Segja mörgum spurningum um Íslandspóst enn ósvarað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. júní 2019 13:15 Þingmenn segja mörgum spurningum enn ósvarað vegna Íslandspósts. FBL/Ernir Samkeppniseftirlitið og fyrrverandi og núverandi forstjórar Íslandspósts verða kallaðir fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þar sem mörgum spurningum er ennþá ósvarað um rekstrarvanda Íslandspósts að sögn formanns nefndarinnar. Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur að Póst-og fjarskiptastofnun verði einnig kölluð fyrir nefndina. Ríkisendurskoðun skilaði af sér skýrslu um rekstur og stjórnun Íslandspósts í gær. Fjárlaganefnd fór fram á að skýrslan yrði gerð eftir að í ljós kom að félagið stóð frammi fyrir miklum fjárhagsvanda og hafði fengið lán uppá hálfan milljarð. Þá liggur fyrir lánsheimild uppá einn og hálfan milljarð frá ríkinu. Ríkisendurskoðun gerir margvíslegar athugasemdir við rekstur og stjórnun póstsins og lagði til margs konar úrbætur. Bjarni Jónsson formaður stjórnar Íslandspósts segir að miklar skipulagsbreytingar og hagræðingaraðgerðir liggi nú fyrir hjá fyrirtækinu og á þessari stundu liggi ekki fyrir hvort öll lánsheimildin frá ríkissjóði verði nýtt. „Það verður bara aðeins að koma í ljós. Við erum að reyna hratt og vel að umbylta félaginu og svo er margt í ytra umhverfinu sem við vitum ekki hvernig þróast. Til dæmis eru nýsamþykkt póstlög sem við eigum eftir að átta okkur á hvað þýði fyrir félagið,“ segir Bjarni. Niðurstöður Ríkisendurskoðunnar um Íslandspóst voru kynntar á nefndarfundi hjá fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd í gær. Helga Vala Helgadóttir formaður síðari nefndarinnar segir mörgum spurningum enn ósvarað. „Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á eftir að fara gaumgæfilega yfir þetta allt saman. Við munum kalla fyrir Samkeppniseftirlitið fyrir og fyrrverandi og núverandi forstjóra. Það er ýmislegt sem við þurfum að spyrja útí,“ segir Helga. Björn Leví Gunnarsson nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur nauðsynlegt að fá póst og fjarskiptastofnun fyrir nefndina. „Við báðum um að fá alla vega Samkeppniseftirlitið og Póst-og fjarskiptastofnun á fund. Við sitjum uppi með lántöku uppá einn og hálfan milljarð en enga lausn á því hvernig þetta verður til frambúðar,“ segir Björn Leví Gunnarsson. Alþingi Íslandspóstur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Samkeppniseftirlitið og fyrrverandi og núverandi forstjórar Íslandspósts verða kallaðir fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þar sem mörgum spurningum er ennþá ósvarað um rekstrarvanda Íslandspósts að sögn formanns nefndarinnar. Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur að Póst-og fjarskiptastofnun verði einnig kölluð fyrir nefndina. Ríkisendurskoðun skilaði af sér skýrslu um rekstur og stjórnun Íslandspósts í gær. Fjárlaganefnd fór fram á að skýrslan yrði gerð eftir að í ljós kom að félagið stóð frammi fyrir miklum fjárhagsvanda og hafði fengið lán uppá hálfan milljarð. Þá liggur fyrir lánsheimild uppá einn og hálfan milljarð frá ríkinu. Ríkisendurskoðun gerir margvíslegar athugasemdir við rekstur og stjórnun póstsins og lagði til margs konar úrbætur. Bjarni Jónsson formaður stjórnar Íslandspósts segir að miklar skipulagsbreytingar og hagræðingaraðgerðir liggi nú fyrir hjá fyrirtækinu og á þessari stundu liggi ekki fyrir hvort öll lánsheimildin frá ríkissjóði verði nýtt. „Það verður bara aðeins að koma í ljós. Við erum að reyna hratt og vel að umbylta félaginu og svo er margt í ytra umhverfinu sem við vitum ekki hvernig þróast. Til dæmis eru nýsamþykkt póstlög sem við eigum eftir að átta okkur á hvað þýði fyrir félagið,“ segir Bjarni. Niðurstöður Ríkisendurskoðunnar um Íslandspóst voru kynntar á nefndarfundi hjá fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd í gær. Helga Vala Helgadóttir formaður síðari nefndarinnar segir mörgum spurningum enn ósvarað. „Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á eftir að fara gaumgæfilega yfir þetta allt saman. Við munum kalla fyrir Samkeppniseftirlitið fyrir og fyrrverandi og núverandi forstjóra. Það er ýmislegt sem við þurfum að spyrja útí,“ segir Helga. Björn Leví Gunnarsson nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur nauðsynlegt að fá póst og fjarskiptastofnun fyrir nefndina. „Við báðum um að fá alla vega Samkeppniseftirlitið og Póst-og fjarskiptastofnun á fund. Við sitjum uppi með lántöku uppá einn og hálfan milljarð en enga lausn á því hvernig þetta verður til frambúðar,“ segir Björn Leví Gunnarsson.
Alþingi Íslandspóstur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira