Trump nefndi vopnakaup Sáda þegar hann var spurður um rannsókn á Khashoggi Eiður Þór Árnason skrifar 23. júní 2019 17:02 Forsetinn fór með rangar tölur um vopnakaup Sáda. Ap Donald Trump Bandaríkjaforseti gefur lítið fyrir beiðni Sameinuðu þjóðanna um að alríkislögreglan FBI rannsaki morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Þetta kemur fram í frétt The Guardian. Khashoggi, sem hafði verið gagnrýninn á valdhafa í Sádi-Arabíu, var myrtur á ræðisskrifstofu þeirra í Istanbúl í byrjun október á síðasta ári. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman krónprins hafi gefið skipun um morðið. Trump ræddi málið í viðtali við NBC sjónvarpstöðina fyrr í dag og benti í því samhengi á mikil vopnaviðskipti Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. Kaup Sáda á bandarískum vopnum nemi háum fjárhæðum sem búi til störf í heimalandinu. Skýrsla sem Sameinuðu þjóðirnar birtu um aftökur án dóms og laga í síðustu viku lagði til að Bandaríkjastjórn myndi óska eftir því að FBI myndi hefja rannsókn á málinu. Í umræddu viðtali hélt forsetinn því fram að búið væri að rannsaka málið til fullnustu. Þegar hann var spurður nánar um það hverjir hafi framkvæmt þær rannsóknir, gaf forsetinn frekar óljós svör á þá leið að málið hafi verið rannsakað af öllum. Auk þess hafi hann séð margar skýrslur um málið. Í fyrrnefndri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að sönnunargögn séu til sem sýni fram á að Mohammed bin Salman krónprins Sádí-Arabíu og aðrir háttsettir embættismenn væru ábyrgir fyrir morðinu á blaðamanninum. Trump sagði að hann hafi ekki rætt málið við krónprinsinn í samtali þeirra síðasta föstudag. Forsetinn vildi síðan meina að Sádí-Arabía væri ekki verri en önnur ríki á Mið-Austurlöndum. Bandaríkin Donald Trump Sádi-Arabía Tengdar fréttir Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51 Hafna áliti um þátt prinsins í morðinu Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu,hafnaði í gær því sem segir í nýrri skýrslu sérfræðings Sameinuðu þjóðanna um aftökur án dóms og laga, um að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að Mohammed bin Salman krónprins og aðrir hátt settir embættismenn væru ábyrgir fyrir morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 20. júní 2019 06:00 Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag. 19. júní 2019 10:55 Trump hættir ekki stuðningi við Sáda Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur beitt neitunarvaldi sínu gegn þingsályktun sem samþykkt hafði verið í báðum deildum þingsins og er það í annað sinn sem hann beitir þessu valdi sínu. 17. apríl 2019 08:48 Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti gefur lítið fyrir beiðni Sameinuðu þjóðanna um að alríkislögreglan FBI rannsaki morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Þetta kemur fram í frétt The Guardian. Khashoggi, sem hafði verið gagnrýninn á valdhafa í Sádi-Arabíu, var myrtur á ræðisskrifstofu þeirra í Istanbúl í byrjun október á síðasta ári. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman krónprins hafi gefið skipun um morðið. Trump ræddi málið í viðtali við NBC sjónvarpstöðina fyrr í dag og benti í því samhengi á mikil vopnaviðskipti Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. Kaup Sáda á bandarískum vopnum nemi háum fjárhæðum sem búi til störf í heimalandinu. Skýrsla sem Sameinuðu þjóðirnar birtu um aftökur án dóms og laga í síðustu viku lagði til að Bandaríkjastjórn myndi óska eftir því að FBI myndi hefja rannsókn á málinu. Í umræddu viðtali hélt forsetinn því fram að búið væri að rannsaka málið til fullnustu. Þegar hann var spurður nánar um það hverjir hafi framkvæmt þær rannsóknir, gaf forsetinn frekar óljós svör á þá leið að málið hafi verið rannsakað af öllum. Auk þess hafi hann séð margar skýrslur um málið. Í fyrrnefndri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að sönnunargögn séu til sem sýni fram á að Mohammed bin Salman krónprins Sádí-Arabíu og aðrir háttsettir embættismenn væru ábyrgir fyrir morðinu á blaðamanninum. Trump sagði að hann hafi ekki rætt málið við krónprinsinn í samtali þeirra síðasta föstudag. Forsetinn vildi síðan meina að Sádí-Arabía væri ekki verri en önnur ríki á Mið-Austurlöndum.
Bandaríkin Donald Trump Sádi-Arabía Tengdar fréttir Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51 Hafna áliti um þátt prinsins í morðinu Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu,hafnaði í gær því sem segir í nýrri skýrslu sérfræðings Sameinuðu þjóðanna um aftökur án dóms og laga, um að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að Mohammed bin Salman krónprins og aðrir hátt settir embættismenn væru ábyrgir fyrir morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 20. júní 2019 06:00 Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag. 19. júní 2019 10:55 Trump hættir ekki stuðningi við Sáda Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur beitt neitunarvaldi sínu gegn þingsályktun sem samþykkt hafði verið í báðum deildum þingsins og er það í annað sinn sem hann beitir þessu valdi sínu. 17. apríl 2019 08:48 Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51
Hafna áliti um þátt prinsins í morðinu Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu,hafnaði í gær því sem segir í nýrri skýrslu sérfræðings Sameinuðu þjóðanna um aftökur án dóms og laga, um að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að Mohammed bin Salman krónprins og aðrir hátt settir embættismenn væru ábyrgir fyrir morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 20. júní 2019 06:00
Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag. 19. júní 2019 10:55
Trump hættir ekki stuðningi við Sáda Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur beitt neitunarvaldi sínu gegn þingsályktun sem samþykkt hafði verið í báðum deildum þingsins og er það í annað sinn sem hann beitir þessu valdi sínu. 17. apríl 2019 08:48
Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24