Hvert er fyrsta skrefið í átt að sjálfbæru háskólasamfélagi? Eyrún Baldursdóttir skrifar 28. júní 2019 15:40 Öll þurfum við að leggja okkar af mörkum ef árangur í loftslagsmálum á að nást. Í því felst meðal annars að breyta lifnaðarháttum okkar í átt að sjálfbærari og umhverfisvænni lífstíl sem gengur ekki um of á auðlindir og lífríki jarðar. Háskólasamfélagið er ekki undanskilið þeirri ábyrgð sem hvílir á stjórnvöldum, fyrirtækjum sem og einstaklingum í þessari baráttu við loftslagsbreytingar. Háskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Félagsstofnun stúdenta ásamt öllum þeim aðilum sem koma að mótun háskólasvæðisins ber að hafa umhverfisvernd og sjálfbærni að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku um framtíð háskólasvæðisins. Vilji Röskvuliða er skýr. Við viljum umhverfisvæna og sjálfbæra stúdentagarða þar sem hægt er flokka lífrænan úrgang. Við viljum öflugar almenningssamgöngur. Við viljum háskólasvæði þar sem eru upplýstir göngu- og hjólastígar milli bygginga. Öll uppbygging á háskólasvæðinu á að miða að sjálfbæru samfélagi þar sem stúdentar geta lifað bíllausum lífstíl og sótt grunnþjónustu í sínu nærumhverfi. Einn mikilvægasti þáttur þess er að matvöruverslun opni á svæðinu, en næstu lágvöruverslanir er að finna í 2,5- 4 km fjarlægð frá stúdentagörðum. Það þýðir að stúdentar þurfa að ganga í u.þ.b. 40 mínútur ætli þeir sér ekki að nota einkabíl eða strætó, nú eða versla við einu búðina á háskólasvæðinu, Háskólabúðina, sem rekin er af 10-11 og mun seint teljast hagkvæm fyrir veski stúdenta og býður ekki uppá fullnægjandi matvöruúrval. Matvöruverslun á háskólasvæðinu myndi auðvelda stúdentum og starfsfólki háskólans að sporna gegn loftslagsbreytingum og styðja við bíllausan lífstíl stúdenta og sjálfbært háskólasamfélag, auk þess að rekstur einkabíls er gríðarlega kostnaðarsamur og ekki á færi allra stúdenta. Svo má ekki gleyma því að lágvöruverslun á svæðinu myndi þjónusta fleiri en stúdenta, og nágrannar háskólasvæðisins í Vesturbænum og Skerjafirði myndu njóta góðs af. Ég skora því á eigendur lágvöruverslanakeðja að láta til skarar skríða og svara kalli stúdenta um almennilega matvöruverslun á háskólasvæðið. Húsnæði er í boði, t.d. í nýju húsnæði Grósku sem rís á Vísindagörðunum. Svona uppbygging er hluti af stefnu stúdentahreyfingarinnar Röskvu um framtíð háskólasvæðisins og átti fylkingin meðal annars fund með framkvæmdastjóra Vísindagarða í upphafi árs um málið og fékk mjög jákvæð viðbrögð. Á sama fundi var einnig rætt um fleiri atriði sem er að finna í stefnu Röskvu um framtíð háskólasvæðisins, til dæmis að fá heilsugæslu fyrir stúdenta á háskólasvæðið og líkamsræktarstöð með aðgengi. Í greinagerð með samþykktu deiliskipulagi frá 12.maí 2016 liggur fyrir heimild til þess að starfrækja matvöruverslun á svæði Vísindagarða. Fulltrúar Vísindagarða eru jákvæðir og gera ráð fyrir þjónustunni í sínu deiliskipulagi. Eina sem vantar er vilji búðareiganda til að koma til móts við þarfir stúdenta.Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyrún Baldursdóttir Loftslagsmál Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Sjá meira
Öll þurfum við að leggja okkar af mörkum ef árangur í loftslagsmálum á að nást. Í því felst meðal annars að breyta lifnaðarháttum okkar í átt að sjálfbærari og umhverfisvænni lífstíl sem gengur ekki um of á auðlindir og lífríki jarðar. Háskólasamfélagið er ekki undanskilið þeirri ábyrgð sem hvílir á stjórnvöldum, fyrirtækjum sem og einstaklingum í þessari baráttu við loftslagsbreytingar. Háskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Félagsstofnun stúdenta ásamt öllum þeim aðilum sem koma að mótun háskólasvæðisins ber að hafa umhverfisvernd og sjálfbærni að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku um framtíð háskólasvæðisins. Vilji Röskvuliða er skýr. Við viljum umhverfisvæna og sjálfbæra stúdentagarða þar sem hægt er flokka lífrænan úrgang. Við viljum öflugar almenningssamgöngur. Við viljum háskólasvæði þar sem eru upplýstir göngu- og hjólastígar milli bygginga. Öll uppbygging á háskólasvæðinu á að miða að sjálfbæru samfélagi þar sem stúdentar geta lifað bíllausum lífstíl og sótt grunnþjónustu í sínu nærumhverfi. Einn mikilvægasti þáttur þess er að matvöruverslun opni á svæðinu, en næstu lágvöruverslanir er að finna í 2,5- 4 km fjarlægð frá stúdentagörðum. Það þýðir að stúdentar þurfa að ganga í u.þ.b. 40 mínútur ætli þeir sér ekki að nota einkabíl eða strætó, nú eða versla við einu búðina á háskólasvæðinu, Háskólabúðina, sem rekin er af 10-11 og mun seint teljast hagkvæm fyrir veski stúdenta og býður ekki uppá fullnægjandi matvöruúrval. Matvöruverslun á háskólasvæðinu myndi auðvelda stúdentum og starfsfólki háskólans að sporna gegn loftslagsbreytingum og styðja við bíllausan lífstíl stúdenta og sjálfbært háskólasamfélag, auk þess að rekstur einkabíls er gríðarlega kostnaðarsamur og ekki á færi allra stúdenta. Svo má ekki gleyma því að lágvöruverslun á svæðinu myndi þjónusta fleiri en stúdenta, og nágrannar háskólasvæðisins í Vesturbænum og Skerjafirði myndu njóta góðs af. Ég skora því á eigendur lágvöruverslanakeðja að láta til skarar skríða og svara kalli stúdenta um almennilega matvöruverslun á háskólasvæðið. Húsnæði er í boði, t.d. í nýju húsnæði Grósku sem rís á Vísindagörðunum. Svona uppbygging er hluti af stefnu stúdentahreyfingarinnar Röskvu um framtíð háskólasvæðisins og átti fylkingin meðal annars fund með framkvæmdastjóra Vísindagarða í upphafi árs um málið og fékk mjög jákvæð viðbrögð. Á sama fundi var einnig rætt um fleiri atriði sem er að finna í stefnu Röskvu um framtíð háskólasvæðisins, til dæmis að fá heilsugæslu fyrir stúdenta á háskólasvæðið og líkamsræktarstöð með aðgengi. Í greinagerð með samþykktu deiliskipulagi frá 12.maí 2016 liggur fyrir heimild til þess að starfrækja matvöruverslun á svæði Vísindagarða. Fulltrúar Vísindagarða eru jákvæðir og gera ráð fyrir þjónustunni í sínu deiliskipulagi. Eina sem vantar er vilji búðareiganda til að koma til móts við þarfir stúdenta.Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun