Vaxtahækkunin niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2019 08:45 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sést hér við undirritun kjarasamninga þann 3. apríl síðastliðinn. Eitt af meginmarkmiðum samninganna var að skapa svigrúm fyrir vaxtalækkanir. vísir/vilhelm Rök stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) fyrir vaxtahækkun halda hvorki vatni né vindum að sögn formanns VR. Hann hvetur Fjármálaeftirlitið til að kanna forsendur hækkunarinnar sem hann telur hafa byggst á geðþótta og óljósri tilfinningu stjórnarmannanna. Hækkunin hafi verið niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna, sem hafi lagt allt kapp á að lækka vexti í landinu.Fulltrúaráð VR samþykkti á fundi sínum í gærkvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Ástæða er óánægja stjórnar VR með boðaða hækkun á breytilegum vöxtum verðtryggðra sjóðfélagalána úr 2,06% í 2,26%. Meðal þeirra sem misstu umboð sitt er Ólafur Reimar Gunnarsson, sem var stjórnarformaður LV, en hann sagði jafnframt af sér sem stjórnarmaður í VR. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hann segir illa vegið að sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. Vinnubrögð Ragnars Þórs hafi verið forkastanleg að mati Ólafs. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist þó í samtali við Bítið lítið kippa sér upp við slíkar yfirlýsingar, lífeyrissjóðirnir hafi til þessa verið reknir á forsendum atvinnulífsins og fjármálakerfisins. Þannig sé eðlilegt að almenningur spyrji sig hvort það sé yfirhöfuð eðlilegt að atvinnurekendur séu með sína fulltrúa í stjórnum lífeyrissjóða.Ólafur Reimar Gunnarsson sagði skilið við VR í gærkvöldi.Ragnar segir grundvallaratriðið í ákvörðun VR í gærkvöldi lúta að vaxtastiginu, enda hafi verið lögð rík áhersla á það við undirritun Lífskjarasamninganna svonefndu að ná niður vaxtastiginu í landinu. Þannig hafi verkalýðshreyfingin gefið eftir launahækkanir til að búa til svigrúm fyrir stýrivaxtalækkun, sem svo gæti skilað sér í lægri markaðsvöxtum. „Það sem gerist svo í kjölfarið, stuttu eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans upp á 50 punkta, þá kemur stjórnin [LV] saman og ákveður að hækka vexti á breytilegum vöxtum á verðtryggðum lánum. Fyrir mér var þetta ekki aðeins blaut tauska í andlitið á stjórn VR heldur verkalýðshreyfingunni allri og þetta var niðurlægjandi fyrir það sem við vorum að gera,“ segir Ragnar Þór. Vísar hann til þess að hækkunin hafi verið ákvörðuð af fólki sem VR skipaði í stjórn LV. Hækkunin sé þar að auki á skjön við þá almennu lækkun vaxta sem greina má á undanförnum fjórum árum. Rök lífeyrissjóðsins haldi því ekki vatni að sögn Ragnars, sem meðal annars er drepið á í fyrrnefndri yfirlýsingu ÓlafsReimars.Hagsmunir fólgnir í lægra vaxtastigi Ragnar Þór skorar á Fjármálaeftirlitið að kanna hækkunarákvörðun LV og hvaða útreikningar búa þar að baki. Hann lætur í veðri vaka að ákvörðunin hafi markast af óljósri tilfinningu stjórnarmanna fyrir því að vextir kynnu að hækka. Þar að auki hvetur hann einstaklinga sem eru með umrædd lán til að kanna réttarstöðu sína. Í yfirlýsingu Ólafs Reimars segir að það sé hlutverk stjórnar LV að standa vörð um hagsmuni allra sjóðsfélaga. Ragnar Þór tekur í sama streng en segir að hagsmunir sjóðsfélaga séu ekki síst fólgnir í því að halda vaxtastiginu lágu, það lækki afborganir af lánum sem svo leiðir til annarra verðlækkana. Spjall Ragnars Þórs við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að neðan. Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49 VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15 Svara Ragnari Þór og VR fullum hálsi Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vísar fullyrðingum um annarlegan tilgang vaxtabreytinga sjóðsins til föðurhúsanna. 19. júní 2019 17:02 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Rök stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) fyrir vaxtahækkun halda hvorki vatni né vindum að sögn formanns VR. Hann hvetur Fjármálaeftirlitið til að kanna forsendur hækkunarinnar sem hann telur hafa byggst á geðþótta og óljósri tilfinningu stjórnarmannanna. Hækkunin hafi verið niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna, sem hafi lagt allt kapp á að lækka vexti í landinu.Fulltrúaráð VR samþykkti á fundi sínum í gærkvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Ástæða er óánægja stjórnar VR með boðaða hækkun á breytilegum vöxtum verðtryggðra sjóðfélagalána úr 2,06% í 2,26%. Meðal þeirra sem misstu umboð sitt er Ólafur Reimar Gunnarsson, sem var stjórnarformaður LV, en hann sagði jafnframt af sér sem stjórnarmaður í VR. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hann segir illa vegið að sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. Vinnubrögð Ragnars Þórs hafi verið forkastanleg að mati Ólafs. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist þó í samtali við Bítið lítið kippa sér upp við slíkar yfirlýsingar, lífeyrissjóðirnir hafi til þessa verið reknir á forsendum atvinnulífsins og fjármálakerfisins. Þannig sé eðlilegt að almenningur spyrji sig hvort það sé yfirhöfuð eðlilegt að atvinnurekendur séu með sína fulltrúa í stjórnum lífeyrissjóða.Ólafur Reimar Gunnarsson sagði skilið við VR í gærkvöldi.Ragnar segir grundvallaratriðið í ákvörðun VR í gærkvöldi lúta að vaxtastiginu, enda hafi verið lögð rík áhersla á það við undirritun Lífskjarasamninganna svonefndu að ná niður vaxtastiginu í landinu. Þannig hafi verkalýðshreyfingin gefið eftir launahækkanir til að búa til svigrúm fyrir stýrivaxtalækkun, sem svo gæti skilað sér í lægri markaðsvöxtum. „Það sem gerist svo í kjölfarið, stuttu eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans upp á 50 punkta, þá kemur stjórnin [LV] saman og ákveður að hækka vexti á breytilegum vöxtum á verðtryggðum lánum. Fyrir mér var þetta ekki aðeins blaut tauska í andlitið á stjórn VR heldur verkalýðshreyfingunni allri og þetta var niðurlægjandi fyrir það sem við vorum að gera,“ segir Ragnar Þór. Vísar hann til þess að hækkunin hafi verið ákvörðuð af fólki sem VR skipaði í stjórn LV. Hækkunin sé þar að auki á skjön við þá almennu lækkun vaxta sem greina má á undanförnum fjórum árum. Rök lífeyrissjóðsins haldi því ekki vatni að sögn Ragnars, sem meðal annars er drepið á í fyrrnefndri yfirlýsingu ÓlafsReimars.Hagsmunir fólgnir í lægra vaxtastigi Ragnar Þór skorar á Fjármálaeftirlitið að kanna hækkunarákvörðun LV og hvaða útreikningar búa þar að baki. Hann lætur í veðri vaka að ákvörðunin hafi markast af óljósri tilfinningu stjórnarmanna fyrir því að vextir kynnu að hækka. Þar að auki hvetur hann einstaklinga sem eru með umrædd lán til að kanna réttarstöðu sína. Í yfirlýsingu Ólafs Reimars segir að það sé hlutverk stjórnar LV að standa vörð um hagsmuni allra sjóðsfélaga. Ragnar Þór tekur í sama streng en segir að hagsmunir sjóðsfélaga séu ekki síst fólgnir í því að halda vaxtastiginu lágu, það lækki afborganir af lánum sem svo leiðir til annarra verðlækkana. Spjall Ragnars Þórs við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að neðan.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49 VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15 Svara Ragnari Þór og VR fullum hálsi Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vísar fullyrðingum um annarlegan tilgang vaxtabreytinga sjóðsins til föðurhúsanna. 19. júní 2019 17:02 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49
VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15
Svara Ragnari Þór og VR fullum hálsi Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vísar fullyrðingum um annarlegan tilgang vaxtabreytinga sjóðsins til föðurhúsanna. 19. júní 2019 17:02