Segja Trump hafa samþykkt loftárásir á Íran en snúist hugur Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2019 07:45 Donald Trump fundaði með forsætisráðherra Kanada í gær. Á myndinni má sjá utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, sem hefur sagt að þjóð sín vilji forðast vopnuð átök við Íran. Við hlið hans er þjóðaröryggisráðgjafinn John Bolton, sem er einarður stuðningsmaður þess að Bandaríkin ráðist inn í Íran og velti stjórnvöldum í Teheran úr sessi. Getty/Alex Wong Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er í gær sagður hafa samþykkt loftárásir á Íran. Honum á hins vegar að hafa snúist hugur á meðan sprengjuflugvélarnar voru í loftinu og orrustuskip í stellingum til að gera árás, án þess þó að skotum væri hleypt af. New York Times greinir frá þessu og hefur eftir háttsettum embættismanni í Hvíta Húsinu, rétt eins og Washington Post. Viðmælendur miðlanna eru sagðir hafa farið fram á nafnleynd því þeir væru að tjá sig um viðkvæmt þjóðaröryggismál. Árásin átti að vera á fáein skotmörk, ratsjárstöðvar og eldflaugaskotpalla. Ekki liggur fyrir hvers vegna Trump á að hafa dregið ákvörðun sína til baka en Íranir skutu niður eftirlitsdróna Bandaríkjahers í gær og ætla má að loftárásirnar eigi að hafa verið svar við því. Forsetinn fundaði með leiðtogum flokkanna í báðum deildum bandaríska þingsins í gær, rétt eins og öryggisráðgjöfum sínum, en engin formleg yfirlýsing um næstu skref Bandaríkjanna í harðnandi deilum við Írani lá fyrir að fundahöldunum loknum. Ekkert hefur heldur heyrst frá stjórnvöldum í Teheran. Bandarísk flugmálayfirvöld sendu hins vegar út neyðartilkynningu á bandarísk flugfélög í gær þar sem þau eru vöruð við því að fljúga í gegnum íranska lofthelgi. Er það vegna aukinnar hættu á hernaðarátökum á svæðinu og pólitískrar ólgu, eins og það er orðað í tilkynningunni.Watch the latest video at foxnews.comFréttaflutningur af samþykktum loftárásum stangast á við yfirlýsingar Trumps við fjölmiðlamenn í gær. Þar lét hann í veðri vaka að bandaríski dróninn gæti að hafa verið skotinn niður án vitneskju íranskra stjórnvalda. Hann lýsti árásinni sem miklum mistökum og að hann tryði því varla að hún hafi verið framkvæmd af ásettu ráði. Aðspurður um hvort Bandaríkin myndu gera gagnárás sagði Trump „Við skulum sjá hvað gerist.“ Bandaríkjamenn hafa þó fleiri horn í síðu Írana. Þeir hafa til að mynda sakað stjórnvöld í Teheran um skemmdarverk á olíuflutningaskipum í Ómanflóa og ætla að fjölga í herliði sínu á svæðinu. Íranir segja Bandaríska drónann hafa vanvirt íranska lofthelgi og ætla að auka á byrgðir sínar af auðguðu úrani. Samskipti Bandaríkjanna og Írans hafa auk þess versnað til muna frá því Trump tók við embætti. Hann hefur rift kjarnorkusamningnum sem Íran gerði við Bandaríkin og önnur stórveldi er snerist um að Íran skyldi frysta kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu viðskiptaþvingana. Meðal annars vegna þess að Bandaríkin telja Íransstjórn fjármagna hryðjuverkasamtök. Í kjölfar riftunarinnar hafa Bandaríkin lagt á nýjar þvinganir. Hafa einnig skilgreint byltingarvarðsveit Írans sem hryðjuverkasamtök og hafa utanríkismálagreinendur vestanhafs velt fram þeirri spurningu hvort sambandinu sé viðbjargandi. Bandaríkin Donald Trump Íran Tengdar fréttir Eldfimt ástand eftir árásir á Ómanflóa Bandaríkin birtu myndband og segja tundurdufl hafa hæft olíuflutningaskip á Ómanflóa. Forstjóri skipafélagsins segir það ómögulegt. Írönum kennt um en þarlend stjórnvöld neita alfarið sök. Áhyggjum lýst af aukinni spennu. 15. júní 2019 07:15 Trump segir Írani hafa gert stór mistök með því að skjóta niður drónann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld í Íran hafi gert stór mistök þegar eftirlitsdróni á vegum Bandaríkjahers var skotinn niður af íranska hernum á meðan hann var á flugi yfir Hormuz-sundi við Íran. 20. júní 2019 19:36 Varabirgðir Írana af auðguðu úrani fara yfir hámarksmagn innan 10 daga Íran hefur tilkynnt að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum, sem er tilgreint í kjarnorkusamningi sem ríkið skrifaði undir árið 2015 ásamt fleiri kjarnorkuríkjum. 17. júní 2019 11:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er í gær sagður hafa samþykkt loftárásir á Íran. Honum á hins vegar að hafa snúist hugur á meðan sprengjuflugvélarnar voru í loftinu og orrustuskip í stellingum til að gera árás, án þess þó að skotum væri hleypt af. New York Times greinir frá þessu og hefur eftir háttsettum embættismanni í Hvíta Húsinu, rétt eins og Washington Post. Viðmælendur miðlanna eru sagðir hafa farið fram á nafnleynd því þeir væru að tjá sig um viðkvæmt þjóðaröryggismál. Árásin átti að vera á fáein skotmörk, ratsjárstöðvar og eldflaugaskotpalla. Ekki liggur fyrir hvers vegna Trump á að hafa dregið ákvörðun sína til baka en Íranir skutu niður eftirlitsdróna Bandaríkjahers í gær og ætla má að loftárásirnar eigi að hafa verið svar við því. Forsetinn fundaði með leiðtogum flokkanna í báðum deildum bandaríska þingsins í gær, rétt eins og öryggisráðgjöfum sínum, en engin formleg yfirlýsing um næstu skref Bandaríkjanna í harðnandi deilum við Írani lá fyrir að fundahöldunum loknum. Ekkert hefur heldur heyrst frá stjórnvöldum í Teheran. Bandarísk flugmálayfirvöld sendu hins vegar út neyðartilkynningu á bandarísk flugfélög í gær þar sem þau eru vöruð við því að fljúga í gegnum íranska lofthelgi. Er það vegna aukinnar hættu á hernaðarátökum á svæðinu og pólitískrar ólgu, eins og það er orðað í tilkynningunni.Watch the latest video at foxnews.comFréttaflutningur af samþykktum loftárásum stangast á við yfirlýsingar Trumps við fjölmiðlamenn í gær. Þar lét hann í veðri vaka að bandaríski dróninn gæti að hafa verið skotinn niður án vitneskju íranskra stjórnvalda. Hann lýsti árásinni sem miklum mistökum og að hann tryði því varla að hún hafi verið framkvæmd af ásettu ráði. Aðspurður um hvort Bandaríkin myndu gera gagnárás sagði Trump „Við skulum sjá hvað gerist.“ Bandaríkjamenn hafa þó fleiri horn í síðu Írana. Þeir hafa til að mynda sakað stjórnvöld í Teheran um skemmdarverk á olíuflutningaskipum í Ómanflóa og ætla að fjölga í herliði sínu á svæðinu. Íranir segja Bandaríska drónann hafa vanvirt íranska lofthelgi og ætla að auka á byrgðir sínar af auðguðu úrani. Samskipti Bandaríkjanna og Írans hafa auk þess versnað til muna frá því Trump tók við embætti. Hann hefur rift kjarnorkusamningnum sem Íran gerði við Bandaríkin og önnur stórveldi er snerist um að Íran skyldi frysta kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu viðskiptaþvingana. Meðal annars vegna þess að Bandaríkin telja Íransstjórn fjármagna hryðjuverkasamtök. Í kjölfar riftunarinnar hafa Bandaríkin lagt á nýjar þvinganir. Hafa einnig skilgreint byltingarvarðsveit Írans sem hryðjuverkasamtök og hafa utanríkismálagreinendur vestanhafs velt fram þeirri spurningu hvort sambandinu sé viðbjargandi.
Bandaríkin Donald Trump Íran Tengdar fréttir Eldfimt ástand eftir árásir á Ómanflóa Bandaríkin birtu myndband og segja tundurdufl hafa hæft olíuflutningaskip á Ómanflóa. Forstjóri skipafélagsins segir það ómögulegt. Írönum kennt um en þarlend stjórnvöld neita alfarið sök. Áhyggjum lýst af aukinni spennu. 15. júní 2019 07:15 Trump segir Írani hafa gert stór mistök með því að skjóta niður drónann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld í Íran hafi gert stór mistök þegar eftirlitsdróni á vegum Bandaríkjahers var skotinn niður af íranska hernum á meðan hann var á flugi yfir Hormuz-sundi við Íran. 20. júní 2019 19:36 Varabirgðir Írana af auðguðu úrani fara yfir hámarksmagn innan 10 daga Íran hefur tilkynnt að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum, sem er tilgreint í kjarnorkusamningi sem ríkið skrifaði undir árið 2015 ásamt fleiri kjarnorkuríkjum. 17. júní 2019 11:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Eldfimt ástand eftir árásir á Ómanflóa Bandaríkin birtu myndband og segja tundurdufl hafa hæft olíuflutningaskip á Ómanflóa. Forstjóri skipafélagsins segir það ómögulegt. Írönum kennt um en þarlend stjórnvöld neita alfarið sök. Áhyggjum lýst af aukinni spennu. 15. júní 2019 07:15
Trump segir Írani hafa gert stór mistök með því að skjóta niður drónann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld í Íran hafi gert stór mistök þegar eftirlitsdróni á vegum Bandaríkjahers var skotinn niður af íranska hernum á meðan hann var á flugi yfir Hormuz-sundi við Íran. 20. júní 2019 19:36
Varabirgðir Írana af auðguðu úrani fara yfir hámarksmagn innan 10 daga Íran hefur tilkynnt að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum, sem er tilgreint í kjarnorkusamningi sem ríkið skrifaði undir árið 2015 ásamt fleiri kjarnorkuríkjum. 17. júní 2019 11:01