Fjölskylduhjálp þarf að loka yfir sumartímann vegna fjárskorts Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifa 24. júní 2019 22:36 Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Vísir Há húsaleiga er meðal ástæðu þess að Fjölskylduhjálp Íslands muni ekki geta veitt matarúthlutanir frá 1. júlí til 1. september. Formaður Fjölskylduhjálpar hefur verulegar áhyggjur og segir samtökin þó ætla að reyna að halda úti neyðaraðstoð fyrir þá allra verst settu. Fjölskylduhjálp Íslands hefur verið starfrækt í sextán ár og tilheyrir hún félagsþjónustunni á stórhöfuðborgarsvæðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem grípa þarf til þeirra aðgerða að loka yfir sumartímann vegna fjárskorts. Fjölskylduhjálp veitir hátt í níu hundruð matargjafir á mánuði og er aðstoðin meðal annars fjármögnuð með framlögum, söfnunum og flóamörkuðum sem starfræktir eru í Reykjavík og á Reykjanesi. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, segir lokunina nauðsynlega til að geta byggt samtökin fjárhagslega upp fyrir veturinn. „Þegar að við erum að fá kannski eina milljón á ári frá Reykjavíkurborg, eina milljón frá ríkinu, þetta er náttúrulega voðalega lítið en það er svo skrítið að þó svo að við erum búin að vera hluti af félagsþjónustunni í sextán ár að þá einhvern vegin erum við hundsaðar.“ Hún segir að þrengt hafi að starfseminni síðustu ár meðal annars vegna húsaleigu. Ekki sé hægt að fara í vanskil þar og því þessi ákvörðun tekin. „Það er náttúrulega svolítið mikið að borga á milli 11 og 12 hundruð þúsund á mánuði og þá eru það báðir staðirnir og við náttúrulega rekum sendibíl því að við vorum að borga hátt í tvær og hálfa milljón á ári í sendibílakostnað. Þannig að það var fyrir nokkrum árum sem við keyptum bíl og hann náttúrulega marg búinn að borga sig en það eru bara kostnaðir, ég meina virðisauki af öllum vörum sem við kaupum, matvörum, og við fáum hann ekki endurgreiddan.“ Samtökin ætli þó að vera með neyðaraðstoð. „Þá er ég að tala um þegar fólk er algjörlega bara úrkula vonar um að geta á einn eða neinn hátt bjargað sér,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar. Félagsmál Hjálparstarf Reykjanesbær Reykjavík Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Há húsaleiga er meðal ástæðu þess að Fjölskylduhjálp Íslands muni ekki geta veitt matarúthlutanir frá 1. júlí til 1. september. Formaður Fjölskylduhjálpar hefur verulegar áhyggjur og segir samtökin þó ætla að reyna að halda úti neyðaraðstoð fyrir þá allra verst settu. Fjölskylduhjálp Íslands hefur verið starfrækt í sextán ár og tilheyrir hún félagsþjónustunni á stórhöfuðborgarsvæðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem grípa þarf til þeirra aðgerða að loka yfir sumartímann vegna fjárskorts. Fjölskylduhjálp veitir hátt í níu hundruð matargjafir á mánuði og er aðstoðin meðal annars fjármögnuð með framlögum, söfnunum og flóamörkuðum sem starfræktir eru í Reykjavík og á Reykjanesi. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, segir lokunina nauðsynlega til að geta byggt samtökin fjárhagslega upp fyrir veturinn. „Þegar að við erum að fá kannski eina milljón á ári frá Reykjavíkurborg, eina milljón frá ríkinu, þetta er náttúrulega voðalega lítið en það er svo skrítið að þó svo að við erum búin að vera hluti af félagsþjónustunni í sextán ár að þá einhvern vegin erum við hundsaðar.“ Hún segir að þrengt hafi að starfseminni síðustu ár meðal annars vegna húsaleigu. Ekki sé hægt að fara í vanskil þar og því þessi ákvörðun tekin. „Það er náttúrulega svolítið mikið að borga á milli 11 og 12 hundruð þúsund á mánuði og þá eru það báðir staðirnir og við náttúrulega rekum sendibíl því að við vorum að borga hátt í tvær og hálfa milljón á ári í sendibílakostnað. Þannig að það var fyrir nokkrum árum sem við keyptum bíl og hann náttúrulega marg búinn að borga sig en það eru bara kostnaðir, ég meina virðisauki af öllum vörum sem við kaupum, matvörum, og við fáum hann ekki endurgreiddan.“ Samtökin ætli þó að vera með neyðaraðstoð. „Þá er ég að tala um þegar fólk er algjörlega bara úrkula vonar um að geta á einn eða neinn hátt bjargað sér,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar.
Félagsmál Hjálparstarf Reykjanesbær Reykjavík Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira