Segir áherslur stjórnvalda í vímuefnamálum bitna illa á þeim verst settu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. júlí 2019 17:19 Áherslur stjórnvalda í vímuefnamálum bitna illa á þeim sem eiga um sárt að binda vegna fíknar, að sögn Helga Gunnlaugssonar, prófessors í afbrotafræði. Í nýrri löggæsluáætlun sé lögð áhersla á að draga úr framboði efnanna sem rannsóknir sýni fram á að hafi sáralítil áhrif á markaðinn. Það þurfi að breyta stefnunni í málaflokknum, en ábyrgðin liggi hjá Alþingi. Á dögunum birti dómsmálaráðuneytið löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem meðal annars eru skilgreindar stefnur í vímuefnamálum. Í áætluninni er mest áhersla lögð á að koma í veg fyrir innflutning, framleiðslu og sölu fíkniefna og þannig draga úr framboði fíkniefna í samfélaginu. „Það skortir hvaða mælikvarða eigi að nota til þess að meta árangurinn af þeirri stefnu,“ segir Helgi og bætir við að erlendar rannsóknir sýni að haldlagning jafnvel stórra sendinga af fíkniefnum hafi sáralítil áhrif á markaðinn. Þau séu í mesta lagi tímabundin. „Þar að segja, efnin gætu skort í stuttan tíma og það gæti líka hækkað verð fíkniefna,“ segir Helgi. Það bitni illa á þeim sem eiga um sárt að binda vegna fíknar, ekki síst þeirra sem sprauta sig í æð. „Síðan er þetta mjög fljótt komið aftur í sama horfið. Það virðist aldrei vanta fíkniefni á markaðinn og alltaf vera framboð,“ segir Helgi, enda eftirspurnin og hagnaðarvonin mikil. Þannig telur Helgi erfitt að sjá árangurinn af því að áherslan sé lögð á draga úr framboðinu. „Og einnig skortir í áætlunina umfjöllun um fíklahópinn, það er að segja hvað eigi að gera í vanda þess hóps,“ segir Helgi. Hann segir að horfa ætti á vanda hópsins á grundvelli heilsuverndar í stað þess að ýta fíklum út í jaðra samfélagsins án eftirlits. „Það stingur í augun að refsa einstaklingum fyrir sjúkdóm. Það er þar sem ég myndi vilja sjá breytingar gerðar í dag,“ segir Helgi. Það sé Alþingi sem beri ábyrgð á að breyta fíkniefnalöggjöfinni. Víða erlendis sjáist merki um breyttar stefnur í málaflokknum sem löggjafinn ætti að horfa til. „Það eru ýmis merki sem benda til stefnubreytingar erlendis hvað varðar þann hóp sem verst fer úti vegna fíkniefna,“ segir Helgi. Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira
Áherslur stjórnvalda í vímuefnamálum bitna illa á þeim sem eiga um sárt að binda vegna fíknar, að sögn Helga Gunnlaugssonar, prófessors í afbrotafræði. Í nýrri löggæsluáætlun sé lögð áhersla á að draga úr framboði efnanna sem rannsóknir sýni fram á að hafi sáralítil áhrif á markaðinn. Það þurfi að breyta stefnunni í málaflokknum, en ábyrgðin liggi hjá Alþingi. Á dögunum birti dómsmálaráðuneytið löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem meðal annars eru skilgreindar stefnur í vímuefnamálum. Í áætluninni er mest áhersla lögð á að koma í veg fyrir innflutning, framleiðslu og sölu fíkniefna og þannig draga úr framboði fíkniefna í samfélaginu. „Það skortir hvaða mælikvarða eigi að nota til þess að meta árangurinn af þeirri stefnu,“ segir Helgi og bætir við að erlendar rannsóknir sýni að haldlagning jafnvel stórra sendinga af fíkniefnum hafi sáralítil áhrif á markaðinn. Þau séu í mesta lagi tímabundin. „Þar að segja, efnin gætu skort í stuttan tíma og það gæti líka hækkað verð fíkniefna,“ segir Helgi. Það bitni illa á þeim sem eiga um sárt að binda vegna fíknar, ekki síst þeirra sem sprauta sig í æð. „Síðan er þetta mjög fljótt komið aftur í sama horfið. Það virðist aldrei vanta fíkniefni á markaðinn og alltaf vera framboð,“ segir Helgi, enda eftirspurnin og hagnaðarvonin mikil. Þannig telur Helgi erfitt að sjá árangurinn af því að áherslan sé lögð á draga úr framboðinu. „Og einnig skortir í áætlunina umfjöllun um fíklahópinn, það er að segja hvað eigi að gera í vanda þess hóps,“ segir Helgi. Hann segir að horfa ætti á vanda hópsins á grundvelli heilsuverndar í stað þess að ýta fíklum út í jaðra samfélagsins án eftirlits. „Það stingur í augun að refsa einstaklingum fyrir sjúkdóm. Það er þar sem ég myndi vilja sjá breytingar gerðar í dag,“ segir Helgi. Það sé Alþingi sem beri ábyrgð á að breyta fíkniefnalöggjöfinni. Víða erlendis sjáist merki um breyttar stefnur í málaflokknum sem löggjafinn ætti að horfa til. „Það eru ýmis merki sem benda til stefnubreytingar erlendis hvað varðar þann hóp sem verst fer úti vegna fíkniefna,“ segir Helgi.
Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira