Að slökkva gróðureld með fötu! Pétur Pétursson skrifar 27. júní 2019 13:08 Þyrlur Landhelgisgæslunnar til aðstoðar í gróðureldum Með aukinni hættu á flóknum gróðureldum í landinu verður nauðsynlegt að njóta liðsinni Landhelgisgæslunnar. Auðvitað er það einungis einn hlekkur í keðjunni sem þarf til þess að ráða niðurlögum slíkra elda en aðgerðir sem þessar eru mjög mann- og búnaðarfrekar. Flytja getur þurft vatn langar leiðir og þá jafnvel upp á fjöll þar sem mosaeldar loga í viðkvæmri náttúru. Við slíkar aðstæður getur reynst afar erfitt að flytja vatn og búnað án þess að njóta stuðnings vatnsflutninga með þyrlu eins og dæmin sanna. Einnig getur flutningur vatns með þyrlu verið afar árangursríkur ef stór kjarr-/trjásvæði brenna og illmögulegt er að koma búnaði slökkviliða að vettvangi. Í þessum tilfellum getur það stóraukið slökkvimátt vatnsins ef íblöndunarefnum er blandað við vatnið sem þyrlan ber með sér en þetta er gert við góðan árangur erlendis.Barist við gróðurelda.Brunarvarnir ÁrnessýsluEina „fatan“ sem til er í landinu er um það bil að syngja sitt síðasta Fatan, eða skjólan eins og hún kallast, sem Landhelgisgæslan hefur til umráða, var keypt fyrir tilstuðlan Mannvirkjastofnunnar árið 2006 í kjölfar „Mýrareldanna“ sem kviknuðu það sama ár. Fatan var síðan tekin í notkun árið 2007. Í dag er staðan þannig að talsvert viðhald er komið á fötuna þar sem allur búnaður af þessu tagi hefur ákveðinn líftíma. Einnig er í dag hægt að fá mun hentugri fötur sem geta sótt vatn í mun grynnri vatnslindir en núverandi fata getur, en hún þarf um og yfir 2 metra djúpt vatn að lágmarki til þess að hægt sé að fylla hana. Nýrri fötur eru með dælu á sér sem tengd er við rafmagn þyrlunnar. Þeim er hægt að slaka í mun grynnra vatn og dæla í fötuna og þar með er úr mun fleiri vatnslindum að velja fyrir áhöfn þyrlunnar. Þetta getur síðan augljóslega stytt mikið þær vegalendir sem fljúga þarf með hvert hlass af vatni. Fatan sem til er í dag tekur um 2000 lítra af vatni en mikilvægt væri að kaupa stærri fötur sem gætu tekið allt að 3000 lítra af vatni. Á árinu 2020 gerir flugrekstrarsvið Landhelgisgæslunnar ráð fyrir því að þeir muni hafa til yfirráða 3 þyrlur með króka sem borið geta vatnsfötur með allt að 3000 lítrum af vatni.Þyrla með fötu í bandi.Brunavarnir ÁrnessýsluEr hægt að slökkva gróður- eða skógareld með einni fötu? Með tilliti til gróðurþróunar á Íslandi má færa sterk rök fyrir því að ein fata hafi lítið að segja verði umfangsmikill gróðureldur. Mikilvægt er að Landhelgisgæslan hafi yfir að ráða að minnsta kosti 3 slíkum fötum með búnaði til þess að koma íblöndunarbúnaði í vatnið. Innan skamms mun Landhelgisgæslan hafa yfir 3 þyrlum að ráða sem allar geta borið þennan búnað en þar að auki má alltaf gera ráð fyrir að þyrlufata geti skemmst eða bilað og þá væri búið að tryggja að allavega 2 fötur væru nothæfar ef á þyrfti að halda. Hér er að mínu viti alls ekki verið að ofmeta þörfina á þessum búnaði, hann þarf svo sannarlega að vera tiltækur þegar og ef á þarf að halda. Ekki er nóg að eiga búnaðinn heldur þarf einnig að æfa notkun hans svo slökkvimáttur og virkni búnaðarins nýtist sem mest og best. Við alla notkun kemur slit á búnað sem kallar á viðhald og öllu viðhaldi fylgir kostnaður.Pétur Pétursson, Lárus Helgi Kristjánsson, Lárus Kr. Guðmundsson, Hreggviður Símonarson og Bjarni Á Sigurðsson.Hver á að borga? Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar sem undirritaður hefur, þá komu þrír aðilar að kostun fötunnar sem keypt var árið 2006. Mannvirkjastofnun, Landhelgisgæslan og Ríkislögreglustjóri. Kostnaður slökkvibúnaðarins á þeim tíma var um tvær milljónir. Í dag má gera ráð fyrir að kostnaður við eina fötu með dælubúnaði og íblöndunarefnakerfi sé milli 8 og 9 milljónir. Það má því gera ráð fyrir að kostnaður við þrjár fötur af þessu tagi fari nærri 30 milljónum sem eru umtalsverðir fjármunir. Þó ber að hafa í huga að tryggingaverðmæti þeirra sumarhúsa sem verið væri að bjarga getur numið margfaldri þeirri tölu svo ekki sé talað um líf fólks og umhverfi. Spurningunni „hver á að borga“ er ekki auð svarað og sýnist sitt hverjum og má í raun kasta nokkrum spurningum fram þar eins og, hvort um almannavarnaástand sé að ræða og þar með hagsmunir þjóðarinnar í húfi? Eru þetta sérhagsmunir sveitarfélaga? Er þetta búnaður sem viðbragðsaðilar ættu að hafa á sínum snærum og Landhelgisgæslan nálgast hjá þeim þegar á þarf að halda? Svona mætti lengi spyrja en höfum við tíma í það? Við þurfum að fá umræðuna af stað. Við þurfum að finna svarið, viljann til framkvæmdarinnar og fjármagn í verkið. Fram að þessu hefur Landhelgisgæslan haldið utan um og viðhaldið þeim búnaði sem keyptur var árið 2006 með tilheyrandi kostnaði. Mögulega væri hægt að halda því áfram en það er ekki mitt að svara því. Eitt er að kaupa búnað en annað er að reka hann og viðhalda. Með tilliti til almannahagsmuna þurfum við að svara þessum spurningum og við þurfum að svara þeim sem fyrst.Höfundur er slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu og formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Pétur Pétursson Slökkvilið Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Þyrlur Landhelgisgæslunnar til aðstoðar í gróðureldum Með aukinni hættu á flóknum gróðureldum í landinu verður nauðsynlegt að njóta liðsinni Landhelgisgæslunnar. Auðvitað er það einungis einn hlekkur í keðjunni sem þarf til þess að ráða niðurlögum slíkra elda en aðgerðir sem þessar eru mjög mann- og búnaðarfrekar. Flytja getur þurft vatn langar leiðir og þá jafnvel upp á fjöll þar sem mosaeldar loga í viðkvæmri náttúru. Við slíkar aðstæður getur reynst afar erfitt að flytja vatn og búnað án þess að njóta stuðnings vatnsflutninga með þyrlu eins og dæmin sanna. Einnig getur flutningur vatns með þyrlu verið afar árangursríkur ef stór kjarr-/trjásvæði brenna og illmögulegt er að koma búnaði slökkviliða að vettvangi. Í þessum tilfellum getur það stóraukið slökkvimátt vatnsins ef íblöndunarefnum er blandað við vatnið sem þyrlan ber með sér en þetta er gert við góðan árangur erlendis.Barist við gróðurelda.Brunarvarnir ÁrnessýsluEina „fatan“ sem til er í landinu er um það bil að syngja sitt síðasta Fatan, eða skjólan eins og hún kallast, sem Landhelgisgæslan hefur til umráða, var keypt fyrir tilstuðlan Mannvirkjastofnunnar árið 2006 í kjölfar „Mýrareldanna“ sem kviknuðu það sama ár. Fatan var síðan tekin í notkun árið 2007. Í dag er staðan þannig að talsvert viðhald er komið á fötuna þar sem allur búnaður af þessu tagi hefur ákveðinn líftíma. Einnig er í dag hægt að fá mun hentugri fötur sem geta sótt vatn í mun grynnri vatnslindir en núverandi fata getur, en hún þarf um og yfir 2 metra djúpt vatn að lágmarki til þess að hægt sé að fylla hana. Nýrri fötur eru með dælu á sér sem tengd er við rafmagn þyrlunnar. Þeim er hægt að slaka í mun grynnra vatn og dæla í fötuna og þar með er úr mun fleiri vatnslindum að velja fyrir áhöfn þyrlunnar. Þetta getur síðan augljóslega stytt mikið þær vegalendir sem fljúga þarf með hvert hlass af vatni. Fatan sem til er í dag tekur um 2000 lítra af vatni en mikilvægt væri að kaupa stærri fötur sem gætu tekið allt að 3000 lítra af vatni. Á árinu 2020 gerir flugrekstrarsvið Landhelgisgæslunnar ráð fyrir því að þeir muni hafa til yfirráða 3 þyrlur með króka sem borið geta vatnsfötur með allt að 3000 lítrum af vatni.Þyrla með fötu í bandi.Brunavarnir ÁrnessýsluEr hægt að slökkva gróður- eða skógareld með einni fötu? Með tilliti til gróðurþróunar á Íslandi má færa sterk rök fyrir því að ein fata hafi lítið að segja verði umfangsmikill gróðureldur. Mikilvægt er að Landhelgisgæslan hafi yfir að ráða að minnsta kosti 3 slíkum fötum með búnaði til þess að koma íblöndunarbúnaði í vatnið. Innan skamms mun Landhelgisgæslan hafa yfir 3 þyrlum að ráða sem allar geta borið þennan búnað en þar að auki má alltaf gera ráð fyrir að þyrlufata geti skemmst eða bilað og þá væri búið að tryggja að allavega 2 fötur væru nothæfar ef á þyrfti að halda. Hér er að mínu viti alls ekki verið að ofmeta þörfina á þessum búnaði, hann þarf svo sannarlega að vera tiltækur þegar og ef á þarf að halda. Ekki er nóg að eiga búnaðinn heldur þarf einnig að æfa notkun hans svo slökkvimáttur og virkni búnaðarins nýtist sem mest og best. Við alla notkun kemur slit á búnað sem kallar á viðhald og öllu viðhaldi fylgir kostnaður.Pétur Pétursson, Lárus Helgi Kristjánsson, Lárus Kr. Guðmundsson, Hreggviður Símonarson og Bjarni Á Sigurðsson.Hver á að borga? Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar sem undirritaður hefur, þá komu þrír aðilar að kostun fötunnar sem keypt var árið 2006. Mannvirkjastofnun, Landhelgisgæslan og Ríkislögreglustjóri. Kostnaður slökkvibúnaðarins á þeim tíma var um tvær milljónir. Í dag má gera ráð fyrir að kostnaður við eina fötu með dælubúnaði og íblöndunarefnakerfi sé milli 8 og 9 milljónir. Það má því gera ráð fyrir að kostnaður við þrjár fötur af þessu tagi fari nærri 30 milljónum sem eru umtalsverðir fjármunir. Þó ber að hafa í huga að tryggingaverðmæti þeirra sumarhúsa sem verið væri að bjarga getur numið margfaldri þeirri tölu svo ekki sé talað um líf fólks og umhverfi. Spurningunni „hver á að borga“ er ekki auð svarað og sýnist sitt hverjum og má í raun kasta nokkrum spurningum fram þar eins og, hvort um almannavarnaástand sé að ræða og þar með hagsmunir þjóðarinnar í húfi? Eru þetta sérhagsmunir sveitarfélaga? Er þetta búnaður sem viðbragðsaðilar ættu að hafa á sínum snærum og Landhelgisgæslan nálgast hjá þeim þegar á þarf að halda? Svona mætti lengi spyrja en höfum við tíma í það? Við þurfum að fá umræðuna af stað. Við þurfum að finna svarið, viljann til framkvæmdarinnar og fjármagn í verkið. Fram að þessu hefur Landhelgisgæslan haldið utan um og viðhaldið þeim búnaði sem keyptur var árið 2006 með tilheyrandi kostnaði. Mögulega væri hægt að halda því áfram en það er ekki mitt að svara því. Eitt er að kaupa búnað en annað er að reka hann og viðhalda. Með tilliti til almannahagsmuna þurfum við að svara þessum spurningum og við þurfum að svara þeim sem fyrst.Höfundur er slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu og formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun