Gagnrýni Davíðs reynir á tilfinningar Sjálfstæðismanna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. júní 2019 12:18 Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir þingmenn flokksins ósátta með ritstjórnarskrif Davíðs Oddsonar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir harða gagnrýni Davíðs Oddssonar á flokksforystuna vera tilfinningalega erfiða fyrir marga flokksmenn. Þingmenn flokksins séu ósáttir við ritstjórnarskrif Davíðs þar sem magnaðar séu upp áhyggjur sem ekki skipta máli. Aðspurður um ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að birta ekki afmælisgrein flokksins í Morgunblaðinu segir hann að pirringur geti virkað í báðar áttir.Ólga hefur verið innan Sjálfstæðisflokksins vegna orkupakkamálsins og hefur Davíð Oddson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi formaður, verið óvæginn í garð forrystunar í ritstjórnarskrifum. Þá hefur nokkuð verið um úrsagnir þekktra Sjálfstæðismanna.Meðal þeirra eru Bolli Kristinsson, sem hefur verið kenndur við verslunina Sautján og lengi verið bakhjarl flokksins. Rætt hefur verið um fjöldaúrsagnir á samfélagsmiðlum en flokkurinn hefur ekki veitt nánari upplýsingar um tölur. Í Bítinu í vikunni spáði Bolli Kristinsson fylgishruni í næstu kosningum. „Sjálfstæðisflokkurinn er algjörlega á villigötum með núverandi forrystu og hefur minnkað fylgið á tíu til tólf árum úr ca. 36 prósentum. Ég myndi halda, ef það yrði kosið í dag, að þá færum við niður í 15-18%," sagði Bolli. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi málið í Sprengisandi í morgun. Hann sagði að það hefði legið ljóst fyrir um langa hríð að orkupakkinn yrði umdeildur innan flokksins. „Niðurstaðan hins vegar, bæði við ríkisstjórnarborðið og í þingfloki, var að það væri ekki neitt í þessu máli sem kallaði á þessi hörðu viðbrögð," segir Birgir.Það þótti sæta tíðindum þegar Bjarni Benediktsson ákvað að birta afmælisgrein flokksins í Fréttablaðinu en ekki í Morgunblaðinu.vísir/vilhelmÞingmenn flokksins telji gagnrýni Davíðs Oddssonar ekki réttmæta með öllu. „Við höfum oft verið, við sem erum þingsins megin í þessum efnum, ósáttir við hvernig málin hafa verið sett fram af hálfu ritstjóra Morgunblaðsins í ritstjórnarskrifum og teljum að það sé verið að magna upp áhyggjur af þáttum sem ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af," segir Birgir. Það vakti athygli þegar Bjarni Benediktsson formaður birti grein í tilefni níutíu ára afmælis flokksin í Fréttablaðinu en ekki Morgunblaðinu. „Auðvitað er það þannig að pirringur getur virkað í báðar áttir. Í aðdragandanum höfðu komið fram í ritstjórnargreinum Morgunblaðsins mjög miklar árásir á forrystu flokksins. Gagnrýni Davíðs Oddssonar reynist mörgum sérstaklega erfið. „Það gerir þetta mál svona erfitt tilfinningalega fyrir marga flokksmenn," segir Birgir. Hann segist þó ekki eiga von á uppgjöri innan flokksins vegna málsins. „Ekki uppgjör í þeim skilningi að við séum að sjá menn labba hver í sína áttina, skella hurðum og þess háttar. Ég hef ekki trú á því." Atkvæði verða greidd um þriðja orkupakkann 2. september og Birgir segir þingmenn þurfa að fara vel yfir málið með Sjálfstæðismönnum fyrir þann tíma. „Menn hafa grafið sig svolítið djúpt í skotgrafirnar þannig ég held það verði ekkert áhlaupaverk. Hins vegar held ég að það sé vel gerlegt," segir Birgir. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00 Bolli í 17 segir sig úr Sjálfstæðisflokknum Bolli Kristinsson segir flokkinn vera að liðast í sundur og forystan sé í tómu tjóni. 20. júní 2019 10:47 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir harða gagnrýni Davíðs Oddssonar á flokksforystuna vera tilfinningalega erfiða fyrir marga flokksmenn. Þingmenn flokksins séu ósáttir við ritstjórnarskrif Davíðs þar sem magnaðar séu upp áhyggjur sem ekki skipta máli. Aðspurður um ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að birta ekki afmælisgrein flokksins í Morgunblaðinu segir hann að pirringur geti virkað í báðar áttir.Ólga hefur verið innan Sjálfstæðisflokksins vegna orkupakkamálsins og hefur Davíð Oddson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi formaður, verið óvæginn í garð forrystunar í ritstjórnarskrifum. Þá hefur nokkuð verið um úrsagnir þekktra Sjálfstæðismanna.Meðal þeirra eru Bolli Kristinsson, sem hefur verið kenndur við verslunina Sautján og lengi verið bakhjarl flokksins. Rætt hefur verið um fjöldaúrsagnir á samfélagsmiðlum en flokkurinn hefur ekki veitt nánari upplýsingar um tölur. Í Bítinu í vikunni spáði Bolli Kristinsson fylgishruni í næstu kosningum. „Sjálfstæðisflokkurinn er algjörlega á villigötum með núverandi forrystu og hefur minnkað fylgið á tíu til tólf árum úr ca. 36 prósentum. Ég myndi halda, ef það yrði kosið í dag, að þá færum við niður í 15-18%," sagði Bolli. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi málið í Sprengisandi í morgun. Hann sagði að það hefði legið ljóst fyrir um langa hríð að orkupakkinn yrði umdeildur innan flokksins. „Niðurstaðan hins vegar, bæði við ríkisstjórnarborðið og í þingfloki, var að það væri ekki neitt í þessu máli sem kallaði á þessi hörðu viðbrögð," segir Birgir.Það þótti sæta tíðindum þegar Bjarni Benediktsson ákvað að birta afmælisgrein flokksins í Fréttablaðinu en ekki í Morgunblaðinu.vísir/vilhelmÞingmenn flokksins telji gagnrýni Davíðs Oddssonar ekki réttmæta með öllu. „Við höfum oft verið, við sem erum þingsins megin í þessum efnum, ósáttir við hvernig málin hafa verið sett fram af hálfu ritstjóra Morgunblaðsins í ritstjórnarskrifum og teljum að það sé verið að magna upp áhyggjur af þáttum sem ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af," segir Birgir. Það vakti athygli þegar Bjarni Benediktsson formaður birti grein í tilefni níutíu ára afmælis flokksin í Fréttablaðinu en ekki Morgunblaðinu. „Auðvitað er það þannig að pirringur getur virkað í báðar áttir. Í aðdragandanum höfðu komið fram í ritstjórnargreinum Morgunblaðsins mjög miklar árásir á forrystu flokksins. Gagnrýni Davíðs Oddssonar reynist mörgum sérstaklega erfið. „Það gerir þetta mál svona erfitt tilfinningalega fyrir marga flokksmenn," segir Birgir. Hann segist þó ekki eiga von á uppgjöri innan flokksins vegna málsins. „Ekki uppgjör í þeim skilningi að við séum að sjá menn labba hver í sína áttina, skella hurðum og þess háttar. Ég hef ekki trú á því." Atkvæði verða greidd um þriðja orkupakkann 2. september og Birgir segir þingmenn þurfa að fara vel yfir málið með Sjálfstæðismönnum fyrir þann tíma. „Menn hafa grafið sig svolítið djúpt í skotgrafirnar þannig ég held það verði ekkert áhlaupaverk. Hins vegar held ég að það sé vel gerlegt," segir Birgir.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00 Bolli í 17 segir sig úr Sjálfstæðisflokknum Bolli Kristinsson segir flokkinn vera að liðast í sundur og forystan sé í tómu tjóni. 20. júní 2019 10:47 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00
Bolli í 17 segir sig úr Sjálfstæðisflokknum Bolli Kristinsson segir flokkinn vera að liðast í sundur og forystan sé í tómu tjóni. 20. júní 2019 10:47
Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58
Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32