Tvær tölvuárásir gerðar á heimasíðu Isavia í dag Sylvía Hall skrifar 10. júní 2019 17:52 Guðjón Helgason segir tímasetninguna vissulega vera athyglisverða. Vísir/Getty Tvær tölvuárásir hafa verið gerðar á heimasíðu Isavia í dag og lá heimasíðan niðri um stund. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, er tímasetningin athyglisverð en um var að ræða svokallaða ddos árás þar sem framkölluð er umferð á vefsíðuna með þúsundum sýndarnotenda. Óprúttnir aðilar náðu því að gera vefsíðuna óvirka en starfsmenn Isavia urðu fyrst varir við árásina síðdegis og lá hún niðri í tvo tíma. Á meðan árásunum stendur er ekki hægt að nálgast upplýsingar um brottfarir og komur á Keflavíkurflugvelli. Margir stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins höfðu hótað að ráðast inn á samfélagsmiðla þeirra sem urðu fyrir barðinu á þeim á samskiptasíðum eftir þvottaburstaatvikið í Leifsstöð og velta því margir fyrir sér hvort Isavia hafi einnig verið fórnarlamb reiðra stuðningsmanna. „Tímasetningin er vissulega athyglisverð í ljósi atburða dagsins,“ segir Guðjón en getur þó ekkert fullyrt um hverjir standa að baki árásunum. Tæknimenn Isavia hafa unnið að því að verjast árásunum og er síðan nú að mestu sýnileg notendum. Þó gæti tekið lengri tíma fyrir einhverja notendur að komast inn á vefinn og er beðist velvirðingar á því. Fréttir af flugi Tækni Tölvuárásir Tengdar fréttir Maðurinn með þvottaburstann virðist vera fundinn Aðdáendur tyrkneska liðsins herja nú á Facebook-síðu hans. 10. júní 2019 14:02 Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Tvær tölvuárásir hafa verið gerðar á heimasíðu Isavia í dag og lá heimasíðan niðri um stund. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, er tímasetningin athyglisverð en um var að ræða svokallaða ddos árás þar sem framkölluð er umferð á vefsíðuna með þúsundum sýndarnotenda. Óprúttnir aðilar náðu því að gera vefsíðuna óvirka en starfsmenn Isavia urðu fyrst varir við árásina síðdegis og lá hún niðri í tvo tíma. Á meðan árásunum stendur er ekki hægt að nálgast upplýsingar um brottfarir og komur á Keflavíkurflugvelli. Margir stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins höfðu hótað að ráðast inn á samfélagsmiðla þeirra sem urðu fyrir barðinu á þeim á samskiptasíðum eftir þvottaburstaatvikið í Leifsstöð og velta því margir fyrir sér hvort Isavia hafi einnig verið fórnarlamb reiðra stuðningsmanna. „Tímasetningin er vissulega athyglisverð í ljósi atburða dagsins,“ segir Guðjón en getur þó ekkert fullyrt um hverjir standa að baki árásunum. Tæknimenn Isavia hafa unnið að því að verjast árásunum og er síðan nú að mestu sýnileg notendum. Þó gæti tekið lengri tíma fyrir einhverja notendur að komast inn á vefinn og er beðist velvirðingar á því.
Fréttir af flugi Tækni Tölvuárásir Tengdar fréttir Maðurinn með þvottaburstann virðist vera fundinn Aðdáendur tyrkneska liðsins herja nú á Facebook-síðu hans. 10. júní 2019 14:02 Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Maðurinn með þvottaburstann virðist vera fundinn Aðdáendur tyrkneska liðsins herja nú á Facebook-síðu hans. 10. júní 2019 14:02
Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14