Hjón létust í slysinu ásamt syni sínum Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. júní 2019 06:15 Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurlandi. Vísir/JóiK Hjón fórust ásamt syni sínum í flugslysinu sem varð við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð á sunnudagskvöld. Annar sonur hjónanna og tengdadóttir liggja alvarlega slösuð á Landspítala eftir slysið. Líðan þeirra er stöðug að sögn lögreglu. Á fimmta tug slökkviliðs-, lögreglu- og sjúkraflutningamanna komu að aðgerðum á slysstað. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar fóru einnig á vettvang og fluttu hin slösuðu til Reykjavíkur. Þá veitti viðbragðsteymi Rauða kross Íslands vitnum að atvikinu og öðrum á vettvangi sálrænan stuðning. Eitt vitni varð að brotlendingu vélarinnar rétt norðan við flugvöllinn í Múlakoti upp úr klukkan 20 en flugmaður vélarinnar hafði æft snertilendingar á flugvellinum skömmu fyrir slysið. Um æfingu er að ræða þar sem flugtaksbrun er hafið án þess að vélin sé stöðvuð. Þegar slökkviliðið kom á vettvang logaði eldur í vinstri væng vélarinnar og beita þurfti klippum til að komast að fólkinu sem var í vélinni. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurlandi sem nýtur aðstoðar bæði rannsóknarnefndar samgönguslysa og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við tókum við vettvangnum á sunnudagskvöldið og héldum áfram fram á nótt. Þá voru allir farnir nema við og við kláruðum vettvangsrannsókn snemma á mánudagsmorguninn. Svo fórum við bara í það að ganga frá flakinu. Fengum bíl til að koma því í skýli til okkar til frekari rannsóknar,“ segir Ragnar Guðmundsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa í samtali við Fréttablaðið. Svo verði rætt við vitni. Búist er við að rannsókn taki einhverjar vikur. Um tveggja hreyfla fimm manna Piper PA-23 vél er að ræða. Hún er skráð í Georgíu í Bandaríkjunum. Framleiðsluár hennar er skráð 1957 en hún hefur samkvæmt skráningu verið endurnýjuð að mjög miklu leyti. Þessi sama vél lenti í ógöngum við flugvöllinn í Múlakoti fyrir rúmum áratug. Flugmaður vélarinnar var þá að æfa snertilendingar. Honum urðu á mistök sem leiddu til þess að flugvélin hafnaði á flugbrautinni með nef og skrúfu á undan. Ekki urðu slys á fólki. Birtist í Fréttablaðinu Flugslys við Múlakot Fréttir af flugi Rangárþing eystra Tengdar fréttir Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17 Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53 Þurftu að beita klippum til að ná fólkinu út úr flakinu Rannsókn á því hvers vegna tveggja hreyfla flugvél með fimm manns innanborð skall til jarðar, skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gær, miðar áfram. Allir sem voru um borð voru Íslendingar. 10. júní 2019 18:30 Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Hjón fórust ásamt syni sínum í flugslysinu sem varð við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð á sunnudagskvöld. Annar sonur hjónanna og tengdadóttir liggja alvarlega slösuð á Landspítala eftir slysið. Líðan þeirra er stöðug að sögn lögreglu. Á fimmta tug slökkviliðs-, lögreglu- og sjúkraflutningamanna komu að aðgerðum á slysstað. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar fóru einnig á vettvang og fluttu hin slösuðu til Reykjavíkur. Þá veitti viðbragðsteymi Rauða kross Íslands vitnum að atvikinu og öðrum á vettvangi sálrænan stuðning. Eitt vitni varð að brotlendingu vélarinnar rétt norðan við flugvöllinn í Múlakoti upp úr klukkan 20 en flugmaður vélarinnar hafði æft snertilendingar á flugvellinum skömmu fyrir slysið. Um æfingu er að ræða þar sem flugtaksbrun er hafið án þess að vélin sé stöðvuð. Þegar slökkviliðið kom á vettvang logaði eldur í vinstri væng vélarinnar og beita þurfti klippum til að komast að fólkinu sem var í vélinni. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurlandi sem nýtur aðstoðar bæði rannsóknarnefndar samgönguslysa og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við tókum við vettvangnum á sunnudagskvöldið og héldum áfram fram á nótt. Þá voru allir farnir nema við og við kláruðum vettvangsrannsókn snemma á mánudagsmorguninn. Svo fórum við bara í það að ganga frá flakinu. Fengum bíl til að koma því í skýli til okkar til frekari rannsóknar,“ segir Ragnar Guðmundsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa í samtali við Fréttablaðið. Svo verði rætt við vitni. Búist er við að rannsókn taki einhverjar vikur. Um tveggja hreyfla fimm manna Piper PA-23 vél er að ræða. Hún er skráð í Georgíu í Bandaríkjunum. Framleiðsluár hennar er skráð 1957 en hún hefur samkvæmt skráningu verið endurnýjuð að mjög miklu leyti. Þessi sama vél lenti í ógöngum við flugvöllinn í Múlakoti fyrir rúmum áratug. Flugmaður vélarinnar var þá að æfa snertilendingar. Honum urðu á mistök sem leiddu til þess að flugvélin hafnaði á flugbrautinni með nef og skrúfu á undan. Ekki urðu slys á fólki.
Birtist í Fréttablaðinu Flugslys við Múlakot Fréttir af flugi Rangárþing eystra Tengdar fréttir Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17 Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53 Þurftu að beita klippum til að ná fólkinu út úr flakinu Rannsókn á því hvers vegna tveggja hreyfla flugvél með fimm manns innanborð skall til jarðar, skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gær, miðar áfram. Allir sem voru um borð voru Íslendingar. 10. júní 2019 18:30 Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17
Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53
Þurftu að beita klippum til að ná fólkinu út úr flakinu Rannsókn á því hvers vegna tveggja hreyfla flugvél með fimm manns innanborð skall til jarðar, skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gær, miðar áfram. Allir sem voru um borð voru Íslendingar. 10. júní 2019 18:30
Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39