Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. júní 2019 14:11 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. Frumvarpið elur í sér innleiðingu á opinberu styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla sem felst í því að viðkomandi fjölmiðlar geta fengið allt að fjórðungi ritstjórnarkostnaðar endurgreiddan frá ríkissjóði upp að fimmtíu milljónum króna. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins leggur mikla áherslu á frumvarpinu verði breytt áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Fréttablaðið greindi frá þessu í dag. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis að þingmenn flokksins hafi efasemdir um réttmæti opinberra styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Það sé þó ekki það eina sem þingmennirnir geri athugasemdir við. „Við þurfum fyrst að leiðrétta þá skekkju sem er á samkeppnismarkaði fjölmiðla með þátttöku Ríkisútvarpsins áður en við hugleiðum það með hvaða hætti ríkissjóður eigi að koma að stuðningi við sjálfstæða miðla með beinum fjárframlögum eins og lagt er til,“ segir Óli Björn. Viljið þið þá taka RÚV af auglýsingamarkaði? „Já. Það eru örugglega skiptar skoðanir um það en ég held að það væri farsælast að Ríkisútvarpið hyrfi af auglýsingamarkaði að mestu eða öllu leyti,“ segir Óli Björn. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að Alþingi þurfi fyrst að samþykkja þetta frumvarp áður en staða RÚV verði skoðuð en þjónustusamningur við RÚV sé nú til endurskoðunar. „Það verður sérstök umræða um það. Ég vil fyrst klára þetta varðandi einkareknu fjölmiðlana. Svo förum við í vinnu varðandi Ríkisútvarpið,“ segir Lilja. Hún segist ekki reikna með efnislegum breytingum á frumvarpinu úr þessu og reiknar með að frumvarpið verði afgreitt frá Alþingi í haust. „Málið hefur verið samþykkt í ríkisstjórn og hjá þingflokkunum og ég er mjög vongóð um það að ég muni mæla fyrir þessu frumvarpi og það verði samþykkt.“ Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. Frumvarpið elur í sér innleiðingu á opinberu styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla sem felst í því að viðkomandi fjölmiðlar geta fengið allt að fjórðungi ritstjórnarkostnaðar endurgreiddan frá ríkissjóði upp að fimmtíu milljónum króna. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins leggur mikla áherslu á frumvarpinu verði breytt áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Fréttablaðið greindi frá þessu í dag. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis að þingmenn flokksins hafi efasemdir um réttmæti opinberra styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Það sé þó ekki það eina sem þingmennirnir geri athugasemdir við. „Við þurfum fyrst að leiðrétta þá skekkju sem er á samkeppnismarkaði fjölmiðla með þátttöku Ríkisútvarpsins áður en við hugleiðum það með hvaða hætti ríkissjóður eigi að koma að stuðningi við sjálfstæða miðla með beinum fjárframlögum eins og lagt er til,“ segir Óli Björn. Viljið þið þá taka RÚV af auglýsingamarkaði? „Já. Það eru örugglega skiptar skoðanir um það en ég held að það væri farsælast að Ríkisútvarpið hyrfi af auglýsingamarkaði að mestu eða öllu leyti,“ segir Óli Björn. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að Alþingi þurfi fyrst að samþykkja þetta frumvarp áður en staða RÚV verði skoðuð en þjónustusamningur við RÚV sé nú til endurskoðunar. „Það verður sérstök umræða um það. Ég vil fyrst klára þetta varðandi einkareknu fjölmiðlana. Svo förum við í vinnu varðandi Ríkisútvarpið,“ segir Lilja. Hún segist ekki reikna með efnislegum breytingum á frumvarpinu úr þessu og reiknar með að frumvarpið verði afgreitt frá Alþingi í haust. „Málið hefur verið samþykkt í ríkisstjórn og hjá þingflokkunum og ég er mjög vongóð um það að ég muni mæla fyrir þessu frumvarpi og það verði samþykkt.“
Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira