Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust Sveinn Arnarsson skrifar 24. júní 2019 06:00 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins leggur mikla áherslu á að fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, taki verulegum breytingum áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins innan þingflokksins. Einn heimildarmaður blaðsins segist raunar ekki muna eftir öðru stjórnarfrumvarpi sem hafi verið afgreitt úr þingflokknum með jafn miklum fyrirvörum. Þannig muni þingflokkurinn meðal annars setja það skilyrði að tekið verði á málefnum RÚV. Að minnsta kosti verði settar miklar skorður við samkeppnisrekstri félagsins og það helst dregið alveg af samkeppnismarkaði. Frumvarp Lilju sem ætlað var að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla komst ekki til umræðu áður en Alþingi fór í sumarleyfi. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þótt frumvarpið hafi verið afgreitt út úr þingflokknum hafi verið samstaða um það að það færi ekki í gegn á þessu þingi. Ljóst sé að fyrirvarar séu hjá mörgum þingmönnum flokksins. „Ég held að það sé alveg deginum ljósara að það voru ekki allir í þingflokknum sáttir við frumvarpið eins og það var lagt fram. Ráðherra fannst mikilvægt að leggja málið fram svo það fengi kynningu og einhverja umræðu. Það yrði svo verkefni næsta þings að ná þessu í gegn,“ segir Bryndís. Þegar ráðherra kynnti frumvarpið í lok janúar sagði hann að málefni RÚV yrðu skoðuð síðar. Endanleg útgáfa frumvarpsins leit svo dagsins ljós í maí en þá hafði málsgrein verið bætt við greinargerð um að skoða ætti tekjuuppbyggingu RÚV. Frumvarpinu var ekki dreift á Alþingi fyrr en 20. maí þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi afgreitt það 3. þess mánaðar. Voru þær tafir meðal annars raktar til andstöðu innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Að mati Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, er staða RÚV lykilatriði. „Ef það er einhver alvara í því að styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla þá verða menn að taka á þátttöku RÚV á samkeppnismarkaði þar sem það nýtur yfirburða. Það verður að jafna leikvöllinn,“ segir Óli Björn. Eitthvað verði að gera en mikill meirihluti þingsins vilji vernda RÚV. „Það má ekkert gera sem raskar stöðu RÚV og þá skil ég ekki hvernig menn ætla að jafna leikvöllinn.“ Annar heimildarmaður segir málið snúið fyrir flokkinn þar sem verið sé að búa til styrkjakerfi sem gangi gegn grunnhugmyndum hans um atvinnulíf. Hins vegar telji ýmsir það réttlætanlegt í ljósi ójafnrar stöðu einkarekinna fjölmiðla Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir RÚV er fíllinn í stofunni Blaðamennska er sjúkdómur, segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Óli Björn, Kolbeinn Proppé, VG og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, eru öll fyrrverandi blaðamenn. Sammála um að ef ekkert verði gert muni fækka í flóru sjálfstæðra fjölmiðla. 2. mars 2019 15:00 Stjórnin skoðar frekari aðgerðir fyrir fjölmiðla Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki breytingar á fjölmiðlafrumvarpi sem hún kynnti fyrir viku og felur í sér ríkisstyrki til sjálfstæðra fjölmiðla. 7. febrúar 2019 06:00 Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins leggur mikla áherslu á að fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, taki verulegum breytingum áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins innan þingflokksins. Einn heimildarmaður blaðsins segist raunar ekki muna eftir öðru stjórnarfrumvarpi sem hafi verið afgreitt úr þingflokknum með jafn miklum fyrirvörum. Þannig muni þingflokkurinn meðal annars setja það skilyrði að tekið verði á málefnum RÚV. Að minnsta kosti verði settar miklar skorður við samkeppnisrekstri félagsins og það helst dregið alveg af samkeppnismarkaði. Frumvarp Lilju sem ætlað var að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla komst ekki til umræðu áður en Alþingi fór í sumarleyfi. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þótt frumvarpið hafi verið afgreitt út úr þingflokknum hafi verið samstaða um það að það færi ekki í gegn á þessu þingi. Ljóst sé að fyrirvarar séu hjá mörgum þingmönnum flokksins. „Ég held að það sé alveg deginum ljósara að það voru ekki allir í þingflokknum sáttir við frumvarpið eins og það var lagt fram. Ráðherra fannst mikilvægt að leggja málið fram svo það fengi kynningu og einhverja umræðu. Það yrði svo verkefni næsta þings að ná þessu í gegn,“ segir Bryndís. Þegar ráðherra kynnti frumvarpið í lok janúar sagði hann að málefni RÚV yrðu skoðuð síðar. Endanleg útgáfa frumvarpsins leit svo dagsins ljós í maí en þá hafði málsgrein verið bætt við greinargerð um að skoða ætti tekjuuppbyggingu RÚV. Frumvarpinu var ekki dreift á Alþingi fyrr en 20. maí þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi afgreitt það 3. þess mánaðar. Voru þær tafir meðal annars raktar til andstöðu innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Að mati Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, er staða RÚV lykilatriði. „Ef það er einhver alvara í því að styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla þá verða menn að taka á þátttöku RÚV á samkeppnismarkaði þar sem það nýtur yfirburða. Það verður að jafna leikvöllinn,“ segir Óli Björn. Eitthvað verði að gera en mikill meirihluti þingsins vilji vernda RÚV. „Það má ekkert gera sem raskar stöðu RÚV og þá skil ég ekki hvernig menn ætla að jafna leikvöllinn.“ Annar heimildarmaður segir málið snúið fyrir flokkinn þar sem verið sé að búa til styrkjakerfi sem gangi gegn grunnhugmyndum hans um atvinnulíf. Hins vegar telji ýmsir það réttlætanlegt í ljósi ójafnrar stöðu einkarekinna fjölmiðla
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir RÚV er fíllinn í stofunni Blaðamennska er sjúkdómur, segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Óli Björn, Kolbeinn Proppé, VG og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, eru öll fyrrverandi blaðamenn. Sammála um að ef ekkert verði gert muni fækka í flóru sjálfstæðra fjölmiðla. 2. mars 2019 15:00 Stjórnin skoðar frekari aðgerðir fyrir fjölmiðla Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki breytingar á fjölmiðlafrumvarpi sem hún kynnti fyrir viku og felur í sér ríkisstyrki til sjálfstæðra fjölmiðla. 7. febrúar 2019 06:00 Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
RÚV er fíllinn í stofunni Blaðamennska er sjúkdómur, segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Óli Björn, Kolbeinn Proppé, VG og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, eru öll fyrrverandi blaðamenn. Sammála um að ef ekkert verði gert muni fækka í flóru sjálfstæðra fjölmiðla. 2. mars 2019 15:00
Stjórnin skoðar frekari aðgerðir fyrir fjölmiðla Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki breytingar á fjölmiðlafrumvarpi sem hún kynnti fyrir viku og felur í sér ríkisstyrki til sjálfstæðra fjölmiðla. 7. febrúar 2019 06:00
Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45