Reyna að stöðva sigurgöngu Tyrkja Hjörvar Ólafsson skrifar 11. júní 2019 09:00 Tyrkir fagna sigrinum á Frökkum. vísir/getty Ísland fær Tyrkland í heimsókn á Laugardalsvöllinn í undankeppni EM 2020 í knattspyrnu karla í kvöld. Tyrkland mætir til þessa leiks með mikið sjálfstraust en liðið er taplaust eftir fyrstu þrjár umferðir undankeppninnar og lagði ríkjandi heimsmeistara Frakka að velli í Konya í síðustu umferð undankeppninnar. Íslenska liðið hefur einnig byrjað undankeppnina vel en liðið vann lífsnauðsynlegan sigur gegn Albaníu á laugardaginn og það mátti bersýnilega merkja það á leikmönnum liðsins og Erik Hamrén þjálfara, sem mikil pressa hefur verið á, að sigurinn hafði mikla þýðingu. Hamrén og Aron Einar Gunnarsson voru sammála um það á blaðamannafundi sem haldinn var í gær að sigurinn gegn Albaníu hefði veitt liðinu sjálfstraust. Að sama skapi áréttuðu þeir að fram undan væri erfiður leikur og árangur Tyrklands í undankeppninni fram að þessu sýndi fram á styrkleika liðsins. Ísland hefur mætt Tyrklandi í síðustu tveimur undankeppnum stórmóta og íslenska liðið hefur haft gott tak á því tyrkneska. Ísland hefur sigrað í þremur af fjórum síðustu leikjum liðanna. Hins vegar ber að nefna að miklar breytingar hafa orðið á tyrkneska liðinu undir stjórn Senol Gunes og sem dæmi má nefna að einungis þrír af þeim fjórtán leikmönnum sem tóku þátt í að leggja Frakka að velli um helgina spiluðu í fræknum sigri Íslands í Eskisehir í undankeppni HM 2018 árið 2017.Birkir og Jóhann Berg tæpir „Við erum mjög spenntir fyrir þeirri miklu áskorun að etja kappi við sterkt lið Tyrklands hér á heimavelli okkar. Við settum okkar það markmið að fá sex stig út úr leikjunum við Albaníu og Tyrkland og það hefur ekkert breyst. Við förum í þennan leik til að bera sigur úr býtum þrátt fyrir að við gerum okkur grein fyrir að það verði strembið. Tyrkir hafa haft betur í fyrstu þremur leikjum undankeppninnar án þess að fá á sig mark sem sýnir hversu öflugt liðið er,“ sagði Hamrén um andstæðing kvöldsins. „Við erum hins vegar líka með gott lið og sigurinn gegn Albaníu veitti liðinu mikið sjálfstraust. Eftir erfiðan kafla höfum við nú sigrað í tveimur af síðustu þremur leikjum okkar og það sést vel á leikmönnum liðsins að sjálfsöryggið er að aukast. Nú er bara að halda áfram á þessari braut,“ sagði Svíinn en hann sagði alla leikmenn liðsins leikfæra. Þar á meðal Jóhann Berg Guðmundsson sem fór af velli eftir tæpan klukkutíma í leiknum á móti Albaníu vegna stífleika og eymsla í kálfa. Jóhann Berg og Birkir Bjarnason, sem fékk högg á hnéð í leiknum gegn Albaníu, eru tæpir vegna meiðsla sinna. „Við spiluðum vel á móti Albaníu og náðum að spila varnarleikinn þannig að við værum með þá fyrir framan okkur lungann úr leiknum. Þannig líður okkur best og við náum upp okkar besta leik. Tyrkir spiluðu mjög vel á móti Frökkum, voru þéttir til baka og sóttu hratt. Ég held að við verðum meira í því hlutverki að verjast aftarlega á móti tyrkneska liðinu og það ætti að henta okkur vel,“ sagði Aron Einar. „Ég finn það vel á leikmönnum liðsins hvað sigurinn gegn Albaníu gerði mikið fyrir sjálfstraustið. Ég og aðrir leikmenn liðsins erum ferskir og spenntir fyrir þessum leik. Endurheimtin hefur gengið vel og það er mikil orka í liðinu og menn eru staðráðnir í að sækja þrjú stig í þessum leik,“ sagði fyrirliðinn.Hasar í aðdraganda leiksins Nokkurt uppþot átti sér stað hjá tyrkneska hópnum á ferðalaginu frá Konya til Keflavíkur. Leikmenn og forráðamenn liðsins voru ekki sáttir við að þurfa að gangast undir jafn umfangsmikið öryggiseftirlit og raun bar vitni. Utanríkisráðherra Tyrklands tjáði sig um málið og sendiráði Íslands hefur borist kvörtun vegna málsins. Belgískur ferðamaður reitti svo tyrkneska knattspyrnuáhugamenn til reiði með því að beina uppþvottabursta að Emre fyrirliða á meðan hann var í viðtali við tyrkneska fjölmiðla. Þá var þó nokkur hiti í tyrkneskum fjölmiðlamönnum á blaðamannafundi íslenska liðsins sem haldinn var í aðdraganda leiksins þar sem þeir voru ekki sáttir við að hann væri ekki þýddur á tyrkneska tungu. Um kvöldmatarleytið munu svo leikmann takast á um þrjú mjög mikilvæg stig í baráttunni um að tryggja sér beint sæti á lokakeppni EM 2020. Íslenskur sigur myndi setja liðið í ansi góða stöðu í vegferð sinni til að tryggja sér farseðilinn á þriðja stórmótið í röð. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Sjá meira
Ísland fær Tyrkland í heimsókn á Laugardalsvöllinn í undankeppni EM 2020 í knattspyrnu karla í kvöld. Tyrkland mætir til þessa leiks með mikið sjálfstraust en liðið er taplaust eftir fyrstu þrjár umferðir undankeppninnar og lagði ríkjandi heimsmeistara Frakka að velli í Konya í síðustu umferð undankeppninnar. Íslenska liðið hefur einnig byrjað undankeppnina vel en liðið vann lífsnauðsynlegan sigur gegn Albaníu á laugardaginn og það mátti bersýnilega merkja það á leikmönnum liðsins og Erik Hamrén þjálfara, sem mikil pressa hefur verið á, að sigurinn hafði mikla þýðingu. Hamrén og Aron Einar Gunnarsson voru sammála um það á blaðamannafundi sem haldinn var í gær að sigurinn gegn Albaníu hefði veitt liðinu sjálfstraust. Að sama skapi áréttuðu þeir að fram undan væri erfiður leikur og árangur Tyrklands í undankeppninni fram að þessu sýndi fram á styrkleika liðsins. Ísland hefur mætt Tyrklandi í síðustu tveimur undankeppnum stórmóta og íslenska liðið hefur haft gott tak á því tyrkneska. Ísland hefur sigrað í þremur af fjórum síðustu leikjum liðanna. Hins vegar ber að nefna að miklar breytingar hafa orðið á tyrkneska liðinu undir stjórn Senol Gunes og sem dæmi má nefna að einungis þrír af þeim fjórtán leikmönnum sem tóku þátt í að leggja Frakka að velli um helgina spiluðu í fræknum sigri Íslands í Eskisehir í undankeppni HM 2018 árið 2017.Birkir og Jóhann Berg tæpir „Við erum mjög spenntir fyrir þeirri miklu áskorun að etja kappi við sterkt lið Tyrklands hér á heimavelli okkar. Við settum okkar það markmið að fá sex stig út úr leikjunum við Albaníu og Tyrkland og það hefur ekkert breyst. Við förum í þennan leik til að bera sigur úr býtum þrátt fyrir að við gerum okkur grein fyrir að það verði strembið. Tyrkir hafa haft betur í fyrstu þremur leikjum undankeppninnar án þess að fá á sig mark sem sýnir hversu öflugt liðið er,“ sagði Hamrén um andstæðing kvöldsins. „Við erum hins vegar líka með gott lið og sigurinn gegn Albaníu veitti liðinu mikið sjálfstraust. Eftir erfiðan kafla höfum við nú sigrað í tveimur af síðustu þremur leikjum okkar og það sést vel á leikmönnum liðsins að sjálfsöryggið er að aukast. Nú er bara að halda áfram á þessari braut,“ sagði Svíinn en hann sagði alla leikmenn liðsins leikfæra. Þar á meðal Jóhann Berg Guðmundsson sem fór af velli eftir tæpan klukkutíma í leiknum á móti Albaníu vegna stífleika og eymsla í kálfa. Jóhann Berg og Birkir Bjarnason, sem fékk högg á hnéð í leiknum gegn Albaníu, eru tæpir vegna meiðsla sinna. „Við spiluðum vel á móti Albaníu og náðum að spila varnarleikinn þannig að við værum með þá fyrir framan okkur lungann úr leiknum. Þannig líður okkur best og við náum upp okkar besta leik. Tyrkir spiluðu mjög vel á móti Frökkum, voru þéttir til baka og sóttu hratt. Ég held að við verðum meira í því hlutverki að verjast aftarlega á móti tyrkneska liðinu og það ætti að henta okkur vel,“ sagði Aron Einar. „Ég finn það vel á leikmönnum liðsins hvað sigurinn gegn Albaníu gerði mikið fyrir sjálfstraustið. Ég og aðrir leikmenn liðsins erum ferskir og spenntir fyrir þessum leik. Endurheimtin hefur gengið vel og það er mikil orka í liðinu og menn eru staðráðnir í að sækja þrjú stig í þessum leik,“ sagði fyrirliðinn.Hasar í aðdraganda leiksins Nokkurt uppþot átti sér stað hjá tyrkneska hópnum á ferðalaginu frá Konya til Keflavíkur. Leikmenn og forráðamenn liðsins voru ekki sáttir við að þurfa að gangast undir jafn umfangsmikið öryggiseftirlit og raun bar vitni. Utanríkisráðherra Tyrklands tjáði sig um málið og sendiráði Íslands hefur borist kvörtun vegna málsins. Belgískur ferðamaður reitti svo tyrkneska knattspyrnuáhugamenn til reiði með því að beina uppþvottabursta að Emre fyrirliða á meðan hann var í viðtali við tyrkneska fjölmiðla. Þá var þó nokkur hiti í tyrkneskum fjölmiðlamönnum á blaðamannafundi íslenska liðsins sem haldinn var í aðdraganda leiksins þar sem þeir voru ekki sáttir við að hann væri ekki þýddur á tyrkneska tungu. Um kvöldmatarleytið munu svo leikmann takast á um þrjú mjög mikilvæg stig í baráttunni um að tryggja sér beint sæti á lokakeppni EM 2020. Íslenskur sigur myndi setja liðið í ansi góða stöðu í vegferð sinni til að tryggja sér farseðilinn á þriðja stórmótið í röð.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Sjá meira