Segir áherslur stjórnvalda í vímuefnamálum bitna illa á þeim verst settu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. júlí 2019 17:19 Áherslur stjórnvalda í vímuefnamálum bitna illa á þeim sem eiga um sárt að binda vegna fíknar, að sögn Helga Gunnlaugssonar, prófessors í afbrotafræði. Í nýrri löggæsluáætlun sé lögð áhersla á að draga úr framboði efnanna sem rannsóknir sýni fram á að hafi sáralítil áhrif á markaðinn. Það þurfi að breyta stefnunni í málaflokknum, en ábyrgðin liggi hjá Alþingi. Á dögunum birti dómsmálaráðuneytið löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem meðal annars eru skilgreindar stefnur í vímuefnamálum. Í áætluninni er mest áhersla lögð á að koma í veg fyrir innflutning, framleiðslu og sölu fíkniefna og þannig draga úr framboði fíkniefna í samfélaginu. „Það skortir hvaða mælikvarða eigi að nota til þess að meta árangurinn af þeirri stefnu,“ segir Helgi og bætir við að erlendar rannsóknir sýni að haldlagning jafnvel stórra sendinga af fíkniefnum hafi sáralítil áhrif á markaðinn. Þau séu í mesta lagi tímabundin. „Þar að segja, efnin gætu skort í stuttan tíma og það gæti líka hækkað verð fíkniefna,“ segir Helgi. Það bitni illa á þeim sem eiga um sárt að binda vegna fíknar, ekki síst þeirra sem sprauta sig í æð. „Síðan er þetta mjög fljótt komið aftur í sama horfið. Það virðist aldrei vanta fíkniefni á markaðinn og alltaf vera framboð,“ segir Helgi, enda eftirspurnin og hagnaðarvonin mikil. Þannig telur Helgi erfitt að sjá árangurinn af því að áherslan sé lögð á draga úr framboðinu. „Og einnig skortir í áætlunina umfjöllun um fíklahópinn, það er að segja hvað eigi að gera í vanda þess hóps,“ segir Helgi. Hann segir að horfa ætti á vanda hópsins á grundvelli heilsuverndar í stað þess að ýta fíklum út í jaðra samfélagsins án eftirlits. „Það stingur í augun að refsa einstaklingum fyrir sjúkdóm. Það er þar sem ég myndi vilja sjá breytingar gerðar í dag,“ segir Helgi. Það sé Alþingi sem beri ábyrgð á að breyta fíkniefnalöggjöfinni. Víða erlendis sjáist merki um breyttar stefnur í málaflokknum sem löggjafinn ætti að horfa til. „Það eru ýmis merki sem benda til stefnubreytingar erlendis hvað varðar þann hóp sem verst fer úti vegna fíkniefna,“ segir Helgi. Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni Sjá meira
Áherslur stjórnvalda í vímuefnamálum bitna illa á þeim sem eiga um sárt að binda vegna fíknar, að sögn Helga Gunnlaugssonar, prófessors í afbrotafræði. Í nýrri löggæsluáætlun sé lögð áhersla á að draga úr framboði efnanna sem rannsóknir sýni fram á að hafi sáralítil áhrif á markaðinn. Það þurfi að breyta stefnunni í málaflokknum, en ábyrgðin liggi hjá Alþingi. Á dögunum birti dómsmálaráðuneytið löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem meðal annars eru skilgreindar stefnur í vímuefnamálum. Í áætluninni er mest áhersla lögð á að koma í veg fyrir innflutning, framleiðslu og sölu fíkniefna og þannig draga úr framboði fíkniefna í samfélaginu. „Það skortir hvaða mælikvarða eigi að nota til þess að meta árangurinn af þeirri stefnu,“ segir Helgi og bætir við að erlendar rannsóknir sýni að haldlagning jafnvel stórra sendinga af fíkniefnum hafi sáralítil áhrif á markaðinn. Þau séu í mesta lagi tímabundin. „Þar að segja, efnin gætu skort í stuttan tíma og það gæti líka hækkað verð fíkniefna,“ segir Helgi. Það bitni illa á þeim sem eiga um sárt að binda vegna fíknar, ekki síst þeirra sem sprauta sig í æð. „Síðan er þetta mjög fljótt komið aftur í sama horfið. Það virðist aldrei vanta fíkniefni á markaðinn og alltaf vera framboð,“ segir Helgi, enda eftirspurnin og hagnaðarvonin mikil. Þannig telur Helgi erfitt að sjá árangurinn af því að áherslan sé lögð á draga úr framboðinu. „Og einnig skortir í áætlunina umfjöllun um fíklahópinn, það er að segja hvað eigi að gera í vanda þess hóps,“ segir Helgi. Hann segir að horfa ætti á vanda hópsins á grundvelli heilsuverndar í stað þess að ýta fíklum út í jaðra samfélagsins án eftirlits. „Það stingur í augun að refsa einstaklingum fyrir sjúkdóm. Það er þar sem ég myndi vilja sjá breytingar gerðar í dag,“ segir Helgi. Það sé Alþingi sem beri ábyrgð á að breyta fíkniefnalöggjöfinni. Víða erlendis sjáist merki um breyttar stefnur í málaflokknum sem löggjafinn ætti að horfa til. „Það eru ýmis merki sem benda til stefnubreytingar erlendis hvað varðar þann hóp sem verst fer úti vegna fíkniefna,“ segir Helgi.
Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni Sjá meira