Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júní 2019 12:21 Stöðvarhús Hvalárvirkjunar verður neðanjarðar. Inn á þessa mynd er búið að teikna aðkomubyggingu stöðvarhússins til hægri og fyrirhugaðan veg upp á heiðina. Vesturverk. Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær. Merkin eru frá árinu 1890. Vatnasvið Eyvindarfjarðarvatns er alfarið á jörð Drangavíkur en nýting vatnasviðs Eyvindarfjarðarár hefur verið sögð ein meginforsenda Hvalárvirkjunar. Sveitarstjórn Árneshrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. júní síðastliðinn að veita leyfi fyrir fyrsta hluta framkvæmda við Hvalárvirkjun. Leyfið var samþykkt einróma í sveitarstjórninni og tekur til framkvæmda við vegagerð að og um virkjunarsvæðið, brúargerð yfir Hvalá, byggingar vinnubúða og fráveitu og rannsókna á jarðfræðilegum þáttum.Landamerkin samkvæmt þinglýstri landamerkjaskrá frá árinu 1890.Engar vísbendingar séð Landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi á Ströndum hafa kært deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA). VesturVerk hefur ýmislegt við kæruna að athuga í tilkynningu til sín í dag. „Í þau 13 ár sem VesturVerk hefur haft Hvalárvirkjun í undirbúningi hafa engar vísbendingar borist um að landamerki í Ófeigsfirði séu með þeim hætti sem hluti af landeigendum Drangavíkur lýsa í kæru sinni. Sá liður kærunnar kemur því forsvarsmönnum VesturVerks í opna skjöldu og er ekki í samræmi við þau landamerkjabréf sem unnið hefur verið eftir,“ segir í tilkynningunni. „Það sætir furðu að í undirbúnings- og skipulagsferli vegna Hvalárvirkjunar, sem spannar á annan áratug, skuli landeigendur ekki hafa vakið fyrr máls á meintu misræmi í landamerkjaskráningu. Einnig mætti ætla að opinberar eftirlitsstofnanir hefðu bent á slíkt misræmi, sé það fyrir hendi. Þar til bær yfirvöld þurfa nú að skera úr um innihald kærunnar en VesturVerk mun á næstu dögum fara yfir þá nærri 100 liði sem kæran birtir.“ VesturVerk hafi í einu og öllu fylgt þeim lögum og reglum sem gildi um skipulags- og undirbúningsferli mannvirkja á borð við vatnsaflsvirkjanir. Þetta sé bæði langt og strangt ferli en verkefnið hafi á öllum stigum máls verið staðfest af opinberum aðilum, þar á meðal Skipulagsstofnun, og nú síðast með framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu Árneshreppi vegna undirbúningsrannsókna. „Það er umhugsunarvert hvernig umhverfissamtökin Landvernd brugðust umsvifalaust við fréttum gærdagsins af kærumálinu. Í fréttatilkynningu frá samtökunum sem birtist í beinu framhaldi af fréttum um kæruna eru gífuryrðin og ávirðingarnar slíkar að ekki verður hjá því komist að bregðast við. Landvernd eru fjölmenn samtök sem að stórum hluta eru rekin af opinberu fé. Um 27 milljónir króna af skattfé ríkisins runnu til samtakanna árið 2017 og því verður að gera þá kröfu að hófstillingar sé gætt og sannleiksgildi virt í málflutningi samtakanna.“Landamerkin samkvæmt gögnum Hvalárvirkjunar.Alvarlegar ásakanir Landeigendur meirihluta Drangavíkur segja eru afdráttarlausir gagnvart virkjunaráformum. „Hvalárvirkjun er fjárhagslega óábyrg og aðstandendur og stuðningsmenn hennar virða lög, reglur og faglega ferla að vettugi.“ Forsvarsmenn VesturVerks eru ósáttir við þessi orð og viðbrögð Landverndar. „Fyrir utan dylgjur um arðsemi verkefnisins, sem Landvernd hefur engar forsendur til að leggja mat á, er fyrirtækið VesturVerk sakað um að hafa gerst brotlegt við lög og reglur í landinu. Það eru alvarlegar ásakanir. Landvernd hlýtur að þurfa að færa rök fyrir máli sínu og tiltaka hvaða lög, reglur eða faglegir ferlar hafa verið virtir að vettugi í undirbúningi að virkjun Hvalár. Vissulega eru skiptar skoðanir um það með hvaða hætti við Íslendingar högum sambúðinni við náttúru landsins okkar. Sumir vilja nýta, aðrir vilja njóta en þorri landsmanna vill gera hvort tveggja með sjálfbærni að leiðarljósi. Það sýna skoðanakannanir á landsvísu. En í allri þeirri mikilvægu umræðu sem fram fer um þessi mál verður það að vera lágmarkskrafa að satt og rétt sé sagt frá.“ Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær. Merkin eru frá árinu 1890. Vatnasvið Eyvindarfjarðarvatns er alfarið á jörð Drangavíkur en nýting vatnasviðs Eyvindarfjarðarár hefur verið sögð ein meginforsenda Hvalárvirkjunar. Sveitarstjórn Árneshrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. júní síðastliðinn að veita leyfi fyrir fyrsta hluta framkvæmda við Hvalárvirkjun. Leyfið var samþykkt einróma í sveitarstjórninni og tekur til framkvæmda við vegagerð að og um virkjunarsvæðið, brúargerð yfir Hvalá, byggingar vinnubúða og fráveitu og rannsókna á jarðfræðilegum þáttum.Landamerkin samkvæmt þinglýstri landamerkjaskrá frá árinu 1890.Engar vísbendingar séð Landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi á Ströndum hafa kært deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA). VesturVerk hefur ýmislegt við kæruna að athuga í tilkynningu til sín í dag. „Í þau 13 ár sem VesturVerk hefur haft Hvalárvirkjun í undirbúningi hafa engar vísbendingar borist um að landamerki í Ófeigsfirði séu með þeim hætti sem hluti af landeigendum Drangavíkur lýsa í kæru sinni. Sá liður kærunnar kemur því forsvarsmönnum VesturVerks í opna skjöldu og er ekki í samræmi við þau landamerkjabréf sem unnið hefur verið eftir,“ segir í tilkynningunni. „Það sætir furðu að í undirbúnings- og skipulagsferli vegna Hvalárvirkjunar, sem spannar á annan áratug, skuli landeigendur ekki hafa vakið fyrr máls á meintu misræmi í landamerkjaskráningu. Einnig mætti ætla að opinberar eftirlitsstofnanir hefðu bent á slíkt misræmi, sé það fyrir hendi. Þar til bær yfirvöld þurfa nú að skera úr um innihald kærunnar en VesturVerk mun á næstu dögum fara yfir þá nærri 100 liði sem kæran birtir.“ VesturVerk hafi í einu og öllu fylgt þeim lögum og reglum sem gildi um skipulags- og undirbúningsferli mannvirkja á borð við vatnsaflsvirkjanir. Þetta sé bæði langt og strangt ferli en verkefnið hafi á öllum stigum máls verið staðfest af opinberum aðilum, þar á meðal Skipulagsstofnun, og nú síðast með framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu Árneshreppi vegna undirbúningsrannsókna. „Það er umhugsunarvert hvernig umhverfissamtökin Landvernd brugðust umsvifalaust við fréttum gærdagsins af kærumálinu. Í fréttatilkynningu frá samtökunum sem birtist í beinu framhaldi af fréttum um kæruna eru gífuryrðin og ávirðingarnar slíkar að ekki verður hjá því komist að bregðast við. Landvernd eru fjölmenn samtök sem að stórum hluta eru rekin af opinberu fé. Um 27 milljónir króna af skattfé ríkisins runnu til samtakanna árið 2017 og því verður að gera þá kröfu að hófstillingar sé gætt og sannleiksgildi virt í málflutningi samtakanna.“Landamerkin samkvæmt gögnum Hvalárvirkjunar.Alvarlegar ásakanir Landeigendur meirihluta Drangavíkur segja eru afdráttarlausir gagnvart virkjunaráformum. „Hvalárvirkjun er fjárhagslega óábyrg og aðstandendur og stuðningsmenn hennar virða lög, reglur og faglega ferla að vettugi.“ Forsvarsmenn VesturVerks eru ósáttir við þessi orð og viðbrögð Landverndar. „Fyrir utan dylgjur um arðsemi verkefnisins, sem Landvernd hefur engar forsendur til að leggja mat á, er fyrirtækið VesturVerk sakað um að hafa gerst brotlegt við lög og reglur í landinu. Það eru alvarlegar ásakanir. Landvernd hlýtur að þurfa að færa rök fyrir máli sínu og tiltaka hvaða lög, reglur eða faglegir ferlar hafa verið virtir að vettugi í undirbúningi að virkjun Hvalár. Vissulega eru skiptar skoðanir um það með hvaða hætti við Íslendingar högum sambúðinni við náttúru landsins okkar. Sumir vilja nýta, aðrir vilja njóta en þorri landsmanna vill gera hvort tveggja með sjálfbærni að leiðarljósi. Það sýna skoðanakannanir á landsvísu. En í allri þeirri mikilvægu umræðu sem fram fer um þessi mál verður það að vera lágmarkskrafa að satt og rétt sé sagt frá.“
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira