Hættum ohf-væðingunni Magnús Már Guðmundsson skrifar 2. júlí 2019 07:45 Engin haldbær rök eru fyrir því að einkavæða póstþjónustu í landinu með því að selja Íslandspóst ohf. eins og fjármála- og efnahagsráðherra hefur talað fyrir. Frekar ætti að skoða á hvaða vegferð hið opinbera hefur verið með ohf-væðingu stofnana ríkis og sveitarfélaga og hvort tilefni sé til að vinda ofan af því ferli. Póstþjónusta er samfélagsþjónusta rétt eins og heilbrigðisþjónustan, löggæsla, samgöngur og fleira og það verður að vera í forgrunni í allri umræðu um rekstrarform þjónustunnar. Markmiðið á að vera að tryggja almenningi um allt land þessa nauðsynlegu þjónustu með hagkvæmum hætti. Vandi Íslandspósts hefur ekki verið eignarhald félagsins heldur skortur á stefnumótun. Sporin hræða þegar talið berst að einkavæðingu mikilvægra innviða, hvort sem er hér á landi eða í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Rannsóknir á einkavæðingu póstþjónustu í Evrópu sýna að einkaframtakið hefur ekki skilað bættri þjónustu og lægri kostnaði eins og til stóð. Þvert á móti hefur þjónustan versnað – sér í lagi í dreifbýli – og kostnaður notenda aukist á sama tíma og réttindi starfsfólks hafa verið skert. Frekar en að ræða hvort rétt sé að selja opinbera hlutafélagið Íslandspóst ætti umræðan að snúast um hvort tími sé til að vinda ofan af ohf-væðingunni sem hið opinbera hefur staðið fyrir undanfarin misseri. Ræðum frekar hverju það að flytja hluta reksturs ríkis og sveitarfélaga í opinber hlutafélög hefur skilað og hvað það hefur haft í för með sér. Rýnum þá þjónustu sem veitt er og kostnaðinn við að veita hana. Veltum upp spurningum um gegnsæi hjá þessum opinberu félögum. Ræðum hvort kjör stjórnenda hjá opinberum félögum séu úr öllum takti við það sem gerist hjá ríkinu og skoðum hvers vegna starfsfólk þessara opinberu hlutafélaga nýtur ekki sömu réttinda og þeir sem starfa hjá hinu opinbera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Már Guðmundsson Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Engin haldbær rök eru fyrir því að einkavæða póstþjónustu í landinu með því að selja Íslandspóst ohf. eins og fjármála- og efnahagsráðherra hefur talað fyrir. Frekar ætti að skoða á hvaða vegferð hið opinbera hefur verið með ohf-væðingu stofnana ríkis og sveitarfélaga og hvort tilefni sé til að vinda ofan af því ferli. Póstþjónusta er samfélagsþjónusta rétt eins og heilbrigðisþjónustan, löggæsla, samgöngur og fleira og það verður að vera í forgrunni í allri umræðu um rekstrarform þjónustunnar. Markmiðið á að vera að tryggja almenningi um allt land þessa nauðsynlegu þjónustu með hagkvæmum hætti. Vandi Íslandspósts hefur ekki verið eignarhald félagsins heldur skortur á stefnumótun. Sporin hræða þegar talið berst að einkavæðingu mikilvægra innviða, hvort sem er hér á landi eða í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Rannsóknir á einkavæðingu póstþjónustu í Evrópu sýna að einkaframtakið hefur ekki skilað bættri þjónustu og lægri kostnaði eins og til stóð. Þvert á móti hefur þjónustan versnað – sér í lagi í dreifbýli – og kostnaður notenda aukist á sama tíma og réttindi starfsfólks hafa verið skert. Frekar en að ræða hvort rétt sé að selja opinbera hlutafélagið Íslandspóst ætti umræðan að snúast um hvort tími sé til að vinda ofan af ohf-væðingunni sem hið opinbera hefur staðið fyrir undanfarin misseri. Ræðum frekar hverju það að flytja hluta reksturs ríkis og sveitarfélaga í opinber hlutafélög hefur skilað og hvað það hefur haft í för með sér. Rýnum þá þjónustu sem veitt er og kostnaðinn við að veita hana. Veltum upp spurningum um gegnsæi hjá þessum opinberu félögum. Ræðum hvort kjör stjórnenda hjá opinberum félögum séu úr öllum takti við það sem gerist hjá ríkinu og skoðum hvers vegna starfsfólk þessara opinberu hlutafélaga nýtur ekki sömu réttinda og þeir sem starfa hjá hinu opinbera.
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar