Kynslóðin sem neitar að hætta að djamma Rebekka Karlsdóttir skrifar 28. júní 2019 16:00 Þegar kynslóðirnar á undan okkur horfðu til framtíðar sáu þau fyrir sér langt líf með fjölskyldu sinni, börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Þau sáu fyrir sér framtíð barna sinna á sama hátt og þeirra eigin, nema betri - meiri lífsgæði og betra samfélag. Þegar ég horfi fram á veginn, verandi 22 ára háskólanemi, hef ég því miður ekki sömu framtíðarsýn og kynslóð foreldra minna hafði á sínum tíma. Þegar ég hugsa um framtíðina birtast mér hörmungar og hamfarir. Matarskortur, vatnsskortur og straumur flóttafólks. Ég stend frammi fyrir þeirri ákvörðun að velja nám og starfsvettvang að því loknu en óttast að það verði of seint að grípa í taumana þegar ég fæ skírteinið í hendurnar. Allt útaf því að lítill hluti mannkynsins er búinn að vera á alltof löngu fylleríi; taumlausu neyslu-djammi þar sem markaðsöflin hafa leitt okkur áfram í ofneyslu á kostnað umhverfisins. Stjórnvöld og fyrirtæki neita að horfast í augu við ástandið og takast á við afleiðingarnar og ætla frekar að láta næstu kynslóðir takast á við þynnkuna sem mun fylgja. Loftslagskvíði er nokkuð nýr af nálinni en það er raunverulegur ótti sem flest ungt fólk upplifir með einum eða öðrum hætti. Út frá minni reynslu lýsir loftslagskvíði sér sem óstjórnlegur kvíði gagnvart framtíðinni vegna hamfarahlýnunar. Kvíði gagnvart því að ekki verði gripið til aðgerða - að mamma og pabbi neiti að hætta að djamma - og afleiðingarnar verði gífulegar og óyfirstíganlegar. Á örfáum árum hefur ímyndin um framtíðina snúist frá háþróuðum tækniheimi með fljúgandi bílum yfir í heim hamfara og ungt fólk fyllist kvíða yfir því að þurfa að takast á við þetta. Við unga fólkið getum farið í verkföll, skrifað greinar og látið í okkur heyra á samfélagsmiðlum, en það er ríkisstjórnin, stjórnvöld og fyrirtækin í landinu sem bera ábyrgðina og hafa valdið til að bregðast strax við. Þar er Háskóli Íslands engin undantekning sem einn stærsti vinnustaður landsins. Háskólinn sem menntastofnun á að vera framsýn stofnun og þar með leiðandi í umhverfismálum. Stúdentar vilja ekki að Háskólinn láti á sér standa heldur geri raunverulegar breytingar sem skapa betri framtíð fyrir námsfólk sem og aðra. Stefna Röskvu felur í sér margar leiðir til úrbóta fyrir umhverfið, allt frá því að auka verulega hlutfall vegan máltíða í Hámu og hætta notkun á einnota plastumbúðum yfir í að koma upp hjólaleigu á Háskólasvæðinu. Við viljum græna stúdentagarða sem bjóða upp á betri flokkun og lágvöruverslun fyrir stúdenta sem myndi stuðla verulega að sjálfbæru háskólasamfélagi. Við þurfum róttækar breytingar og Háskólinn er í kjör aðstæðum til að taka af skarið, vera fyrstur heim af djamminu og grípa til aðgerða.Höfundur er forseti Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Þegar kynslóðirnar á undan okkur horfðu til framtíðar sáu þau fyrir sér langt líf með fjölskyldu sinni, börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Þau sáu fyrir sér framtíð barna sinna á sama hátt og þeirra eigin, nema betri - meiri lífsgæði og betra samfélag. Þegar ég horfi fram á veginn, verandi 22 ára háskólanemi, hef ég því miður ekki sömu framtíðarsýn og kynslóð foreldra minna hafði á sínum tíma. Þegar ég hugsa um framtíðina birtast mér hörmungar og hamfarir. Matarskortur, vatnsskortur og straumur flóttafólks. Ég stend frammi fyrir þeirri ákvörðun að velja nám og starfsvettvang að því loknu en óttast að það verði of seint að grípa í taumana þegar ég fæ skírteinið í hendurnar. Allt útaf því að lítill hluti mannkynsins er búinn að vera á alltof löngu fylleríi; taumlausu neyslu-djammi þar sem markaðsöflin hafa leitt okkur áfram í ofneyslu á kostnað umhverfisins. Stjórnvöld og fyrirtæki neita að horfast í augu við ástandið og takast á við afleiðingarnar og ætla frekar að láta næstu kynslóðir takast á við þynnkuna sem mun fylgja. Loftslagskvíði er nokkuð nýr af nálinni en það er raunverulegur ótti sem flest ungt fólk upplifir með einum eða öðrum hætti. Út frá minni reynslu lýsir loftslagskvíði sér sem óstjórnlegur kvíði gagnvart framtíðinni vegna hamfarahlýnunar. Kvíði gagnvart því að ekki verði gripið til aðgerða - að mamma og pabbi neiti að hætta að djamma - og afleiðingarnar verði gífulegar og óyfirstíganlegar. Á örfáum árum hefur ímyndin um framtíðina snúist frá háþróuðum tækniheimi með fljúgandi bílum yfir í heim hamfara og ungt fólk fyllist kvíða yfir því að þurfa að takast á við þetta. Við unga fólkið getum farið í verkföll, skrifað greinar og látið í okkur heyra á samfélagsmiðlum, en það er ríkisstjórnin, stjórnvöld og fyrirtækin í landinu sem bera ábyrgðina og hafa valdið til að bregðast strax við. Þar er Háskóli Íslands engin undantekning sem einn stærsti vinnustaður landsins. Háskólinn sem menntastofnun á að vera framsýn stofnun og þar með leiðandi í umhverfismálum. Stúdentar vilja ekki að Háskólinn láti á sér standa heldur geri raunverulegar breytingar sem skapa betri framtíð fyrir námsfólk sem og aðra. Stefna Röskvu felur í sér margar leiðir til úrbóta fyrir umhverfið, allt frá því að auka verulega hlutfall vegan máltíða í Hámu og hætta notkun á einnota plastumbúðum yfir í að koma upp hjólaleigu á Háskólasvæðinu. Við viljum græna stúdentagarða sem bjóða upp á betri flokkun og lágvöruverslun fyrir stúdenta sem myndi stuðla verulega að sjálfbæru háskólasamfélagi. Við þurfum róttækar breytingar og Háskólinn er í kjör aðstæðum til að taka af skarið, vera fyrstur heim af djamminu og grípa til aðgerða.Höfundur er forseti Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun