Undirbúum næsta hagvaxtaskeið Ingólfur Bender skrifar 26. júní 2019 08:00 Nú þegar hagkerfið siglir inn í samdrátt er það áleitin spurning á hverju við byggjum næsta hagvaxtarskeið. Með réttum aðgerðum má milda niðursveifluna og tryggja að næsta uppsveifla verði gjöful. Með sterkri samkeppnishæfni atvinnulífsins má auka velferð og bæta lífsgæði. Í því sambandi þarf skýra framtíðarsýn. Við viljum að verðmætasköpunin verði drifin áfram af sjálfbærri nýtingu auðlinda, mikilli nýsköpun, vel menntuðu og hæfileikaríku vinnuafli, traustum innviðum sem uppfylla þarfir samfélagsins og skilvirku, hagkvæmu og stöðugu starfsumhverfi. Ísland er mjög háð erlendum viðskiptum. Nýliðin efnahagsuppsveifla var í því sambandi, líkt og flestar aðrar uppsveiflur í íslenskri efnahagssögu, drifin áfram af auknum gjaldeyristekjum. Sagan kennir að ef við viljum skara fram úr litið til framtíðar verðum við að skapa og nýta viðskiptatækifærin til að auka útflutningstekjur.Hugmyndum breytt í verðmæti Samsetning gjaldeyristekna skiptir hér sköpum en árangursríkast er að skapa þær gjaldeyristekjur sem auka innlenda verðmætasköpun hvað mest. Þannig aukum við efnahagsleg lífsgæði í landinu. Nýsköpun sem felst í að breyta hugmyndum í verðmæti er lykillinn að auknum gjaldeyristekjum og hagvexti í framtíðinni, hvort heldur sem er í nýjum sprotum eða í rótgróinni starfsemi. Gjaldeyristekjur þjóðarbúsins grundvallast nú að stórum hluta á nýtingu náttúruauðlinda. Vegna takmarkaðs umfangs og mikillar nýtingar þessara auðlinda landsins verður hagvöxtur framtíðarinnar að byggja í auknum mæli á hátækniframleiðslu og -þjónustu til útflutnings. Mikilvægt er að náttúruauðlindir landsins muni áfram gefa atvinnulífinu samkeppnisforskot og móta þannig sérhæfingu hagkerfisins. Framþróun efnahagslífsins ræðst af því hversu vel okkur tekst að nýta það forskot til aukinnar verðmætasköpunar.Talsverður viðnámsþróttur Þrátt fyrir merki um samdrátt stendur íslenska hagkerfið á margan máta vel um þessar mundir. Efnahagsleg lífsgæði hér á landi eru með því sem best gerist í heiminum. Mikilvægt er að byggja á þeim styrkleikum sem hafa skapað okkur þessa stöðu þegar litið er til framtíðar. Þjóðarbúið er ríkt af náttúruauðlindum, með talsvert sterka innviði og vel menntað vinnuafl sem býr yfir miklu frumkvæði og krafti. Hagkerfið er opið og sveigjanlegt sem hefur meðal annars hjálpað við að takast á við miklar efnahagssveiflur í fortíð. Viðnámsþróttur efnahagslífsins er talsverður nú þegar tekist er á við niðursveifluna. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er öflugur og erlend staða þjóðarbúsins jákvæð. Þá hefur eiginfjárstaða heimilanna styrkst mikið í nýliðinni uppsveiflu og skuldastaða þeirra hefur að sama skapi batnað. Einnig er fjárhagsstaða ríkissjóðs nokkuð sterk í alþjóðlegum samanburði sem gefur svigrúm til að milda efnahagsleg áhrif þess samdráttar sem vofir yfir með hagstjórnaraðgerðum á sviði opinberra fjármála í samspili við stjórn peningamála.Viðamiklar áskoranir Þó staðan sé á margan máta sterk stendur íslenska hagkerfið frammi fyrir viðamiklum áskorunum á sviði efnahagsmála. Veikleikar hagkerfisins eru í því sambandi bæði áskoranir og tækifæri til framþróunar. Þannig er starfsumhverfið óstöðugt og á margan hátt bæði óhagkvæmt og óskilvirkt. Verkefnið nú er að nýta hagstjórnartækin til að tryggja mjúka lendingu hagkerfisins og undirbyggja hagvöxt til lengri tíma. Með öflugri verðmætasköpun á mörgum sviðum má einnig tryggja aukinn stöðugleika. Þá má nefna að menntakerfið er ekki að mæta nægjanlega vel þörfum atvinnulífs og heimila. Leiða þarf saman færni mannauðsins og þarfir atvinnulífsins með skilvirkum og hagkvæmum hætti. Uppbyggingu og viðhaldi innviða hefur ekki verið sinnt sem skyldi og hvatar til nýsköpunar eru ekki nægjanlegir. Hagkvæmir, skilvirkir og áreiðanlegir innviðir sem þjóna þörfum atvinnulífs og heimila skila sér í aukinni velmegun og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Við getum gert betur og byggt þannig undir hagvöxt framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingólfur Bender Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú þegar hagkerfið siglir inn í samdrátt er það áleitin spurning á hverju við byggjum næsta hagvaxtarskeið. Með réttum aðgerðum má milda niðursveifluna og tryggja að næsta uppsveifla verði gjöful. Með sterkri samkeppnishæfni atvinnulífsins má auka velferð og bæta lífsgæði. Í því sambandi þarf skýra framtíðarsýn. Við viljum að verðmætasköpunin verði drifin áfram af sjálfbærri nýtingu auðlinda, mikilli nýsköpun, vel menntuðu og hæfileikaríku vinnuafli, traustum innviðum sem uppfylla þarfir samfélagsins og skilvirku, hagkvæmu og stöðugu starfsumhverfi. Ísland er mjög háð erlendum viðskiptum. Nýliðin efnahagsuppsveifla var í því sambandi, líkt og flestar aðrar uppsveiflur í íslenskri efnahagssögu, drifin áfram af auknum gjaldeyristekjum. Sagan kennir að ef við viljum skara fram úr litið til framtíðar verðum við að skapa og nýta viðskiptatækifærin til að auka útflutningstekjur.Hugmyndum breytt í verðmæti Samsetning gjaldeyristekna skiptir hér sköpum en árangursríkast er að skapa þær gjaldeyristekjur sem auka innlenda verðmætasköpun hvað mest. Þannig aukum við efnahagsleg lífsgæði í landinu. Nýsköpun sem felst í að breyta hugmyndum í verðmæti er lykillinn að auknum gjaldeyristekjum og hagvexti í framtíðinni, hvort heldur sem er í nýjum sprotum eða í rótgróinni starfsemi. Gjaldeyristekjur þjóðarbúsins grundvallast nú að stórum hluta á nýtingu náttúruauðlinda. Vegna takmarkaðs umfangs og mikillar nýtingar þessara auðlinda landsins verður hagvöxtur framtíðarinnar að byggja í auknum mæli á hátækniframleiðslu og -þjónustu til útflutnings. Mikilvægt er að náttúruauðlindir landsins muni áfram gefa atvinnulífinu samkeppnisforskot og móta þannig sérhæfingu hagkerfisins. Framþróun efnahagslífsins ræðst af því hversu vel okkur tekst að nýta það forskot til aukinnar verðmætasköpunar.Talsverður viðnámsþróttur Þrátt fyrir merki um samdrátt stendur íslenska hagkerfið á margan máta vel um þessar mundir. Efnahagsleg lífsgæði hér á landi eru með því sem best gerist í heiminum. Mikilvægt er að byggja á þeim styrkleikum sem hafa skapað okkur þessa stöðu þegar litið er til framtíðar. Þjóðarbúið er ríkt af náttúruauðlindum, með talsvert sterka innviði og vel menntað vinnuafl sem býr yfir miklu frumkvæði og krafti. Hagkerfið er opið og sveigjanlegt sem hefur meðal annars hjálpað við að takast á við miklar efnahagssveiflur í fortíð. Viðnámsþróttur efnahagslífsins er talsverður nú þegar tekist er á við niðursveifluna. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er öflugur og erlend staða þjóðarbúsins jákvæð. Þá hefur eiginfjárstaða heimilanna styrkst mikið í nýliðinni uppsveiflu og skuldastaða þeirra hefur að sama skapi batnað. Einnig er fjárhagsstaða ríkissjóðs nokkuð sterk í alþjóðlegum samanburði sem gefur svigrúm til að milda efnahagsleg áhrif þess samdráttar sem vofir yfir með hagstjórnaraðgerðum á sviði opinberra fjármála í samspili við stjórn peningamála.Viðamiklar áskoranir Þó staðan sé á margan máta sterk stendur íslenska hagkerfið frammi fyrir viðamiklum áskorunum á sviði efnahagsmála. Veikleikar hagkerfisins eru í því sambandi bæði áskoranir og tækifæri til framþróunar. Þannig er starfsumhverfið óstöðugt og á margan hátt bæði óhagkvæmt og óskilvirkt. Verkefnið nú er að nýta hagstjórnartækin til að tryggja mjúka lendingu hagkerfisins og undirbyggja hagvöxt til lengri tíma. Með öflugri verðmætasköpun á mörgum sviðum má einnig tryggja aukinn stöðugleika. Þá má nefna að menntakerfið er ekki að mæta nægjanlega vel þörfum atvinnulífs og heimila. Leiða þarf saman færni mannauðsins og þarfir atvinnulífsins með skilvirkum og hagkvæmum hætti. Uppbyggingu og viðhaldi innviða hefur ekki verið sinnt sem skyldi og hvatar til nýsköpunar eru ekki nægjanlegir. Hagkvæmir, skilvirkir og áreiðanlegir innviðir sem þjóna þörfum atvinnulífs og heimila skila sér í aukinni velmegun og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Við getum gert betur og byggt þannig undir hagvöxt framtíðarinnar.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun