Laust fyrir klukkan eitt í dag mældist jarðskjálfti sem var 3,6 að stærð. Upptök skjálftans voru 15 kílómetrum austnorðaustan af Grímsey.
Nokkrir minni skjálftar fylgdu í kjölfarið að því er fram kemur í tilkynningu frá náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands en jarðskjálftar eru algengir á svæðinu.
Jarðskjálfti 3,6 að stærð við Grímsey
Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
