Réttindi hinsegin fólks eru mannréttindi Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 24. júní 2019 08:00 Það var ánægjulegt að sjá í niðurstöðum könnunar á viðhorfi fólks til utanríkisþjónustunnar hversu margir telja jákvætt og mikilvægt að Ísland hafi tekið sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ekki síður er jákvætt að sjá hversu margir telja að Ísland geti með sinni málafylgju á þeim vettvangi haft raunveruleg áhrif. Það er einmitt mitt mat einnig og lá til grundvallar þeirri ákvörðun á sínum tíma að Ísland byðist til að taka sæti í ráðinu þegar sæti Bandaríkjanna þar losnaði með skömmum fyrirvara fyrir rúmu ári síðan. Nú fer í hönd 41. fundarlota mannréttindaráðsins í Genf, sú þriðja sem Ísland tekur þátt í sem aðildarríki þess. Jafnréttismál verða í forgrunni að þessu sinni, þ.m.t. réttindi hinsegin fólks. Fulltrúar Íslands munu þar láta til sín taka með ýmsum hætti, nú sem áður, og erum við stolt af því að geta þannig lagt lóð á vogarskálarnar. Mannréttindi eru hornsteinn utanríkisstefnunnar og það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að standa vörð um þau. Réttindi hinsegin fólks eru sérstakt áherslumál Íslands. Um það vitnar til dæmis samþykkt Alþingis í liðinni viku á framsækinni löggjöf um kynrænt sjálfræði en með henni skipar Ísland sér í fremstu röð á alþjóðavísu hvað varðar réttindi hinsegin fólks. Á alþjóðavettvangi, og ekki síst í mannréttindaráðinu, höfum við einnig lagt mikla áherslu á að tala fyrir auknum réttindum hinsegin fólks. Hið sama á við um þróunarsamvinnu en í nýrri skýrslu utanríkisráðuneytisins hefur verið mörkuð sú stefna að allt starf Íslands í þróunarsamvinnu sé mannréttindamiðað. Ísland fylgist því sérstaklega með stöðu mála hvað varðar réttindi hinsegin fólks í samstarfsríkjum og áhersluríkjum í þróunarsamvinnu. Því miður er víða pottur brotinn. Í einu af hverjum þremur ríkjum heims teljast hinsegin sambönd enn glæpur samkvæmt lögum. Víða í Afríku og í Mið-Austurlöndum er ástandið afar slæmt að þessu leyti. Við munum ekki skirrast við að benda á hvar skórinn kreppir. Hryllingssögur af ofsóknum á hinsegin fólki á Gaza-ströndinni, í Úganda eða í Tsjetsjeníu láta engan ósnortinn. Það er skylda okkar að halda því á lofti að mannréttindi eru algild, eiga alltaf við og um alla. Óhætt er að fullyrða að við höfum látið verkin tala í mannréttindaráðinu að þessu leyti. Eftir því var til dæmis tekið í reglubundinni allsherjarúttekt á stöðu mannréttindamála í fjórtán aðildarríkjum SÞ í maí að Ísland bar þar upp fleiri tilmæli er vörðuðu LGBTI-réttindi en nokkurt annað ríki. Raunar námu tilmæli Íslands þar alls tíu prósentum þeirra tilmæla sem fram komu um réttindi hinsegin fólks. Í fundarlotu mannréttindaráðsins sem nú fer í hönd liggur fyrir skýrsla frá sérstökum fulltrúa ráðsins um réttindi hinsegin fólks. Fyrir ráðinu liggur enn fremur ályktunartillaga um framlengingu starfsumboðs hans, en það þótti tíðindum sæta þegar embættið var sett á með ályktun frá mannréttindaráðinu árið 2016. Líklegt er talið að mjótt verði á munum þegar kemur að því að greiða atkvæði um að framlengja umboð skýrslugjafans og það segir því miður sína sögu. Enn er mikið verk að vinna. Einmitt þess vegna hef ég nú ákveðið að verja þrettán milljónum króna sérstaklega til UN Free & Equal, sérstaks verkefnis sem skrifstofa mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) heldur utan um til að vinna að útbreiðslu réttinda hinsegin fólks hvarvetna í heiminum. Með fjárframlaginu og áframhaldandi áherslu á réttindi hinsegin fólks, bæði í mannréttindaráðinu sem og í þróunarsamvinnu, leggjum við okkar af mörkum til að bæta hag hinsegin fólks og auka virðingu fyrir réttindum þess. Í þessum efnum sem öðrum skiptir öllu að tala skýrt og skorinort og án nokkurs undansláttar. Dropinn holar á endanum steininn. Það vitum við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Hinsegin Ísland í mannréttindaráði SÞ Jafnréttismál Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að sjá í niðurstöðum könnunar á viðhorfi fólks til utanríkisþjónustunnar hversu margir telja jákvætt og mikilvægt að Ísland hafi tekið sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ekki síður er jákvætt að sjá hversu margir telja að Ísland geti með sinni málafylgju á þeim vettvangi haft raunveruleg áhrif. Það er einmitt mitt mat einnig og lá til grundvallar þeirri ákvörðun á sínum tíma að Ísland byðist til að taka sæti í ráðinu þegar sæti Bandaríkjanna þar losnaði með skömmum fyrirvara fyrir rúmu ári síðan. Nú fer í hönd 41. fundarlota mannréttindaráðsins í Genf, sú þriðja sem Ísland tekur þátt í sem aðildarríki þess. Jafnréttismál verða í forgrunni að þessu sinni, þ.m.t. réttindi hinsegin fólks. Fulltrúar Íslands munu þar láta til sín taka með ýmsum hætti, nú sem áður, og erum við stolt af því að geta þannig lagt lóð á vogarskálarnar. Mannréttindi eru hornsteinn utanríkisstefnunnar og það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að standa vörð um þau. Réttindi hinsegin fólks eru sérstakt áherslumál Íslands. Um það vitnar til dæmis samþykkt Alþingis í liðinni viku á framsækinni löggjöf um kynrænt sjálfræði en með henni skipar Ísland sér í fremstu röð á alþjóðavísu hvað varðar réttindi hinsegin fólks. Á alþjóðavettvangi, og ekki síst í mannréttindaráðinu, höfum við einnig lagt mikla áherslu á að tala fyrir auknum réttindum hinsegin fólks. Hið sama á við um þróunarsamvinnu en í nýrri skýrslu utanríkisráðuneytisins hefur verið mörkuð sú stefna að allt starf Íslands í þróunarsamvinnu sé mannréttindamiðað. Ísland fylgist því sérstaklega með stöðu mála hvað varðar réttindi hinsegin fólks í samstarfsríkjum og áhersluríkjum í þróunarsamvinnu. Því miður er víða pottur brotinn. Í einu af hverjum þremur ríkjum heims teljast hinsegin sambönd enn glæpur samkvæmt lögum. Víða í Afríku og í Mið-Austurlöndum er ástandið afar slæmt að þessu leyti. Við munum ekki skirrast við að benda á hvar skórinn kreppir. Hryllingssögur af ofsóknum á hinsegin fólki á Gaza-ströndinni, í Úganda eða í Tsjetsjeníu láta engan ósnortinn. Það er skylda okkar að halda því á lofti að mannréttindi eru algild, eiga alltaf við og um alla. Óhætt er að fullyrða að við höfum látið verkin tala í mannréttindaráðinu að þessu leyti. Eftir því var til dæmis tekið í reglubundinni allsherjarúttekt á stöðu mannréttindamála í fjórtán aðildarríkjum SÞ í maí að Ísland bar þar upp fleiri tilmæli er vörðuðu LGBTI-réttindi en nokkurt annað ríki. Raunar námu tilmæli Íslands þar alls tíu prósentum þeirra tilmæla sem fram komu um réttindi hinsegin fólks. Í fundarlotu mannréttindaráðsins sem nú fer í hönd liggur fyrir skýrsla frá sérstökum fulltrúa ráðsins um réttindi hinsegin fólks. Fyrir ráðinu liggur enn fremur ályktunartillaga um framlengingu starfsumboðs hans, en það þótti tíðindum sæta þegar embættið var sett á með ályktun frá mannréttindaráðinu árið 2016. Líklegt er talið að mjótt verði á munum þegar kemur að því að greiða atkvæði um að framlengja umboð skýrslugjafans og það segir því miður sína sögu. Enn er mikið verk að vinna. Einmitt þess vegna hef ég nú ákveðið að verja þrettán milljónum króna sérstaklega til UN Free & Equal, sérstaks verkefnis sem skrifstofa mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) heldur utan um til að vinna að útbreiðslu réttinda hinsegin fólks hvarvetna í heiminum. Með fjárframlaginu og áframhaldandi áherslu á réttindi hinsegin fólks, bæði í mannréttindaráðinu sem og í þróunarsamvinnu, leggjum við okkar af mörkum til að bæta hag hinsegin fólks og auka virðingu fyrir réttindum þess. Í þessum efnum sem öðrum skiptir öllu að tala skýrt og skorinort og án nokkurs undansláttar. Dropinn holar á endanum steininn. Það vitum við.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun