Segir þörf á skýrari ramma utan um löggjöf um þjónustu við fatlaða Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2019 20:30 Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir félagsmálaráðherra þurfa að skýra ramman utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Hún líti ekki á skýrslu, sem kom út um þjónustu við fatlaða í bænum, sem áfellisdóm heldur ráðgefandi plagg. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu og sex af þeim tólf sem fá þjónustu telja að börn þeirra þurfi auka þjónustu samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar á þjónustu við fatlaða í bænum. Formaður Öryrkjabandalagsins telur skýrsluna gefa Hveragerði falleinkunn. „Það er auðvitað ekki þannig að allir séu með þjónustu þau séu með skilgreinda fötlun. Það getur verið breytilegt eftir aldri og annað. Það þarf ekkert að vera óeðlilegt við það nei,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, aðspurð hvort hún telji hlutfall fatlaðs fólks án þjónustu ekki hátt í bænum. Í nýjum lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, er sveitarfélögum gert skylt að hafa frumkvæði að því að kynna sér aðstæður fatlaðs fólks og gera því grein fyrir rétti til þjónustu. Í skýrslunni segja starfsmenn Hveragerðisbæjar að hingað til hafi notandi þurft að óska eftir þjónustu sjálfur. „Lögin um stuðning við fatlaða með langvarandi stuðningsþarfir eru ný. Þau voru sett á í lok árs 2018. Það hafa ekki enn komið fram leiðbeiningar frá ráðuneytinu hvernig sveitarfélögum ber að framfylgja þessum lögum að fullu. Á meðan þá erum við að veita góða þjónustu og alltaf að vinna í því að bæta hana,“ segir hún.Nú er augljóst að það ríkir ekki almenn ánægja með félagsþjónustuna hjá ykkur, eins og kemur fram í þessari skýrslu, hvernig ætlið þið að bregðast við þessu?„Ég er ekki sammála því, af þeim tólf sem njóta þjónustu er mikill meiri hluti ánægður með þjónustuna. Það eru aðeins tveir sem eru mjög óánægðir. Ég er ekki sammála þessari yfirlýsingu að það ríki almenn óánægja. Við munum að sjálfsögðu reyna að gera enn þá betur en við gerum í dag,“ segir hún. Félagsmál Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir félagsmálaráðherra þurfa að skýra ramman utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Hún líti ekki á skýrslu, sem kom út um þjónustu við fatlaða í bænum, sem áfellisdóm heldur ráðgefandi plagg. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu og sex af þeim tólf sem fá þjónustu telja að börn þeirra þurfi auka þjónustu samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar á þjónustu við fatlaða í bænum. Formaður Öryrkjabandalagsins telur skýrsluna gefa Hveragerði falleinkunn. „Það er auðvitað ekki þannig að allir séu með þjónustu þau séu með skilgreinda fötlun. Það getur verið breytilegt eftir aldri og annað. Það þarf ekkert að vera óeðlilegt við það nei,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, aðspurð hvort hún telji hlutfall fatlaðs fólks án þjónustu ekki hátt í bænum. Í nýjum lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, er sveitarfélögum gert skylt að hafa frumkvæði að því að kynna sér aðstæður fatlaðs fólks og gera því grein fyrir rétti til þjónustu. Í skýrslunni segja starfsmenn Hveragerðisbæjar að hingað til hafi notandi þurft að óska eftir þjónustu sjálfur. „Lögin um stuðning við fatlaða með langvarandi stuðningsþarfir eru ný. Þau voru sett á í lok árs 2018. Það hafa ekki enn komið fram leiðbeiningar frá ráðuneytinu hvernig sveitarfélögum ber að framfylgja þessum lögum að fullu. Á meðan þá erum við að veita góða þjónustu og alltaf að vinna í því að bæta hana,“ segir hún.Nú er augljóst að það ríkir ekki almenn ánægja með félagsþjónustuna hjá ykkur, eins og kemur fram í þessari skýrslu, hvernig ætlið þið að bregðast við þessu?„Ég er ekki sammála því, af þeim tólf sem njóta þjónustu er mikill meiri hluti ánægður með þjónustuna. Það eru aðeins tveir sem eru mjög óánægðir. Ég er ekki sammála þessari yfirlýsingu að það ríki almenn óánægja. Við munum að sjálfsögðu reyna að gera enn þá betur en við gerum í dag,“ segir hún.
Félagsmál Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira