Réttindi hinsegin fólks eru mannréttindi Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 24. júní 2019 08:00 Það var ánægjulegt að sjá í niðurstöðum könnunar á viðhorfi fólks til utanríkisþjónustunnar hversu margir telja jákvætt og mikilvægt að Ísland hafi tekið sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ekki síður er jákvætt að sjá hversu margir telja að Ísland geti með sinni málafylgju á þeim vettvangi haft raunveruleg áhrif. Það er einmitt mitt mat einnig og lá til grundvallar þeirri ákvörðun á sínum tíma að Ísland byðist til að taka sæti í ráðinu þegar sæti Bandaríkjanna þar losnaði með skömmum fyrirvara fyrir rúmu ári síðan. Nú fer í hönd 41. fundarlota mannréttindaráðsins í Genf, sú þriðja sem Ísland tekur þátt í sem aðildarríki þess. Jafnréttismál verða í forgrunni að þessu sinni, þ.m.t. réttindi hinsegin fólks. Fulltrúar Íslands munu þar láta til sín taka með ýmsum hætti, nú sem áður, og erum við stolt af því að geta þannig lagt lóð á vogarskálarnar. Mannréttindi eru hornsteinn utanríkisstefnunnar og það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að standa vörð um þau. Réttindi hinsegin fólks eru sérstakt áherslumál Íslands. Um það vitnar til dæmis samþykkt Alþingis í liðinni viku á framsækinni löggjöf um kynrænt sjálfræði en með henni skipar Ísland sér í fremstu röð á alþjóðavísu hvað varðar réttindi hinsegin fólks. Á alþjóðavettvangi, og ekki síst í mannréttindaráðinu, höfum við einnig lagt mikla áherslu á að tala fyrir auknum réttindum hinsegin fólks. Hið sama á við um þróunarsamvinnu en í nýrri skýrslu utanríkisráðuneytisins hefur verið mörkuð sú stefna að allt starf Íslands í þróunarsamvinnu sé mannréttindamiðað. Ísland fylgist því sérstaklega með stöðu mála hvað varðar réttindi hinsegin fólks í samstarfsríkjum og áhersluríkjum í þróunarsamvinnu. Því miður er víða pottur brotinn. Í einu af hverjum þremur ríkjum heims teljast hinsegin sambönd enn glæpur samkvæmt lögum. Víða í Afríku og í Mið-Austurlöndum er ástandið afar slæmt að þessu leyti. Við munum ekki skirrast við að benda á hvar skórinn kreppir. Hryllingssögur af ofsóknum á hinsegin fólki á Gaza-ströndinni, í Úganda eða í Tsjetsjeníu láta engan ósnortinn. Það er skylda okkar að halda því á lofti að mannréttindi eru algild, eiga alltaf við og um alla. Óhætt er að fullyrða að við höfum látið verkin tala í mannréttindaráðinu að þessu leyti. Eftir því var til dæmis tekið í reglubundinni allsherjarúttekt á stöðu mannréttindamála í fjórtán aðildarríkjum SÞ í maí að Ísland bar þar upp fleiri tilmæli er vörðuðu LGBTI-réttindi en nokkurt annað ríki. Raunar námu tilmæli Íslands þar alls tíu prósentum þeirra tilmæla sem fram komu um réttindi hinsegin fólks. Í fundarlotu mannréttindaráðsins sem nú fer í hönd liggur fyrir skýrsla frá sérstökum fulltrúa ráðsins um réttindi hinsegin fólks. Fyrir ráðinu liggur enn fremur ályktunartillaga um framlengingu starfsumboðs hans, en það þótti tíðindum sæta þegar embættið var sett á með ályktun frá mannréttindaráðinu árið 2016. Líklegt er talið að mjótt verði á munum þegar kemur að því að greiða atkvæði um að framlengja umboð skýrslugjafans og það segir því miður sína sögu. Enn er mikið verk að vinna. Einmitt þess vegna hef ég nú ákveðið að verja þrettán milljónum króna sérstaklega til UN Free & Equal, sérstaks verkefnis sem skrifstofa mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) heldur utan um til að vinna að útbreiðslu réttinda hinsegin fólks hvarvetna í heiminum. Með fjárframlaginu og áframhaldandi áherslu á réttindi hinsegin fólks, bæði í mannréttindaráðinu sem og í þróunarsamvinnu, leggjum við okkar af mörkum til að bæta hag hinsegin fólks og auka virðingu fyrir réttindum þess. Í þessum efnum sem öðrum skiptir öllu að tala skýrt og skorinort og án nokkurs undansláttar. Dropinn holar á endanum steininn. Það vitum við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Hinsegin Ísland í mannréttindaráði SÞ Jafnréttismál Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að sjá í niðurstöðum könnunar á viðhorfi fólks til utanríkisþjónustunnar hversu margir telja jákvætt og mikilvægt að Ísland hafi tekið sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ekki síður er jákvætt að sjá hversu margir telja að Ísland geti með sinni málafylgju á þeim vettvangi haft raunveruleg áhrif. Það er einmitt mitt mat einnig og lá til grundvallar þeirri ákvörðun á sínum tíma að Ísland byðist til að taka sæti í ráðinu þegar sæti Bandaríkjanna þar losnaði með skömmum fyrirvara fyrir rúmu ári síðan. Nú fer í hönd 41. fundarlota mannréttindaráðsins í Genf, sú þriðja sem Ísland tekur þátt í sem aðildarríki þess. Jafnréttismál verða í forgrunni að þessu sinni, þ.m.t. réttindi hinsegin fólks. Fulltrúar Íslands munu þar láta til sín taka með ýmsum hætti, nú sem áður, og erum við stolt af því að geta þannig lagt lóð á vogarskálarnar. Mannréttindi eru hornsteinn utanríkisstefnunnar og það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að standa vörð um þau. Réttindi hinsegin fólks eru sérstakt áherslumál Íslands. Um það vitnar til dæmis samþykkt Alþingis í liðinni viku á framsækinni löggjöf um kynrænt sjálfræði en með henni skipar Ísland sér í fremstu röð á alþjóðavísu hvað varðar réttindi hinsegin fólks. Á alþjóðavettvangi, og ekki síst í mannréttindaráðinu, höfum við einnig lagt mikla áherslu á að tala fyrir auknum réttindum hinsegin fólks. Hið sama á við um þróunarsamvinnu en í nýrri skýrslu utanríkisráðuneytisins hefur verið mörkuð sú stefna að allt starf Íslands í þróunarsamvinnu sé mannréttindamiðað. Ísland fylgist því sérstaklega með stöðu mála hvað varðar réttindi hinsegin fólks í samstarfsríkjum og áhersluríkjum í þróunarsamvinnu. Því miður er víða pottur brotinn. Í einu af hverjum þremur ríkjum heims teljast hinsegin sambönd enn glæpur samkvæmt lögum. Víða í Afríku og í Mið-Austurlöndum er ástandið afar slæmt að þessu leyti. Við munum ekki skirrast við að benda á hvar skórinn kreppir. Hryllingssögur af ofsóknum á hinsegin fólki á Gaza-ströndinni, í Úganda eða í Tsjetsjeníu láta engan ósnortinn. Það er skylda okkar að halda því á lofti að mannréttindi eru algild, eiga alltaf við og um alla. Óhætt er að fullyrða að við höfum látið verkin tala í mannréttindaráðinu að þessu leyti. Eftir því var til dæmis tekið í reglubundinni allsherjarúttekt á stöðu mannréttindamála í fjórtán aðildarríkjum SÞ í maí að Ísland bar þar upp fleiri tilmæli er vörðuðu LGBTI-réttindi en nokkurt annað ríki. Raunar námu tilmæli Íslands þar alls tíu prósentum þeirra tilmæla sem fram komu um réttindi hinsegin fólks. Í fundarlotu mannréttindaráðsins sem nú fer í hönd liggur fyrir skýrsla frá sérstökum fulltrúa ráðsins um réttindi hinsegin fólks. Fyrir ráðinu liggur enn fremur ályktunartillaga um framlengingu starfsumboðs hans, en það þótti tíðindum sæta þegar embættið var sett á með ályktun frá mannréttindaráðinu árið 2016. Líklegt er talið að mjótt verði á munum þegar kemur að því að greiða atkvæði um að framlengja umboð skýrslugjafans og það segir því miður sína sögu. Enn er mikið verk að vinna. Einmitt þess vegna hef ég nú ákveðið að verja þrettán milljónum króna sérstaklega til UN Free & Equal, sérstaks verkefnis sem skrifstofa mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) heldur utan um til að vinna að útbreiðslu réttinda hinsegin fólks hvarvetna í heiminum. Með fjárframlaginu og áframhaldandi áherslu á réttindi hinsegin fólks, bæði í mannréttindaráðinu sem og í þróunarsamvinnu, leggjum við okkar af mörkum til að bæta hag hinsegin fólks og auka virðingu fyrir réttindum þess. Í þessum efnum sem öðrum skiptir öllu að tala skýrt og skorinort og án nokkurs undansláttar. Dropinn holar á endanum steininn. Það vitum við.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun