Kolbrún segir ekki hægt að þvinga Vigdísi í rannsóknarferli Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2019 08:50 Kolbrún telur rannsókn sem boðað hefur verið til vegna meints eineltis Vigdísar tæplega standast sé litið til jafnræðis. visir/vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins, furðar sig á hinni boðuðu rannsókn borgaryfirvalda á meintu einelti Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. Vísir greindi frá málinu í gær, að ákveðið hafi verið að efna til viðamikillar rannsóknar á meintu einelti Vigdísar gegn Helgu Björg Ragnarsdóttur skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara. Í kjölfarið var sagt frá því að Vigdís vildi fara dómsstólaleið með málið. Kolbrún hefur fullan skilning á því. Hún segist vera að hugsa um jafnræði. „Í þessu tilfelli gengur vinnsla vegna kvörtunar starfsmanns yfir kjörnum fulltrúa ekki upp þar sem staða aðila er ólík og byggir á ólíkum grunni. Kjörinn fulltrúi hefur ekki ráðningarsamband við borgina enda kjörinn af borgarbúum. Kjörinn fulltrúi hefur því hvorki aðgang að sálfræðingum, mannauðsráðgjöfum né lögfræðingum borgarinnar en það hefur starfsmaðurinn enda ráðinn með öll tilheyrandi réttindi sem opinber starfsmaður. Kjörinn fulltrúa er hvorki hægt að reka né áminna,“ segir Kolbrún. Þá bendir hún á, þess utan, að ekki sé hægt að þvinga nokkurn mann, kjörinn fulltrúa eða starfsmann að taka þátt í rannsóknarferli eins og þessu ef hann ekki vill það. „Þess vegna er það einfaldlega þannig að telji starfsmaður eða hver annar að kjörinn fulltrúi hafi brotið á sér þá er bara ein leið fær og það er dómstólaleiðin.“ Vigdís var í Bítinu í morgun og ræddi þá þetta mál frekar, eins og það horfir við henni. Þar segist hún ekki vera gerandi í eineltismálinu heldur miklu fremur fórnarlamb. Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. 20. júní 2019 19:00 Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins, furðar sig á hinni boðuðu rannsókn borgaryfirvalda á meintu einelti Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. Vísir greindi frá málinu í gær, að ákveðið hafi verið að efna til viðamikillar rannsóknar á meintu einelti Vigdísar gegn Helgu Björg Ragnarsdóttur skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara. Í kjölfarið var sagt frá því að Vigdís vildi fara dómsstólaleið með málið. Kolbrún hefur fullan skilning á því. Hún segist vera að hugsa um jafnræði. „Í þessu tilfelli gengur vinnsla vegna kvörtunar starfsmanns yfir kjörnum fulltrúa ekki upp þar sem staða aðila er ólík og byggir á ólíkum grunni. Kjörinn fulltrúi hefur ekki ráðningarsamband við borgina enda kjörinn af borgarbúum. Kjörinn fulltrúi hefur því hvorki aðgang að sálfræðingum, mannauðsráðgjöfum né lögfræðingum borgarinnar en það hefur starfsmaðurinn enda ráðinn með öll tilheyrandi réttindi sem opinber starfsmaður. Kjörinn fulltrúa er hvorki hægt að reka né áminna,“ segir Kolbrún. Þá bendir hún á, þess utan, að ekki sé hægt að þvinga nokkurn mann, kjörinn fulltrúa eða starfsmann að taka þátt í rannsóknarferli eins og þessu ef hann ekki vill það. „Þess vegna er það einfaldlega þannig að telji starfsmaður eða hver annar að kjörinn fulltrúi hafi brotið á sér þá er bara ein leið fær og það er dómstólaleiðin.“ Vigdís var í Bítinu í morgun og ræddi þá þetta mál frekar, eins og það horfir við henni. Þar segist hún ekki vera gerandi í eineltismálinu heldur miklu fremur fórnarlamb.
Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. 20. júní 2019 19:00 Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. 20. júní 2019 19:00
Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31