Erlent

Orrustuþotur skullu saman í háloftunum

Andri Eysteinsson skrifar
Samskonar vélar og lentu í árekstri í háloftunum.
Samskonar vélar og lentu í árekstri í háloftunum. Getty/MorrisMacMatzen
Tvær þýskar Eurofighter-orrustuþotur brotlentu í dag yfir norðausturhluta Þýskalands eftir að hafa skollið saman í loftinu. Sky greinir frá.

Þýski flugherinn staðfestir þetta og segir að báðir flugmennirnir hafi komist úr vélunum með notkun slöngvisæta áður en að áreksturinn varð.

Flugmennirnir tveir voru ásamt þeim þriðja í verkefni á vegum hersins nærri Muritz-vatni um 100 kílómetra norður af Berlín. Staðurinn er nærri herstöðinni Laage í Mecklenburg-Vorpommen.

Lögregla segir að annar flugmannanna hafi fundist ráfandi um skóglendi en leit stendur enn yfir af hinum flugmanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×