýútkominni ævisögu sinni, segir Helgi m.a. þetta: „Mér hefur sýnst að þeir sem hafa reynslu af rekstri fyrirtækja nálgist oft störf sín í stjórnum með öðrum hætti en hinir. Það er mikilvæg reynsla að hafa þurft að bera ábyrgð á daglegum rekstri eins og að hafa fólk í vinnu, tryggja að tekjur séu meiri en útgjöld, eiga fyrir launum um mánaðamót, eiga fyrir virðisaukaskatti og öðrum opinberum gjöldum á réttum tíma?…“ Án þessarar eigin reynslu, telur Helgi, að menn hafi ekki mikið til málanna að leggja í stjórn stærri fyrirtækja og samtaka, og, að góðir vitsmunir og há menntun dugi ekki ein og sér. Undirritaður og sennilega ýmsir aðrir, sem við stjórnun og fyrirtækjarekstur hafa fengizt, munu taka undir þetta. Stærsta fyrirtæki landsins er íslenzka ríkið. Þeir þrír, sem þar eru helzt í fyrirsvari, eru bókmenntafræðingur, lögfræðingur og dýralæknir; allt gott fólk og fært á sínu sviði – með meiri eða minni reynslu úr stjórnmálum – en aldeilis reynslu- og kunnáttulítið í stjórnun og rekstri fyrirtækja, nema þá helzt lögfræðingurinn, sem þó virðist hafa lent í nokkrum sviptingum og áföllum í sinni aðkomu að rekstri. Hann er reyndar ekki einn um það. Skyldi eitthvert hinna stærri fyrirtækja landsins hafa óskað sérstaklega eftir veru þessa fólks í stjórn sinni? Spurning, en svona virkar lýðræðið oft; það er ekki alltaf skilvirkt. Í augum undirritaðs voru það mikil grundvallarmistök ríkisstjórnarinnar að láta WOW fara í gjaldþrot. Víðtækar og alvarlegar afleiðingar gjaldþrotsins koma betur og betur í ljós. Það er gott að vera vitur eftir á, kunna menn að segja, en það á ekki við hér; þetta mikla og alvarlega bakslag, í hinu margvíslegasta formi, var fyrirfram augljóst og óhjákvæmilegt. Eitt er brottfall starfa hjá WOW og þjónustuaðilum þeirra, um 2.500 manns, sem er feikilegur hlutfallslegur fjöldi hér – jafngildir 42.000 manns í Danmörku og yfir 580.000 manns í Þýzkalandi – en flest þetta fólk fer úr því að vera gildir skattgreiðendur í það að verða atvinnuleysisbótaþegar; tvöföld neikvæð áhrif. Annað eru hin víðtæku óbeinu, neikvæðu áhrif, sem í lok dags munu ná til flestra króka og kima samfélagsins, en við vorum komin á það stig með ferðaþjónustuna, að hún stóð undir um helmingi gjaldeyristekna þjóðarinnar, og WOW flutti nær þriðjung allra ferðamanna til landsins. Við blasir, að fjöldi ferðamanna gæti farið úr um 2,5 milljónum, sem hefði getað orðið, niður í um 2,0 milljónir manna í ár, vegna falls WOW. Miðað við, að 2,5 milljónir ferðamanna skili um 500 milljörðum í gjaldeyristekjum, gætu gjaldeyristekjur vegna brottfalls WOW kostað þjóðarbúið 100 milljarða á 12 mánaða skeiði. Þessi gífurlega tekjuskerðing mun bitna á rúturekstri og fólksflutningum, leigubílaakstri, veitingastöðum og hótelum, verzlanarekstri svo og hvers konar starfsemi og þjónustu, að ógleymdri gistiþjónustu bænda, um allt land. Starfsmenn þessara greina munu hafa minna úr að spila og þar með greiða minni skatta, kaupa minni þjónustu og varning, sem aftur rýrir tekjur af virðisaukaskatti, benzíni, áfengi, o.s.frv. Mátti öllum vera fyrirfram ljóst – ekki sízt ríkisstjórninni – að úr falli WOW yrði mikill og víðtækur efnahagslegur vítahringur, sem myndi ná – beint eða óbeint – til flestra landsmanna. Hjá ríkisstjórninni var viðkvæðið: Við viljum ekki taka skattfé til styrktar eða björgunar einkafyrirtæki. Svo einfalt var það. Það er gott að hafa prinsipp, en hvert eitt mál hefur sína sérstöðu, og verður að skoðast skv. því. Alhæfingar eru hættulegar. Menn get sagst stefna norður, og staðið við það, en það þarf ekki að þýða, að ekki megi taka hlykk til vestur eða austurs – jafnvel til baka til suðurs – til að finna beztu leiðina norður. Í mínum augum var þetta einfalda prinsipp ríkisstjórnarinnar, að setja ekki skattfé í WOW, út í hött. Sé eingöngu litið til 1.100 beinna starfsmanna WOW, þá munu þeir að meðaltali hafa greitt um 3,0-4,0 milljónir króna í beina skatta á ári, eða um 4 milljarða. Ef tveggja ára skattfé starfsmanna WOW, 6-8 milljarðar, hefði verið sett til bjargar WOW, t.a.m. með vel skilyrtri ríkisábyrgð – en stjórn félagsins var þá þegar búin að gera viðamiklar lagfæringar á rekstrinum – væri rekstur þess enn í fullum gangi, skattgreiðslur starfsmanna þá líka, hagvöxtur hér í stað samdráttar og fjármálaáætlun ríkisins, frá í marz, enn í fullu gildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Ole Anton Bieltvedt WOW Air Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Helgi Magnússon mun vera einn reyndasti athafnamaður landsins. Fyrst vann hann með ýmsum landsþekktum fyrirtækjum sem endurskoðandi, síðan rak hann allmörg fyrirtæki – svo sem Hörpu – upp á eigin spýtur, og loks varð hann formaður Samtaka iðnaðarins, formaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og sat í bankaráðum og stjórnum ýmissa stórfyrirtækja. Í nýútkominni ævisögu sinni, segir Helgi m.a. þetta: „Mér hefur sýnst að þeir sem hafa reynslu af rekstri fyrirtækja nálgist oft störf sín í stjórnum með öðrum hætti en hinir. Það er mikilvæg reynsla að hafa þurft að bera ábyrgð á daglegum rekstri eins og að hafa fólk í vinnu, tryggja að tekjur séu meiri en útgjöld, eiga fyrir launum um mánaðamót, eiga fyrir virðisaukaskatti og öðrum opinberum gjöldum á réttum tíma?…“ Án þessarar eigin reynslu, telur Helgi, að menn hafi ekki mikið til málanna að leggja í stjórn stærri fyrirtækja og samtaka, og, að góðir vitsmunir og há menntun dugi ekki ein og sér. Undirritaður og sennilega ýmsir aðrir, sem við stjórnun og fyrirtækjarekstur hafa fengizt, munu taka undir þetta. Stærsta fyrirtæki landsins er íslenzka ríkið. Þeir þrír, sem þar eru helzt í fyrirsvari, eru bókmenntafræðingur, lögfræðingur og dýralæknir; allt gott fólk og fært á sínu sviði – með meiri eða minni reynslu úr stjórnmálum – en aldeilis reynslu- og kunnáttulítið í stjórnun og rekstri fyrirtækja, nema þá helzt lögfræðingurinn, sem þó virðist hafa lent í nokkrum sviptingum og áföllum í sinni aðkomu að rekstri. Hann er reyndar ekki einn um það. Skyldi eitthvert hinna stærri fyrirtækja landsins hafa óskað sérstaklega eftir veru þessa fólks í stjórn sinni? Spurning, en svona virkar lýðræðið oft; það er ekki alltaf skilvirkt. Í augum undirritaðs voru það mikil grundvallarmistök ríkisstjórnarinnar að láta WOW fara í gjaldþrot. Víðtækar og alvarlegar afleiðingar gjaldþrotsins koma betur og betur í ljós. Það er gott að vera vitur eftir á, kunna menn að segja, en það á ekki við hér; þetta mikla og alvarlega bakslag, í hinu margvíslegasta formi, var fyrirfram augljóst og óhjákvæmilegt. Eitt er brottfall starfa hjá WOW og þjónustuaðilum þeirra, um 2.500 manns, sem er feikilegur hlutfallslegur fjöldi hér – jafngildir 42.000 manns í Danmörku og yfir 580.000 manns í Þýzkalandi – en flest þetta fólk fer úr því að vera gildir skattgreiðendur í það að verða atvinnuleysisbótaþegar; tvöföld neikvæð áhrif. Annað eru hin víðtæku óbeinu, neikvæðu áhrif, sem í lok dags munu ná til flestra króka og kima samfélagsins, en við vorum komin á það stig með ferðaþjónustuna, að hún stóð undir um helmingi gjaldeyristekna þjóðarinnar, og WOW flutti nær þriðjung allra ferðamanna til landsins. Við blasir, að fjöldi ferðamanna gæti farið úr um 2,5 milljónum, sem hefði getað orðið, niður í um 2,0 milljónir manna í ár, vegna falls WOW. Miðað við, að 2,5 milljónir ferðamanna skili um 500 milljörðum í gjaldeyristekjum, gætu gjaldeyristekjur vegna brottfalls WOW kostað þjóðarbúið 100 milljarða á 12 mánaða skeiði. Þessi gífurlega tekjuskerðing mun bitna á rúturekstri og fólksflutningum, leigubílaakstri, veitingastöðum og hótelum, verzlanarekstri svo og hvers konar starfsemi og þjónustu, að ógleymdri gistiþjónustu bænda, um allt land. Starfsmenn þessara greina munu hafa minna úr að spila og þar með greiða minni skatta, kaupa minni þjónustu og varning, sem aftur rýrir tekjur af virðisaukaskatti, benzíni, áfengi, o.s.frv. Mátti öllum vera fyrirfram ljóst – ekki sízt ríkisstjórninni – að úr falli WOW yrði mikill og víðtækur efnahagslegur vítahringur, sem myndi ná – beint eða óbeint – til flestra landsmanna. Hjá ríkisstjórninni var viðkvæðið: Við viljum ekki taka skattfé til styrktar eða björgunar einkafyrirtæki. Svo einfalt var það. Það er gott að hafa prinsipp, en hvert eitt mál hefur sína sérstöðu, og verður að skoðast skv. því. Alhæfingar eru hættulegar. Menn get sagst stefna norður, og staðið við það, en það þarf ekki að þýða, að ekki megi taka hlykk til vestur eða austurs – jafnvel til baka til suðurs – til að finna beztu leiðina norður. Í mínum augum var þetta einfalda prinsipp ríkisstjórnarinnar, að setja ekki skattfé í WOW, út í hött. Sé eingöngu litið til 1.100 beinna starfsmanna WOW, þá munu þeir að meðaltali hafa greitt um 3,0-4,0 milljónir króna í beina skatta á ári, eða um 4 milljarða. Ef tveggja ára skattfé starfsmanna WOW, 6-8 milljarðar, hefði verið sett til bjargar WOW, t.a.m. með vel skilyrtri ríkisábyrgð – en stjórn félagsins var þá þegar búin að gera viðamiklar lagfæringar á rekstrinum – væri rekstur þess enn í fullum gangi, skattgreiðslur starfsmanna þá líka, hagvöxtur hér í stað samdráttar og fjármálaáætlun ríkisins, frá í marz, enn í fullu gildi.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar