Pósturinn Páll Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 29. júní 2019 11:45 Rekstrarvandræði Íslandspósts hafa verið til umræðu um nokkurt skeið. Internetið hefur ekki beint unnið með fyrirtækinu, tölvupósturinn hefur valdið stjórnendum póstsins verulegum búsifjum og á einhvern óendanlega flókinn hátt hafa póstsendingar frá Kína étið upp það litla rekstrarfé sem tínist þó inn um jólin þegar við sendum jólakort í gríð og erg. Íslandspóstur er ríkisrekið fyrirtæki og það á ekki að koma á óvart að ríkisfyrirtæki á erfiðara með að fóta sig í flóknu og síbreytilegu umhverfi heldur en einkafyrirtæki. Það var því mjög gott hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að stinga upp á því að ríkið hætti þessum póstrekstri. Ríkið á að selja þetta fyrirtæki og láta einkaaðilum það eftir að finna hagkvæmustu lausnir á því að flytja póst og böggla á milli manna. Einkafyrirtæki leysa mun flóknari verkefni og jafnvel mikilvægari á degi hverjum. Við látum t.d. einkafyrirtækjum það alfarið eftir dreifa og selja matvæli, en ekki þarf að fjölyrða um það hversu alvarlegt það er ef eitthvað fer úrskeiðis í þeim málum. Hvað varðar póstþjónustu sem ekki stendur undir sér, t.d. til fámennra landsvæða, þá er auðvelt að tryggja að slík þjónusta verði veitt. Skilgreina þarf þjónustuna og síðan bjóða út þannig að sá sem treystir sér til að vinna verkið fyrir lægstu meðgjöfina fær samning. Það sem skiptir máli er að tryggja að opinber þjónusta sé til staðar. Það er ekki markmið að þjónustan sé veitt af ríkisstarfsmönnum. Þvert á móti á að nýta sér afl einkaframtaksins til að tryggja að þjónustan sé veitt á sem hagkvæmastan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Rekstrarvandræði Íslandspósts hafa verið til umræðu um nokkurt skeið. Internetið hefur ekki beint unnið með fyrirtækinu, tölvupósturinn hefur valdið stjórnendum póstsins verulegum búsifjum og á einhvern óendanlega flókinn hátt hafa póstsendingar frá Kína étið upp það litla rekstrarfé sem tínist þó inn um jólin þegar við sendum jólakort í gríð og erg. Íslandspóstur er ríkisrekið fyrirtæki og það á ekki að koma á óvart að ríkisfyrirtæki á erfiðara með að fóta sig í flóknu og síbreytilegu umhverfi heldur en einkafyrirtæki. Það var því mjög gott hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að stinga upp á því að ríkið hætti þessum póstrekstri. Ríkið á að selja þetta fyrirtæki og láta einkaaðilum það eftir að finna hagkvæmustu lausnir á því að flytja póst og böggla á milli manna. Einkafyrirtæki leysa mun flóknari verkefni og jafnvel mikilvægari á degi hverjum. Við látum t.d. einkafyrirtækjum það alfarið eftir dreifa og selja matvæli, en ekki þarf að fjölyrða um það hversu alvarlegt það er ef eitthvað fer úrskeiðis í þeim málum. Hvað varðar póstþjónustu sem ekki stendur undir sér, t.d. til fámennra landsvæða, þá er auðvelt að tryggja að slík þjónusta verði veitt. Skilgreina þarf þjónustuna og síðan bjóða út þannig að sá sem treystir sér til að vinna verkið fyrir lægstu meðgjöfina fær samning. Það sem skiptir máli er að tryggja að opinber þjónusta sé til staðar. Það er ekki markmið að þjónustan sé veitt af ríkisstarfsmönnum. Þvert á móti á að nýta sér afl einkaframtaksins til að tryggja að þjónustan sé veitt á sem hagkvæmastan hátt.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun